Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 92
52 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að fá úr því skorið hverjar séu bestu plötur ársins 2007. Sautján manns skiluðu inn listum yfir bestu íslensku plöturnar – gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri til- nefningar hærra sæti á heildarlistanum. Margir þátttakendanna höfðu á orði að árið 2007 hafi verið sérstaklega gott ár fyrir íslenska tónlist og að það hafi verið mjög erfitt að velja bara fimm plötur. Þrátt fyrir það sigrar plata Mugisons, Mugiboogie, með miklum yfirburðum. Hún hlýtur næstum helmingi fleiri stig heldur en næsta plata á eftir, Tímarnir okkar með Sprengjuhöllinni. Árangur ungliðanna í Sprengjuhöllinni og Hjaltalín vekur sérstaka athygli. Þær skjóta báðar Megasi ref fyrir rass þrátt fyrir að plöturnar hans hafi báðar fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og plötukaupenda og séu almennt taldar hans bestu verk í áraraðir. Annað sem vekur athygli er slakt gengi okkar þekktustu tónlistarmanna úti í hinum stóra heimi. Volta með Björk sem er á flestum árslistum erlendra tónlistarmiðla, fær aðeins þrjár tilnefningar og er langt frá því að blanda sér í toppbaráttuna og það sama má segja um plötur múm, Sigur Rósar og Amiinu. Listi yfir bestu erlendu plötur ársins 2007 verður birtur í blaðinu á morgun. Mugison með yfirburði á frábæru íslensku tónlistarári Árni Þór Jónsson – Zýrður rjómi 1. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons 2. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 3. Mugison – Mugiboogie 4. Megas – Hold er mold 5. Jakobínarína – The First Crusade BESTU ÍSLENSKU PLÖTURNAR 2007 Birgir Örn Steinarsson – Mónitor 1. Benny Crespo’s Gang – Benny Crespo’s Gang 2. Mugison – Mugiboogie 3. Páll Óskar – Allt fyrir ástina 4. Sometime – Supercalifragi- listicexpialidocious 5. Ólöf Arnalds – Við og við Björn Þór Björnsson „Bobby Breið- holt“ – breidholt.blogspot.com 1. Gus Gus – Forever 2. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 3. Mínus – The Great Northern Whalekill 4. Jakobínarína – The First Crusade 5. Benny Crespo’s Gang – Benny Crespo’s Gang Brynjar Már Valdimarsson – FM957 1. Páll Óskar – Allt fyrir ástina 2. Hjálmar – Ferðasót 3. Gus Gus – Forever 4. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 5. Mugison – Mugiboogie Dr. Gunni - this.is/drgunni 1. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 2. Megas – Frágangur/Hold er mold 3. Hellvar – Bat out of Hellvar 4. Seabear – The Ghost that Carried Us Away 5. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons Egill Harðarson – egillhardar.com 1. Sigur Rós – Hvarf/Heim 2. Mugison – Mugiboogie 3. B.Sig – Good Morning Mr. Evening 4. Jakobínarína – The First Crusade 5. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons Eldar Ástþórsson – Iceland Airwaves 1. Mugison – Mugiboogie 2. Seabear – The Ghost that Carried Us Away 3. Gus Gus – Forever 4. múm – Go Go Smear the Poison Ivy 5. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons Freyr Bjarnason – Fréttablaðið 1. Megas - Frágangur 2. Megas - Hold er mold 3. Mugison - Mugiboogie 4. Björk - Volta 5. Sprengjuhöllin - Tímarnir okkar Frosti Logason – X-ið 977 1. Jakobínarína - The First Crusade 2. Mugison - Mugiboogie 3. Vera - The Awakening 4. Sign - The Hope 5. Benny Crespo’s Gang - Benny Crespo’s Gang Höskuldur Daði Magnússon – Fréttablaðið 1. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons 2. Megas – Frágangur/Hold er mold 3. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 4. Mugison – Mugiboogie 5. Jan Mayen – So Much Better Than Your Normal Life Jens Kr. Guðmundsson - jensgud. blog.is 1. I Adapt – Chainlike Burden 2. Mínus – The Great Northern Whalekill 3. Mugison – Mugiboogie 4. Sigur Rós – Hvarf/Heim 5. Megas – Frágangur Matthías Magnússon – X-ið 977 1. Mugison – Mugiboogie 2. Benny Crespo’s Gang – Benny Crespo’s Gang 3. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons 4. Jakobínarína – The First Crusade 5. Jan Mayen – So Much Better Than Your Normal Life Ólafur Páll Gunnarsson – Rás 2 1. Mugison – Mugiboogie 2. Ólöf Arnalds – Við og við 3. Sigur Rós – Hvarf/Heim 4. Megas – Frágangur 5. Hjálmar – Ferðasót Ragnhildur Magnúsdóttir – Bylgjan 1. Hjálmar – Ferðasót 2. Páll Óskar – Allt fyrir ástina 3. Ellen – Einhversstaðar, einhverntímann... aftur 4. Mugison – Mugiboogie 5. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar Steinþór Helgi Arnsteinsson – Fréttablaðið 1. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 2. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons 3. Ólöf Arnalds – Við og við 4. Björk – Volta 5. Mugison – Mugiboogie Sveinn Birkir Björnsson – Grapevine 1. Benny Crespo’s Gang – Benny Crespo’s Gang 2. I Adapt – Chainlike Burden 3. Skátar – Ghosts of the Bollocks to Come 4. Sign – The Hope 5. GusGus – Forever Trausti Júlíusson – Fréttablaðið 1. Megas – Frágangur 2. Mugison – Mugiboogie 3. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons 4. Björk – Volta 5. Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar 1. Mugison – Mugiboogie 46 stig 2. Sprengju- höllin – Tímarnir okkar 26 stig 3. Hjaltalín – Sleep- drunk Seasons 23 stig 4. Megas – Frágangur 21 stig 5. Benny Crespo’s Gang – Benny Crespo’s Gang 16 stig 6. Megas – Hold er mold 14 stig 7. Gus Gus – Forever 12 stig 8. Páll Óskar – Allt fyrir ástina 12 stig 9. Jakobínarína – The First Crusade 11 stig 10. Hjálmar – Ferðasót 10 stig > BESTU PLÖTUR SÍÐUSTU ÁRA 2006: Reykjavík! - Glacial Landscapes, Religion, Oppression & Alcohol 2005: Sigur Rós - Takk... 2004: Mugison - Mugimama (is this Monkey Music?) 2003: Mínus – Halldór Laxness 2002: Sigur Rós - () 2001: XXX Rottweilerhundar - XXX Rottweilerhundar 2000: Botnleðja - Douglas Dakota 1999: Sigur Rós - Ágætis byrjun 1998: Botnleðja - Magnyl skv. sams konar könnunum í Fréttablaðinu, DV og Fókus „Já, er Múkkurinn bara að taka þetta? Djöfull er ég ánægður. Þetta er glæsilegt,“ sagði Örn Elías Guðmundsson, Mugison, þegar Fréttablaðið óskaði honum til hamingju með að eiga plötu ársins 2007. „Ég veit ekki hvort þetta er einhver hundaheppni eða hvort fólk er að gera mér aumingjagreiða,“ sagði Örn þegar honum var bent á að síðasta stúdíóplata hans hefði sömuleiðis verið plata ársins. Mugimama sigr- aði einmitt með miklum yfir- burðum í sams konar kjöri árið 2004. Örn Elías segir að þessi viður kenning sé sérstaklega ánægjuleg þar sem hann hafi lagt mikla vinnu í plötuna Mugiboogie. Þar sem hún sé nokkuð frábrugðin síðustu plötu hafi hann ekki verið viss um að allir myndu taka henni vel: „Ég bjóst ekkert sérstak- lega við því að tónlistargagn- rýnendur yrðu áfram með mér í liði. En þeir eru greinilega í góðum fíling áfram, ég var skíthræddur,“ segir hann. „Þetta er auðvitað mikið til strákunum sem spila með mér að þakka. Þeir eiga mikinn heiður skilinn.“ Almenningur hefur sömu- leiðis tekið plötunni vel því yfir fimm þúsund eintök eru þegar seld. „Ég er búinn að föndra hátt í níu þúsund plötur, við tókum 500 stykki í gær- kvöldi sem eru að fara í dreif- ingu núna. Þar sem ég er að gefa út sjálfur þarf maður líka að vera miklu graðari í kynn- ingunum. Ég er orðinn hálf- gerður Einar Bárðarson, ég gæti gefið út bók á næsta ári. Öll hin trixin í bókinni, hljómar það ekki vel?“ Næsta ár verður annasamt hjá Mugison. Hann heldur áfram að fylgja eftir velgengni plötunnar, meðal annars með tónleikaferð í Evrópu í apríl og maí. Örn segist vona að hann finni einhvern tíma til að taka upp nýtt efni en ólíklegt verði þó að teljast að ný plata líti dagsins ljós á næsta ári. „Ann- ars vil ég hvetja alla til að mæta á tónleikana mína á Organ í kvöld. Það verða allir strákarnir með mér og þetta verður magnað.“ - hdm Hrærður yfir viðtökunum Á BESTU PLÖTU ÁRSINS Plata Mugisons var valin besta plata ársins af sérfræðingum Frétta- blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SENDU SMS JA ACF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . JÓLAMYNDIN Í ÁR! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.