Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 98

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 98
 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Sometime er hljómsveit sem hefur oft skemmt mér á tónleikum sínum. Aðalhugsuðir sveitarinnar, Danni trommari (oft kenndur við Maus) og Diva de la Rosa, ljóma þar yfirleitt af gleði og sjarminn frá þeim bræðir flest allt sem á vegi þess verður. Því miður er þessu ekki eins farið á frumburði sveitarinnar. Supercalifragilisticexpialidoci- ous heitir gripurinn og nær ekki að standast væntingar. Platan byrjar reyndar vel. Lögin Heart of Spades og Catch Me If You Can eru vel áheyranleg, ná ágætri hæð sem endurspeglast helst í flottu bíti og ágætlega grípandi laglínu. Eftir því sem á líður fjarar hins vegar verulega undan plötunni. Lagasmíðarnar verða þreyttar og útsetningar hugmyndasnauðar. Þegar verst lætur hljómar Sometime eins og léleg Bjarkar- eftir herma sem er að reyna að herma eftir Portishead (til dæmis í lögunum Take a Ride og In Shad- ows). Nokkrar tilraunir til þess að brjóta upp plötuna (íslenski text- inn í Færi fjöllin og óperuröddin í Signals in the Sky svo eitthvað sé nefnt) eru líka frekar klisjukennd- ar og mislukkaðar. Helst nær franska lagið Samedi að koma með ferskt innslag. Sometime nær samt sem áður oft að snara fram úr erminni nýtískulegu stuðpoppi enda hef ég nú þegar nefnt nokkur lög sem mér þykir prýðisgóð. Blanda nýbylgju- legra tóna við gamaldagsrödd Rósu fer oft ágætlega saman og er Dreams in Reality besta sönnun þess. Rósa hefur sérstakan og áhugaverðan stíl en stundum nær hún ekki alveg að valda honum, sérstaklega í háu tónunum. Nú hef ég nefnt fleiri lög af plöt- unni sem mér þykir góð en þau sem mér þykir slæm. Samt sem áður fær platan ekki fleiri en tvær stjörnur. Ástæðan er sú að meiri- hluti plötunnar er einfaldlega ekki nægilega góður. Hann skortir allan þann sannfæringarkraft sem hefur birst manni á tónleikum sveitarinnar. Í staðinn fyrir að boðskapur plötunnar sé að koma sér í stuðfíling er hann meira í átt- ina að: „Hey stelpur, kíkjum út í Kronkron og skoðum flotta kjóla.” Fyrir mér er hið fyrrnefnda atriði eftirsóknarverðara. Steinþór Helgi Arnsteinsson Færir engin fjöll TÓNLIST Supercalifragilisticexpiali- docious Sometime ★★ Ekki sannfærandi skífa þó svo að nýbylgjupoppið geti alveg fengið mann til þess að hreyfa mjaðmirnar. Farsinn í kringum forræðis- mál Britney Spears og Kevins Federline heldur áfram. Britney vill nú að synir þeirra gangist undir eiturlyfjapróf. Kevin Federline hefur gagnrýnt fyrrverandi eiginkonu sína, Britn- ey Spears, harðlega fyrir uppeldi hennar á drengjum þeirra tveim- ur, Jayden James og Sean Preston. Á meðal þess sem hann hefur sett út á er að söngkonan gefi þeim ótæpilega mikið af ruslfæði og sykruðum drykkjum. Nú hefur Britney hins vegar snúið vörn í sókn, ef svo má segja, og vill að drengirnir gangist undir eitur- lyfjapróf. Hún hefur Federline grunaðan um að reykja maríjúana í návist þeirra, sem margir myndu telja töluvert hættulegra efni en sykur. „Britney heldur að Kevin hafi reykt hass í kringum drengina,“ segir vinur söngkonunnar. „Hún segir að hún finni lyktina af því í hári og fötum drengjanna þegar hún umgengst þá,“ segir vinurinn. Britney ku vera svo reið yfir þessu að hún er ákveðin í því að drengirnir, sem eru eins og tveggja ára gamlir, gangist undir eitur- lyfjapróf. „Hún hefur spurt eftirlitsmann- inn [sem fylgist með fundum henn- ar og sonanna] og lögfræðinga sína hvort þeir geti sannað að börnin hafi verið í umhverfi þar sem eit- urlyfja hefur verið neytt,“ segir heimildarmaður blaðsins Life & Style. Britney fékk þær upplýsing- ar að hægt væri að klippa hárlokk af höfði þeirra, skömmu eftir að þeir koma frá Kevin, og láta greina lokkana á rannsóknarstofu. Sérfræðingurinn Marty Brenner segir í viðtali við blaðið að gerlegt sé að framkvæma slík próf á hári. Það þurfi að fara fram innan tveggja daga eftir að einstaklingurinn komst í snertingu við eitur efnin. Hann segir að hassreykur myndi sjást á prófunum og að niður stöður komi yfirleitt eftir örfáa daga. Ef svo fer að prófin verði jákvæð gæti það orðið til þess að forræði Federline yfir drengjunum yrði endurskoðað. Synir Britney í eiturlyfjapróf Paul Ian Adalsteinsson Strachan voru í gær birtar ákærur í máli sínu. Ian, sem á íslenskan föður, er grunaður um að hafa ásamt félaga sínum ætlað að kúga fé út úr einum úr bresku konungsfjölskyld- unni vegna myndbanda sem hann er sagður hafa undir höndum. Myndböndin hafa verið sögð sýna notkun eiturlyfja og samkynhneigða hegðun hjá þessum meðlimi konungsfjölskyldunnar. Ian kom ekki sjálfur fyrir dómara í Old Bailey heldur var sýndur á mynd- bandi, klæddur í venjuleg föt. Hann lýsti yfir sakleysi sínu við dómarann en verður þó áfram í varðhaldi til 14. apríl þegar réttar- höldin hefjast. Ian hefur setið í varðhaldi í Belmarsh-fangelsinu síðan hann var handtekinn á hóteli í London hinn 11. september í umfangsmiklum lögregluað- gerðum. Breskir fjölmiðlar mega ekki greina frá nafni fórnarlambsins en almennt er talið að þetta sé David Lynley, stjórnarformaður Christie‘s uppboðsfyrirtækisins og sonur Margrétar, systur Elísabetar drottningar. Á MySpace-síðu Ians kemur fram að vörn hans byggist á því að hann hafi ætlað að sýna hinum aðalsborna að það væri leki innan starfsliðs hans og að þeir félagar hafi borið hag konungsfjöl- skyldunnar fyrir brjósti. Samkvæmt vefmiðlum ætluðu félagarnir að reyna að hafa upp úr krafsinu fimmtíu þúsund pund, sem samsvara rúmlega sex milljónum íslenskra króna. Ef þeir verða fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm. - fgg Krúnukúgari segist saklaus IAN Virtist afslappaður þegar mál hans var tekið fyrir í Old Bailey og sagðist vera saklaus. Réttar- höld hefjast 14. apríl. SYNIRNIR Í EITURLYFJAPRÓF Britney Spears hefur fyrrum eiginmann sinn grunaðan um að reykja hass í kringum syni þeirra. Hér sést hún með Sean Preston, eldri son sinn, á mjöðminni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.