Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 90
 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Myndlistarmaðurinn Baldur Björnsson sendi nýverið frá sér bókverk sem kallast Heimsendir er í nánd. Í verkinu er að finna teikningar eftir Baldur og tvo texta eftir þá Aðalstein Jörundsson og Oberdata von Brutal. Bókverkið er nýkomið í búðir og nær því að taka þátt í jólabóka- flóðinu sem er við það að kaffæra landsmenn um þessar mundir. En bókverk Baldurs er langt frá því að vera dæmigerð jólabók þar sem hún tekst á hispurslausan mynd- rænan hátt við spennuna sem ríkir í nútímanum. „Titill verksins endurspeglar innihaldið að vissu leyti, en vísar kannski frekar til vissrar spennu sem ríkir í verkunum fremur en til eiginlegs heimsendis. Myndirn- ar í bókinni eru margar frekar gróteskar og vísa þannig í það ástand ofgnóttar, græðgi og ótta sem við búum nú við. Þessi verk eru mín leið til þess að vinna úr upplýsingum um heiminn sem ég hef séð og heyrt í fjölmiðlum og annarsstaðar. Stundum hef ég á tilfinningunni að þessi heimur eigi ekkert sérstaklega langan líftíma framundan. Við erum bara upp- tekin af því að græða og skemmta okkur á meðan og gefum átökum sem nú standa yfir, bæði í náttúr- unni og í mannheimum, lítinn gaum,“ segir Baldur um innihald bókverksins. Baldur útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands vorið 2003 og hefur síðan þá haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér- lendis og erlendis. Hann hefur áður sent frá sér bókverk, en í minna upplagi. „Ég hef áður gert bókverk sem kom aðeins út í tíu eintökum og var mun minna í sniðum en Heimsendaverkið, en það kemur út í hundrað eintökum. Ég er hrifinn af bókverksforminu þar sem það er svo ákaflega not- endavænt og býður upp á öðru- vísi nálgun en önnur sýningar- form. Með bókverki gef ég fólki kost á að skoða verkin mín þegar og þar sem þeim hentar best. Það er einmitt þessi sveigjanleiki sem mér finnst svo frábær við bók- ina.“ Útgáfufélagið Falk gefur út bókverk Baldurs. Verkið má nálg- ast í verslununum Belleville, Útúrdúr, Ranimosk, Iðu og Libori- us, en verslanir þessar eru allar í miðbæ Reykjavíkur. vigdis@frettabladid.is Jólabókverkið í ár HEIMSENDIR Kápan á bókverki Baldurs. „Það ber líka að athuga að annað- hvort er að fara vel með menn eða brjóta þá niður“ – orð endurreisnar- mannsins Macchiavelli sem lýsti því í Furstanum 1513 hvernig væri hægt að spila á og með fólk eru aðfaraorðin að fyrstu skáldsögu Lóu Pind Aldísardóttur, Sautj- ándanum. Í fyrsta kaflanum, Örlagadagurinn, sem í raun bind- ur endahnútinn á söguna, segir Ylfa, ein af fjórum aðalpersónum, að það sárasta sé að „einlæg vin- átta … skyldi vera svona lítils virði“, – hún hefur orðið fyrir barðinu á macchiavellískri hugs- un. Það er ekkert smáræðis undir í Sautjándanum – saga fjögurra vin- kvenna á framtíðar-Íslandi sem er þó nógu nærri til að þræðir úr nútímanum teygja sig, oft með smellnum hætti, inn í sögutímann. Martröð Andra Snæs hefur ræst: rétturinn að bókum hans hefur verið keyptur til að gera úr þeim þemagarð. Í borginni eru jarðlest- ir, það er hægt að horfa á myndir í sólgleraugunum, evran er gjaldmiðillinn, fyrirtæki taka að sér að innrétta herbergi fyrir börn sem eru álitin trendsettarar en framsóknar- þingmenn eru þó enn til. Og Epal: barnastóll á álíka illa heima í rennilegum sportbíl „og Fisher Price í Epal“. Rúmlega fyrsti þriðj- ungur bókarinnar er upptaktur að gæsaferð sem vinkonurnar fjór- ar fara í en jafnframt er fléttað inn pólit- ísku þema og spennu- sögu. Þar lýstur saman uppreisn og átökum á Skarfaskeri að ógleymdum umsvifum stórfyrirtækja eins og „Tiger, Alnord fyrir austan, Roso- export uppá hálendi og ARPA í Arnarfirði“, gíslatökum og hasar heima og heiman. Vinkonurnar fjórar tengjast hræringunum með ólíkum hætti: Ylfa Blær er lög- maður sem ætlaði sér göfuga hluti með lögmennskunni, Ragnhildur rekur eigið fyrirtæki, Hlaðgerður er artí og ekki öll þar sem hún er séð og Linda Dögg er þýðandi og vinnur í bókabúð. Það eru ýmis skemmtileg stíltök í bókinni – stuttir kaflar þar sem Ylfa segir sína sögu í 1. persónu meðan annað eru 3. persónufrá- sagnir, konurnar fjórar eru kynnt- ar til sögunnar með CV-íunum sínum og hluti spennusögunnar dreginn fram í skáletruðum köfl- um þar sem lesandinn veit ekki klárlega hver er á ferðinni. Leiðir hugann að höfundum eins og Haruki Murakami sem fléttar þjóðfélagsádeilu inn í spennusög- ur með framtíðarfíling. En góðar hugmyndir sem lagt er upp með verða lífvana því persón- urnar fjórar eru klisju- kenndar, talandi þeirra keimlíkur og spennan sem virðist vera milli þeirra – vegna ólíkrar lífs- afstöðu og aðstæðna – vaknar ekki í textanum. Gæsa- ferðin kemur og fer án þess að samskipti þeirra þar verði skýr eða afgerandi og þannig rennur sagan áfram. Talandi persónanna er líka keimlíkur – stöðug gælu- yrði á lofti og þar er framboðið stórlega fjölbreytt: huppa mín, prikið mitt, trítlan mín, sponsið mitt, skrúfan mín (þau þrjú síð- ustu öll á sömu hálfu blaðsíðunni, 192) – sem gerir stílinn sætsúpu- kenndan og ólystugan. „Vinir eru bara fólk, elskan. Það er nóg til af því,“ segir sú forherta í lokin – lesendur eru líka bara fólk en það þarf að fara aðeins betur að þeim en gert er í Sautj- ándanum. Sigrún Davíðsdóttir Söguflétta í flækju BÓKMENNTIR Sautjándinn Lóa Pind Aldísardóttir ★★ Klisjukennd framtíðarsaga BÓKMENNTIR Lóa Pind Aldísardóttir lítur inn í framtíðina í fyrstu skáldsögu sinni. Drekinn sem varð bálreiður, eftir Margréti Tryggvadóttur og Hall- dór Baldursson, er skemmtileg bók byggð á orðaleikjum, þar sem myndirnar eru ekki síður í aðalhlutverki en textinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem höfundarn- ir vinna saman að bók, gott sam- spil mynda og texta bera þess merki. Halldór Baldursson er þaul- vanur skopmyndateiknari. Það er stutt í glettnina í myndunum í þessari sögu eins og einatt gildir í verkum hans. Rauður litur ríkj- andi og hiti í myndunum eins og vera ber þegar dreki er nærri. Þetta er önnur barnabók Mar- grétar Tryggvadóttur en hún hefur einnig skrifað fræðibók fyrir börn og fengist við þýðing- ar. Höfundur hefur því komið víða við í heimi barnabókanna sjálf og auk þess skrifað greinar um efnið. Sagan segir frá dreka í sjálfs- myndarkreppu. Hann getur ekki ákveðið hvað hann á að verða þegar hann verður stór og heldur því út í heiminn í leit að sjálfum sér. Höfundur leikur sér að merk- ingu orða sem tengjast dreka. Flugdreki og bryndreki og fleiri orð fá nýja merkingu. Það er mikil vægt í málþroska barna að þau fái tækifæri til þess að leika sér með málið. Í bókinni vinna texti og myndir skemmtilega saman. Sú merking orðanna sem flestir þekkja er ekki endilega sú sem birtist í myndunum. Á hverri síðu er knappur texti fullur af kímni og orðaleikjum. Drekinn sem varð bálreiður er upplögð bók til þess að lesa með litlum börnum og spjalla við þau um merkingu og myndir. Hún er líka tilvalin fyrir byrjendur í lestri. Myndirnar eru fullar af kímni sem kemur í veg fyrir að bókin virki smábarnaleg í augum krakkanna. Hildur Heimisdóttir Bálreiður dreki BÓKMENNTIR Drekinn sem varð bálreiður Margrét Tryggvadóttir og Halldór Baldursson ★★★★★ Fjörleg myndabók fyrir börn á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.