Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 66
BLS. 10 | sirkus | 21. DESEMBER 2007 Þrír dagar í jól og eftir nokkur jólahlaðborð í desember, smákökuát og malt- og appelsínsötur lítur út fyrir að jóladressið springi utan af þér áður en fyrsta rjúpubitanum verður kyngt. Sirkus tók saman helstu „hrað- megrunarráðin“. NÚ ERU SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ KOMAST Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN ÞRIGGJA DAGA MEGRUN GRÆNT TE Ef bólgnir puttar, þrútnir leggir og útbelgdur magi eru að hrjá þig þá geta 20 bollar af grænu tei á dag gert kraftaverk. Forðastu þó að innbyrða slíka skammta áður en þú ferð í verslunarleiðangur því öruggast er að vera nálægt klósettinu þegar teið byrjar að virka. Ráðlagt er að drekka teið ekki á fastandi maga þar sem slík inntaka getur valdið svima, skjálfta og ógleði. Ekki má heldur drekka teið rétt fyrir svefn, því græna teið er afar örvandi en gæti þó reynst vel þeim sem eiga eftir að gera allt fyrir jólin og þarfnast aukaorku. Algengustu aukaverkanir: Tíð þvaglát og örari melting. SVELT Vatnsdrykkja og gamla góða sveltið svíkur engan. Ef vel tekst til færðu nokkur skamm- unninn mínus-kíló í jólagjöf. Yfirlið, ógleði, máttleysi og laslegt yfirbragð eru nokkrar af fáum aukaverkunum sem geta skotið upp kolli sínum í kjölfar sveltisins. Því er sveltið dýrkeypt lausn fyrir þá sem vilja verða háir og grannir fyrir jólin. RÓFUR OG SELLERÍ Í ÖLL MÁL Rófur og sellerí innhalda fáar kaloríur en það er ekki það eina, líkaminn brennir fleiri kaloríum við það að melta græmetið. Færri kaloríur = færri kíló. Fáðu þér gott ílát sem þú kemur í handtöskuna og jólunum er borgið. Helstu aukakvillar eru áunnið óþol fyrir rófum og selleríi fyrir lífstíð og óþægindi í meltingar- færum. HVÍTVÍNSKÚRINN Frægur kúr í Bandaríkj- unum, hvítvín í öll mál. Upplagt fyrir 101 borgara sem eru í grennd við bari og kaffihús allan sólarhringinn. Algengar aukaverkanir: Minnisleysi, áfengislykt af andardrætti, ótæpileg málgleði og hreinskilni sem getur oft á tíðum ekki komið sér vel. Akstur vélknúinna ökutækja stranglega bannaður. ATKINS Hæpið að þessi kúr geri sig á nokkrum dögum en það má alltaf reyna. Sósur og kjöt í öll mál en kartöflum og brauði sleppt. Munur að geta leyft sér egg og beikon í morgunmat og svínasteik með rjómasósu í kvöldmat og verið samt í megrun. Aukaverkanir: Mikil hægðatregða, slappleiki, slæm andremma og óeðlileg líkamslykt, auk þess sem hætta á kransæðastíflu og hjartasjúkdómum eykst til muna. FÓTGANGANDI Í INNKAUPIN Skildu bílinn eftir heima, arkaðu í búðirnar í jólagjafaleit, sparaðu bensín og eyddu kílóunum. Stórkostleg brennsla. Hafa ber í huga að hælaskórnir er best geymdir heima og það er lykilatriði að búa sig vel. Sjaldgæfar aukaverkanir: Líkur á beinbrotum í hálkunni aukast. Kuldaexem í andliti og harðsperrur geta sömuleiðis gert vart við sig. JÓLAÞRIFIN Þrif geta verið mjókkandi. Misstu þig í jólaþrifunum og hver veit nema jólabónusinn í ár verði mjórra mitti og stinnari rass. Aukaverkanir: Þreyta og ofnæmi fyrir þrifum. MATAREITRUN Sláðu tvær flugur í einu höggi, taktu til í ísskápnum og útbúðu rétt úr matvörum sem eru komnar langt fram yfir síðasta söludag og hver veit nema heppnin verði með þér og þú fáir matareitrun í skóinn. Matvörur sem koma sterkar inn: Kjúklingur og majónes. Helstu fylgikvillar: Meltingaróþægindi, ógleði, lystarleysi og máttleysi. Ef skemmdar matvörur eru ekki til í ísskápnum þá er alltaf hægt að hringja í ættingja og vini og athuga hvort einhver lumi ekki á magapest, jólagjöfinni í ár. GERÐU LAUFABRAUÐ Það eitt að fletja út deigið tekur sinn toll af bingófitunni og gufan sem myndast við steikinguna hleypir út uppsöfnuðum svita. Góð leið fyrir þá sem vilja gera eitthvað fyrir jólin og líkamann. Fylgikvillar: Harðsperrur og þreyta. REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.