Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 82
42 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1929 Varðskipið Þór strandar við Húnaflóa, mannbjörg varð. Þetta var fyrsta ís- lenska varðskipið sem var með fallbyssu. 1952 Kveikt er á fyrsta jóla- trénu á Austurvelli en það var gjöf frá Óslóbúum til Reykvíkinga. Það hefur síðan verið árlegur siður. 1969 Árnagarður er vígður, en þar er Stofnun Árna Magnússonar til húsa auk kennsluhúsnæðis fyrir Há- skóla Íslands. 1970 Elvis Presley hittir Richard Nixon forseta Bandaríkj- anna til að ræða stríð gegn fíkniefnum. 1989 Sigurður Þorvaldsson lést. Hann varð elstur íslenskra karla, 105 ára og 333 daga. KIEFER SUTHERLAND LEIKARI ER 41 ÁRS Í DAG „Það er tvennt sem Jack Bauer gerir aldrei. Að sýna miskunn og fara á salernið.“ Sutherland er best þekktur fyrir hlutverk Jacks Bauer í spennuþáttaröðinni 24. „Ég ætla að halda upp á afmælið milli jóla og nýárs. Þá verður mesta jóla- stressið farið af fólki og vinir mínir sem búa úti verða komnir heim,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir, sem er þrítug í dag. „Kærastinn ætlar þó að koma mér eitthvað á óvart í dag,“ bætir hún við. En hvernig ætli sé að eiga afmæli svona nálægt jólum? „Mamma var alltaf voðalega vinsæl í hverfinu þegar ég var yngri því á meðan krakk- arnir voru í afmæli hjá mér gátu hinar mömmurnar verið heima að þrífa,“ segir hún og hlær. „Hin síðari ár hef ég bara verið með kökur og heitt á könn- unni og fólk hefur kíkt við þegar það er búið að gera jólainnkaupin,“ segir Regína. Hún hélt síðast almennilega upp á daginn þegar hún varð tvítug. „Þá var ég með partí á gamla Gaukn- um og bollu eins og tíðkaðist þá,“ segir hún kímin. Þegar Regína er innt eftir því hvað standi upp úr þegar hún lítur um öxl er hún fljót að svara því til að fimm ára dóttir hennar sé auðvitað mesta afrekið. „En hvað ferilinn varðar má segja að ég hafi nokkurn veginn hrokkið í gang eftir að ég átti stelpuna mína og er ég mjög ánægð með hvað mér hefur vegnað vel síðustu ár.“ Ýmsir áfangar hafa fleygt Regínu meira áfram en aðrir og segir hún undan keppnina fyrir Eurovision í fyrra vera einn þeirra. „Síðan er ég voðalega stolt af plötunum mínum þremur en á þeirri nýjustu eru eingöngu frumsam- in lög eftir mig og Karl Olgeirsson. Svo er ég yfirkennari í Söngskóla Maríu og hef mikla ánægju af því starfi,“ segir hún. Regína var svo að klára síðustu Frostrósa tónleikana um helgina sem leið en þetta er í þriðja skipti sem hún er með í þeim. „Tónlistarbransinn er þannig að ef maður kemst áfram með eitthvað verður maður að passa að halda sér á floti því annars er hætt við að maður gleymist. Ég finn að sjálfstraust mitt hefur vaxið með árunum og ég er orðin örugg með það sem ég er að gera,“ út- skýrir Regína. Hún segir margt spennandi fram undan. „Ég stefni að því að fara í tón- leikaferð um landið einhvern tímann í byrjun næsta árs og fylgja þannig plötunum mínum eftir. Svo má ekki gleyma Eurovision en Eurobandið sem ég er í komst í undankeppni sjónvarps- ins fyrir Eurovision og ef Eurobandið á ekki að fara í Eurovision þá veit ég ekki hvað,“ segir Regína og hlær. „Þetta er tvímælalaust skemmti- legasta band sem ég hef verið í. Við höfum verið að spila á Broadway, Players og árshátíðum og þá eingöngu Eurovision-lög. Við tökum bara lög sem okkur finnast skemmtileg, bæði erlend og innlend, og fólk fílar það í botn. Það dansar villt og galið enda ekta gleðipopp á ferð.“ vera@frettabladid.is REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR SÖNGKONA: FAGNAR ÞRÍTUGSAFMÆLINU Ánægð með velgengnina VEISLUHÖLD UM JÓLIN Regína ætlar að halda upp á afmælið milli jóla og nýárs en kærastinn mun koma henni á óvart í dag. FRÉTTABLAÐIÐI/ANTON Í dag eru nítján ár liðin síðan hryðjuverkin yfir Lockerbie voru framin. Boeing 747-121 þota, á svokölluðu Pan Am 103 flugi frá London til New York, var sprengd í loft upp yfir bænum Locker- bie í Skotlandi. Braki flugvélarinnar rigndi yfir bæinn. Í allt létust 270 manns, 259 sem voru um borð og ellefu íbúar bæjarins. Fórnar lömbin voru frá 21 landi, þar af voru 189 frá Bandaríkjunum. Málið varð stærsta sakamál í sögu Skotlands. Tveir menn voru ákærðir árið 1991 en þeir voru taldir starfa fyrir leyniþjónustu Líbíu. Það tók níu ár að reka mál mann- anna fyrir dómstól- um. Eftir 84 daga réttarhöld var annar mannanna, Abdel- baset ali Mohmed al-Megrahi, dæmd- ur í lífstíðarfangelsi en sá sem var talinn vera samstarfs maður hans, Al Amin Kha- lifa Fhimah, var sýkn- aður. Hann sneri aftur til Líbýu. Megrahi fékk ekki að áfrýja máli sínu og er honum enn haldið í Green- ock-fangelsinu nálægt Glasgow. ÞETTA GERÐIST: 21. DESEMBER 1988 Hryðjuverkið yfir Lockerbie Íþrótta- og jólahátíð barna verður haldin í íþróttahús- inu á Torfnesi á morgun. Ágóði hátíðarinnar rennur óskiptur til Sólstafa, systur- samtaka Stígamóta á Vest- fjörðum. Hátíðin er ætluð öllum börnum á Vestfjörðum og boðið verður upp á leiki og fjör krakka á öllum aldri. Jólasveinarnir mæta auk þess sem boðið verður upp á góðgæti frá vestfirskum fyrirtækjum. Árni Heiðar Ívarsson og Benedikt Sigurðsson standa að baki hátíðinni og allir sem koma að henni gefa vinnu sína. Jólahátíð gegn ofbeldi HÁTÍÐARHÖLD Ágóðinn rennur til Sólstafa. Jóhanna Eiríksdóttir Sólvallagötu 72, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu 19. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Jón Boði Björnsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Þráinn Valdimarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, Álftamýri 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elise Valdimarsson og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Lárusdóttir Miðtúni 72, Reykjavík, lést laugardaginn 15. desember á Elliheimilinu Grund. Útför fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Inga Gunnarsdóttir Gylfi Gíslason Gunnar Gunnarsson Gerður Helgadóttir börn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ester Rut Ástþórsdóttir Austurbrún 6, Reykjavík, lést á Öldrunardeild Landspítala Fossvogi mánudaginn 10. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásta Ágústa Halldórsdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Sigurður Teitur Halldórsson Watinee Chompoopetch barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu nær og fjær sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar Gunnlaugs Magnússonar Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári. Guðlaug R. Gunnlaugsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.