Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 97

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 97
FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 57 Jessica Simpson er sögð vonast til þess að koma leikkonuferlinum á réttan kjöl með leik í endurgerð myndarinnar Pretty Woman en það var eins og flestir vita Julia Roberts sem lék aðalhlutverkið á sínum tíma. „Hún er viss um að þessi mynd muni slá í gegn,“ lét heimildar- maður hafa eftir sér í samtali við OK! á dögunum. „Pabbi hennar hefur verið að segja öllum að Jessica muni verða hin næsta Julia.“ Söngkonan Christina Aguilera, sem er langt gengin með sitt fyrsta barn, er sögð hafa gengið frá því að hún muni fara í keisaraskurð 10. janúar næstkomandi. Þetta mun vera tilkomið af því að Christina vill forðast þann sársauka sem fylgir eðli- legri fæðingu í lengstu lög. Ónafngreind- ur vinur hennar hefur sagt að það gæti þó allt eins komið til þess að dagsetningin verði enn fyrr. Meira af Christinu því hún og eiginmaðurinn Jordan Bratman hafa nú þegar haldið eina veislu tilvonandi erfingjanum til heiðurs en ætla að bæta annarri við. Sú fyrri var haldin fyrr í mánuðinum en seinni veislan er einungis ætluð fyrir lokaðan hóp vina og fjölskyldu Christ- inu. Hjónakornin eru þegar búin að velja þrjú nöfn sem þeim finnst koma til greina á frum- burðinn; Jackson, Jake og Max. Í apríl síðastliðnum gengu þær sögur fjöllunum hærra í Hollywood að ungstirnið Lindsay Lohan væri lesbía. Sögurnar hafa nú farið á kreik á nýjan leik sökum þess að Lindsay og stelpa að nafni Courtenay Semel eru óaðskiljan- legar. Þær leiðast um allt og fóru nýverið í partí til leikkon- unnar Jeanette Longoria sem er samkynhneigð. Meira þurfti ekki til en talsmaður Lindsay neitar sögusögnunum og segir stöllurnar bara vinkonur. Courtenay er dóttir Terry Semel en sá er forstjóri Yahoo! og er forríkur. FRÉTTIR AF FÓLKI Franski körfuboltakappinn Tony Parker hefur höfðað mál gegn slúður síðunni X17online.com sem hélt því fram að hann hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni, Evu Long- oria, með frönsku fyrirsætunni Alexöndru Paressant. „Þetta gerðist aldrei. X17 hlýtur að hafa vitað að þetta væri vitleysa eða að minnsta kosti haft miklar efasemdir um hversu trúanlegur hinn meinti heimildarmaður var,“ segir í málsskjölunum. Þar kemur einnig fram að X17 hafi aldrei haft samband við Parker, Longoria eða fulltrúa þeirra áður en fréttin fór í loftið og neituðu stjórn- endur hennar jafnframt að taka hana til baka þrátt fyrir að hafa fengið að vita að hún væri ósönn. Parker, sem spilar með San Antonio Spurs í NBA-deildinni, fer fram á um 2,5 milljarða króna í skaða- bætur. Í fréttinni, sem birtist í síðustu viku, sagðist Paressant hafa átt í tveggja mánaða ástarsambandi við Parker. Hittust þau fyrst í brúð- kaupi Parker og Longoria í sumar eftir að fótboltakappinn Thierry Henry kynnti þau hvort fyrir öðru. Í málsskjölunum kemur fram að aldrei hafi verið haft samband við Henry vegna fréttarinnar og að Par- essant hafi ekki komið í brúðkaupið. Einnig segir þar að Parker hafi aldrei hitt Paressant. Parker og Longoria vísuðu frétt- inni á bug í síðustu viku og sögðu hjónabandið standa traustum fótum. „Ég elska konuna mína,“ sagði Parker í yfirlýsingu sinni. „Hún er það besta í mínu lífi og ég hef aldrei verið hamingjusamari.“ Longoria, sem leikur í Desperate Housewives, var á sama máli. „Tony er hinn full- komni eiginmaður.“ Höfðar mál gegn slúðursíðu PARKER OG LONGORIA Hjónabandið stendur traustum fótum og þau hafa aldrei verið hamingjusamari. Ekkja Ikes Turner, Jeanette, segist vona að Tina Turner, fyrrverandi eiginkona hans, geti fyrirgefið honum. Tónlistar maðurinn lést á heimili sínu í Kaliforníu í síðustu viku, þá 76 ára að aldri. Tina og Ike voru gift í átján ár en skildu árið 1978. Talsmaður Tinu sagði í síðustu viku að þau hefðu ekki talast við í marga áratugi. Fram kemur í ævisögu Tinu Turner að Ike beitti hana líkamlegu ofbeldi á meðan á sambandinu stóð, en hún hefur ekki viljað tjá sig neitt um fráfall tónlistarmannsins. Ekkja Ikes, Jeanette Turner, vonast hins vegar til að Tina geti fyrirgefið honum. „Ég veit að hún var særð. En það er til dálítið sem kallast fyrirgefning, og ég veit að Ike fyrirgaf sjálfum sér, sem er mjög erfitt að gera,“ segir Jeanette. Vill fyrirgefningu IKE OG TINA TURNER Ekkja Ikes Turner vill að Tina Turner fyrirgefi honum ofbeldið sem hann beitti hana á meðan þau voru gift. Þau skildu árið 1976. © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 Mjúkur pakki Opið til 22:00 Þorláksmessa 12:00-18:00 www.IKEA.is 1.490,- KLAPPAR FLODHÄST mjúkdýr L65 cm 1.490,- BARNSLIG FLODHÄST mjúkdýr L75 cm 790,- BARNSLIG KROKODIL mjúkdýr L75 cm 790,- KLAPPAR KROKODIL mjúkdýr 895,- KLAPPAR SKALBAGGE mjúkdýr 895,- KORALL HAJ mjúkdýr L62 cm 495,- MINNEN DRAKE mjúkdýr L190 cm 995,- 1.790,- KLAPPAR ELEFANT mjúkdýr L60 cm 895,- KLAPPAR BÄVER mjúkdýr 895,- KLAPPAR RÄV mjúkdýr 2 stk.1.290,- KLAPPAR ISBJÖRN mjúkdýr L60 cm 695,- KLAPPAR PANDA mjúkdýr L32 cm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.