Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 96
56 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Móðir rapp- arans Eminem, Debbie Nelson, er að skrifa bók um son sinn. Í henni segir Nelson að hún sé ekki slæm móðir, og að Eminem sé svikari. Fregnir herma að megin- ástæða bókaskrif- anna sé að Nelson sé alvarlega veik, og þurfi á fé að halda til að geta borgað reikninga fyrir læknisþjónustu. Nick Hogan, sonur kraftakarlsins Hulk Hogan, getur farið að anda léttar. Í bílslysinu sem hann lenti í í ágúst slasaðist vinur hans, John Graziano, svo alvarlega að hann hefur verið í dái síðan. Hann er talinn hafa hlotið mikinn heilaskaða, en er nú loks farinn að sýna merki um fram- farir. Graziano er þó enn tengdur öndunarvél. Litla-Britney er ekki eina stjarnan sem tilkynnti óléttu sína í vikunni, því einnig var staðfest að breska söng- konan Lily Allen ætti von á barni með kær- asta sínum, Ed Simons. Þau hafa verið saman síðan í september, og þó að óléttan hafi komið á óvart hefur Lily að minnsta kosti sex ára forskot á hina sextán ára gömlu Jamie Lynn Spears. Söngfuglinn Josh Groban hefur heldur betur sett mark sitt á sölu- lista vestanhafs á síðustu vikum. Jólaplata hans, Noel, hefur verið í efsta sæti sölulistanna í fjórar vikur, en salan eykst bara viku frá viku. Í lok mán- aðarins getur hann því stært sig af söluhæstu jólaplötu allra tíma, og mögulega söluhæstu plötu árs- ins 2007. FRÉTTIR AF FÓLKI Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri í Goldfinger, hélt á dögunum mikla jólaveislu fyrir börn þeirra kvenna sem starfa hjá honum. Veislan var haldin á Fjörukránni. „Þarna mættu fimm jólasveinar og gáfu öllum krökkunum jólagjöf − nammi í poka og dót sem konan mín keypti. Við vorum að frá klukkan fimm og fram eftir kvöldi. Þetta eru 25 börn svo það var líf og fjör,“ segir Geiri en hann hefur haldið veislur sem þessar á hverju ári. Á jóladag leigir hann svo iðulega sal og heldur veislu fyrir „stelpurnar“ eins og hann segir sjálfur. Geiri er ekki óvanur því að halda veislur fyrir aðra um jólin. „Í gamla daga var ég alltaf á sjó og eyddi flestum jólum til sjós. Ég gifti mig ekki eða fór að eiga börn fyrr en 32 ára gamall. Hver einustu jól sem ég var í landi fór ég hins vegar niður í bæ, tók heila hæð á leigu í gistiheimilinu við Brautarholt 22, náði í alla útigangsmenn bæjarins, keypti hamborgarhrygg og 2-3 kassa af vodka og hélt mikla veislu.“ Í dag er Geiri orðinn fjölskyldufaðir og eyðir aðfangadegi með konu sinni, barni og tengda- mömmu sem kemur frá Eistlandi. „Tengdamamma er alltaf með annan fótinn hér enda á hún hér tvær dætur og þrjú barnabörn. Við verðum með hangikjöt í matinn. Ég er svo gamaldags og vil fá lyktina í húsið,“ segir Geiri og hlær. - sók Fimm jólasveinar hjá Geira Chris Daughtry, sem sló í gegn í American Idol, er maður ársins í bandaríska tónlistar- heiminum samkvæmt tónlistartímaritinu Billboard. Hljómsveit hans, Daughtry, seldi 3,2 milljónir eintaka af fyrstu plötu sinni sem gerði hana að þeirri söluhæstu á árinu. Í öðru sæti var hljómsveitin Akron sem seldi 2,7 milljón- ir af plötunni Kon- victed. Plata Fergie, The Dutch ess, seldist í 2,4 milljónum og tónlistin við myndina Hannah Montana seldist í 2,5 milljónum. Carrie Underwood, sigur- vegari American Idol 2005, varð fimmta með plötuna Some Hearts. Beyoncé átti smá- skífu ársins, Irreplac- able, og í öðru sæti var Rihanna með hið gríðarvinsæla lag Umbrella. Þær voru báðar tilefndar til Grammy-verðlaun- anna á dögunum fyrir plötur ársins. Bretarnir í The Pol- ice, sem komu aftur saman eftir langt hlé, áttu tón- leikaferð ársins. Námu aðsóknar- tekjur hennar um þrettán millj- örðum króna. Daughtry á toppnum CHRIS DAUGHTRY Daughtry var söluhæstur á árinu í Bandaríkjunum með sína fyrstu plötu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES GJAFMILDUR OG VEISLUGLAÐUR Geiri á Goldfinger heldur bæði veislur fyrir börn starfsstúlkna sinna og stelpurnar sjálfar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.