Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 88

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 88
 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR „Mikið vantar af heimildum og greinilegt að miklu hefur verið fleygt af alls kyns gögnum, dagbók- um, innskriftarbókum, hjúkrunar- skýrslum og fleiru. Margar sjúkra- skrár eru horfnar og finnast hvergi í skjalasögnum spítalans.“ Svo segir í inngangi Óttars Guðmundssonar læknis að riti hans um Kleppspítal- ann í hundrað ár sem Landspítalinn hefur efnt til og JPV gefur út. Það ástand sem hann lýsir sýnir algenga vanrækslu opinberra yfirvalda um skjalavörslu og skrifast hún á yfir- lækna á Kleppi, landlæknisembætt- ið og ráðuneytin. Sinnuleysi þessara aðila er aðeins til marks um þá van- rækslu sem ríkt hefur í þessi hundr- að ár um þá einstaklinga sem veikir voru á geði í íslensku samfélagi. Það er smánarleg saga og víða ljót. Ekki þannig að ill meðferð hafi lengst af ríkt á Kleppspítala, þar hafa menn á öllum tímum reynt að gera sitt besta til að sinna hinum sjúku, hin slæma aðstaða sem fólki var þar búin var fyrst og fremst á ábyrgð stjórn- málamanna og ráðuneytisfólks sem komst upp með það í skjóli vanþekk- ingar og áhugaleysis almennings að skammta spítalanum alla tíð of litla fjármuni svo allt var þar naumt, einkum húsnæðið. Þegar við snemma á okkar öld býsnumst yfir krónum sem geðveikir voru látnir dúsa í liggjandi í eigin saur fyrir upphaf 20. aldar væri okkur hollt að líta á aðstæður um 1950. Óttar tekur þann kost að rekja þróun geðheilbrigðismála ár eftir ár. Hann víkur lítillega að fornum ritum, tæpir á skilningi í fornum ritum, staldrar ekkert við skilgrein- ingar endurreisnarmanna en þess meira við hin fordjörfuðu áhrif kirkjunnar um andsetta menn. Fá dæmi rekur hann um aðbúnað á síð- ari öldum, sem nokkrar lýsingar eru þó til um: átakanleg er lýsing Jóhanns Sigurjónssonar á flutningi geðveikrar konu á kviktrjám undir lok 19. aldar. Líkast til hafa honum verið settar þær skorður af rit- nefnd. Óttar hefur áður lagst í slíkar rannsóknir, bæði á hlut áfengissýk- innar og kynlífsins í íslenskri sam- félagsgerð á fyrri tíð. Hann er prýði- lega ritfær, fellur sjaldan dóma um framferði íslenskra ráðamanna eða mat á stefnu: þó skín víða í gegn samúð hans, t.d. virðing fyrir Helga Tómassyni fyrir staðfestu gegn beit- ingu raflosts og loatómíu. Í gegnum allt ritið er þó skýr vanmáttur íslensk samfélags til að takast á við geðsjúkdóma. Fróðlegt hefði verið að fá meira að vita um sögu geðheilbrigðismála í Dan- mörku: hver voru tengsl embættis- manna við dönsk sjúkrahús? Voru fleiri dæmi um sárasótt á hæsta stigi en dæmi Brynjólfs Péturs- sonar, hvert var samband íslenskra lækna við Vordingborg-hælið og Klampenborg? Þær misvísandi tölur sem taka loks að birtast um fjölda geðsjúkra og geðfatlaðra um miðja nítjándu öld og allt til loka aldarinnar eru sláandi. Voru geðveilur ásættanlegur þáttur af bændasamfélagi en ekki í þéttbýli? Margs konar heimildir um hams- leysi á fyrri tíð benda til að svo hafi verið. Hvað var hlutur áfengis- sýki stór þáttur í starfsemi Klepps? Hvenær tók AA að hafa áhrif í þessum geira? Hvað réði því að geðsjúkrahúsið tók við ölkunum? Var það stefna annarra sjúkrahúsa að neita áfengissjúklingum inn- göngu. Um þessar mundir er kastljósi víða beint að kynferðislegri mis- beitingu vistfólks og harðræði sem vistmenn hafa víða mátt þola af hálfu starfsfólks. Eitt dæmi rekur Óttar frá Kleppi 1929 þar sem starfsmaður var dæmdur, en sýkn- aður af ákæru um ofbeldi gegn sjúklingum sem virðist hafa verið landlægt lengi á Kleppi eftir að Helgi Tómasson lét brenna þar spennitreyjum, vöttum og beltum á fjórða áratugnum. Raunar dvel- ur Óttar fullmikið við þátt Helga, einkum vegna deilna hans við Jónas Jónsson frá Hriflu. Stóru bombumálið var pólitík, valdatafl milli ráðherravalds og stéttar- félags. Á sama hátt er aðkoma Helga að greiningu afbrotamanna vannýtt efnislind, lesanda gagnast lítið að vita að þær greinargerðir þyki Óttari áhugaverð lesning, séu þær það viljum við sjá dæmi þess svart á hvítu. Eins má vitna beint í skrif Guðbergs Bergssonar í stað þess að lýsa því að hann dragi heil- brigðisstarfsfólk sundur og saman í háði. Eftir seinna stríð tók að rofa til í því svartnætti sem lengi hafði ríkt í meðferð geðsjúkra: ný lyf, mennt- að fólk, ný viðhorf komu til sög- unnar en áfram hélt Kleppur að vera í spennitreyju fjármálavalds- ins. Sjúkrahúsið var enn vanbúið, ný og ný húsnæði voru tekin sem viðbót hér og þar, Þarflaust er að ræða óhagræði af dreifðum húsa- kosti. Geðveikir máttu enn vera í myrkri kró í samfélaginu. Óttar dregur enga dul á að ráðn- ing Tómasar Helgasonar og Maríu Finnsdóttur hafi valdið nokkrum kaflaskilum á Kleppi. Síðustu fjórir áratugir eru reyndar með nokkuð öðru sniði í frásögninni: frægu nöfnin koma til og nafnleys- ingjarnir fá minna rúm. Jökull, Megas og Einar Már eru góðra gjalda verðir en frægðin stendur sjaldnast fyrir upplýsingu um almennan hag. Sannast sagna þá stígur geðveikin inn í bókmennt- irnar með auknum krafti þegar við útgáfu Truntusólar og leitaði hratt út í Textann, bæði í skáldsögum, ljóðum og blaðamennsku. Fordóm- arnir voru enn við sitt heygarðs- horn og eru á vissan hátt enn. Brotnir einstaklingar njóta samúð- ar en skilningur á vanda geðveilu er lítill í samfélagi okkar. Umfjöll- un í afþreyingu er reyndar með slíkum ósköpum að jaðrar við hreina illmennsku. Það eru ekki miklar líkur á að lagt verði í rit sem þetta um langt skeið: það er því bágt til þess að vita að ekki hefur útgefandi treyst sér til að standa almennilega að myndsöfnun: myndir af læknum og hjúkrunarfólki eru víða sóttar í gamlar rastaðar myndir í bókum og blöðum. Skýringartextum er verulega áfátt og sjúklingar á myndum halda áfram að vera huldubörn. Bók Óttars er samt virðingarverð tilraun til að varpa ljósi á þann smánarblett íslensks samfélags sem Kleppur geymdi lengst. Enda mun hún um ein- hverja tíð verða eina fáanlega heimildin sem aðgengileg er um staðinn og þá sem þangað hröktust undan krankleika sem þeir réðu ekki við og mun fylgja okkur áfram um ókomna tíð. Páll Baldvin Baldvinsson Geðveikin í heila öld BÓKMENNTIR Sjúkrahúsið í Kleppsvíkinni hefur sinnt þeim sem bognuðu í gangi lífsins í heila öld og rekur Óttar Guðmundsson læknir þá sögu í nýrri bók sem JPV gefur út. BÓKMENNTIR Kleppur í 100 ár Óttar Guðmundsson ★★★ Mikilvæg og smánarleg saga sem ekki má gleymast. Gefumgóðar stundir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gjafakort í Þjóðleikhúsið er frábær jólagjöf fyrir alla fjölskylduna! Sími 551 1200 www.leikhusid.is Gjafakort fyrir tvo á Skilaboðaskjóðuna og geisladiskur á kr. 5.500 Jólatilboð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.