Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 104

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 104
64 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir er komin í undanúrslit alþjóðlega badmintonmótsins Hellas Victor International sem er í fullum gangi í Grikklandi. Ragna sigraði þýsku stúlkuna Karin Schnaase í átta manna úrslitunum, 21-10 og 21-13 en hún vann einnig þýska stúlku í 16 manna úrslitunum. „Þetta var frekar öruggt allan tímann. Ég vann fyrstu lotuna létt og var alveg með þetta allan tím- ann,“ segir Ragna sem mætir Nhung Le frá Víetnam í undanúr- slitunum í dag. Nhung Le er númer 93 á heims- listanum. Nhung Le varð meðal annars í 2. sæti á sterku móti í Nýja-Sjálandi síðasta sumar en á sama móti beið Ragna lægri hlut í átta manna úrslitum. „Þessi stelpa er líka að reyna að komast á ólympíuleikana, hún er á svipuðum aldri og ég og er búin að spila á svipuðum mótum og ég. Ég hef séð til hennar en aldrei spilað við hana. Ég held að við séum svip- aðar og það verður bara spurning um hvor spilar betur. Ég ætla að spila minn leik,“ segir Ragna, sem segir aðstæðurnar í Grikklandi ekki auðvelda sér fyrir. „Það er mjög erfitt að spila hér því það eru hvítir veggir í allri höllinni og svo eru gluggar á öllum veggjum þar sem sólin skín inn. Þjálfarinn minn sagði við mig meira í gríni en alvöru að passa mig á að sólbrenna ekki,“ sagði Ragna, sem lendir í ýmsum aðstæðum. Ragna er staðráðin í að komast í sinn þriðja úrslitaleik á tímabil- inu, en hún hefur þegar unnið tvö mót á tímabilinu til þessa. „Við erum allar orðnar þreyttar því við höfum verið að spila mikið og allar á þessum sömu mótum. Nú er bara spurning hver kemst lengst á hörkunni,“ segir Ragna og telur að andlega hliðin geti ráðið miklu um hvernig henni gengur gegn Nhung Le í undanúrslitunum í dag. - óój Ragna Ingólfsdóttir hefur leikið vel og er komin í undanúrslit alþjóðlega badmintonmótsins í Grikklandi: Þetta var frekar öruggt allan tímann ÆTLAR ALLA LEIÐ Ragna Ingólfsdóttir mætir stelpu frá Víetnam í undanúrslit- unum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR FÓTBOLTI Dómararnir Kristinn Jakobsson og Gunnar Gylfason virðast vera komnir í hár saman því aðstoðardómarinn Gunnar sá sig knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla Kristins í fjölmiðl- um um vítið umdeilda sem hann dæmdi í leik Everton og Zenit St. Petersburg á dögunum. Kristinn hefur alla tíð haldið því fram að víta- spyrnudómurinn hafi verið sameiginleg ákvörðun hans og Gunnars. Kristinn sagði reyndar við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að vítaspyrnudómurinn hefði verið ákvörðun Gunnars og hann hefði „þurft að elta Gunnar“ þar sem þeir væru teymi. Sjónvarpsmyndir sýndu að dómurinn var kolrangur en Kristinn gaf manninum sem hann taldi hafa handleikið knöttinn þess utan rauða spjaldið. Tel mig knúinn til þess að leiðrétta misskilninginn Yfirlýsing Gunnars hljómar svo: „Samkvæmt reglum UEFA er dómur- um óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember sl. Á 30. mínútu leiks- ins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um horn- spyrnu. Virðingarfyllst, Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardóm- ari“. Gunnar segir sem sagt að þessi afdrifaríka ákvörðun Kristins hafi ekkert með sig að gera og öll ummæli um annað séu ekki sönn. Gunnar vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Fréttablaðið enda mætti hann það ekki líkt og stendur í reglunum. Í ljósi aðstæðna hafi hann aftur á móti séð sig knúinn til þess líkt og stendur í yfirlýsing- unni. Kristinn Jakobsson vildi ekkert tjá sig um yfirlýsingu Gunnars við Fréttablaðið. Hann var þá nýbúinn að sjá hana og vildi fara yfir málin áður en hann gæfi eitthvað frá sér um málið. - hbg Gunnar Gylfason aðstoðardómari sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar: Vítaspyrnudómurinn var ákvörðun Krist- ins en Gunnar gaf merki um hornspyrnu GUNNAR OG KRISTINN Eru komnir í hár saman vegna vítaspyrnu- dómsins á Goodison Park en Gunnar segir að Kristinn fari með ósannindi er hann segir að vítaspyrnudómurinn hafi verið sinn. Hann hafi eingöngu gefið merki um hornspyrnu en Kristinn hafi dæmt vítið. HANDBOLTI Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, hefur leitað liðsinnis lögfræðings og er búinn að kæra bannið sem aganefnd HSÍ dæmdi hann í um daginn. Það bann er til 1. febrúar og er um að ræða þyngsta dóm sem þjálfari eða leikmaður hefur feng- ið vegna ummæla í fjölmiðlum. „Ég er búinn að áfrýja dómn- um,“ sagði Aðalsteinn við Frétta- blaðið í gær en lögfræðingur Aðal- steins telur að hægt sé að áfrýja dómnum þó að reglur aganefndar segi að ekki sé hægt að áfrýja dómum sem séu styttri en sex mán- uðir. Dómstóll HSÍ tók málið fyrir í gær og er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir nokkra daga. „Ég lagði inn kæru á mörgum forsendum. Meðal annars vegna þess að mér var ekki gefinn kostur á að verja mig fyrir aganefnd, gögn sem aganefnd tekur fyrir eru sér- valin, aganefndin fer út fyrir sínar lagaheimildir varðandi lengd bannsins og svona mætti áfram telja,“ sagði Aðalsteinn sem mun ekki gefast upp fyrr en í fulla hnef- ana. „Ég fer með þetta alla leið. Þess má geta að Anja Andersen var sett í bann á sínum tíma í Danmörku fyrir að draga lið sitt af velli. Hún fór með mál sitt fyrir danska dóm- stóla og okkar réttarkerfi byggist meira og minna á dönskum dóm- stólum. Hún vann það mál þannig að ég er sannfærður um að þetta er lögleysa,“ sagði Aðalsteinn. „Ef ég fæ ekki ásættanlega niður- stöðu hjá dómstólum HSÍ mun ég athuga hvort ég geti farið með málið fyrir ÍSÍ. Ef það dugar ekki til fer ég með málið fyrir héraðs- dóm og þaðan í Hæstarétt ef á þarf að halda. Það er engin spurning að ég fer með þetta mál alla leið enda vegur bannið að mínum starfsrétti, það er búið að vega að mínum almennu mannréttindum og mér er gefið að sök að hafa kannski brotið íslensk hegningarlög og ég veit ekki til þess að aganefnd HSÍ geti tekið sér það vald að úrskurða um það. Minn lögfræðingur mun fylgja þessu máli eftir,“ sagði Aðalsteinn ákveð- inn. henry@frettabladid.is Málið fer fyrir Hæsta- rétt ef á þarf að halda Engan bilbug er að finna á Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörn- unnar, þrátt fyrir langt bann vegna ummæla í fjölmiðlum. Hann er búinn að kæra niðurstöðuna og ætlar með málið eins langt og hann getur. ÓSÁTTUR Aðalsteinn Eyjólfsson er ekki til í að una hinu langa banni sem hann fékk á dögunum og ætlar alla leið með málið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR FÓTBOLTI Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að Fabio Capello, nýráðinn þjálfari Englands, taki við liðinu á besta tíma. „Liðið getur ekki fallið lægra, þetta er lægsti stallur sem liðið hefur verið á frá upphafi, þannig að leiðin liggur alltaf upp á við. Ég er reyndar einnig á þeirri skoðun, sama hvað aðrir segja, að núverandi leikmannahópur sé sá sterkasti síðan árið 1970,“ sagði Redknapp í viðtali við Sky. - óþ Harry Redknapp, Portsmouth: Gengi Englands versnar varla BJARTSÝNN Redknapp telur að gengi Englands geti varla versnað og leiðin liggi alltaf upp á við. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Robbie Keane, fram- herji Tottenham, skilur ekkert í Sol Campbell, varnarmanni Ports mouth, að vera að kvarta yfir munnsöfnuði áhorfenda í ensku úrvalsdeildinni. Campbell gerði þá kröfu á dögunum að enska knattspyrnusambandið tæki í taumana og verja leik- menn betur fyrir munnlegu ofbeldi á leikjum. „Það hafa allir leikmenn lent í því að vera kallaðir öllum illum nöfnum, en menn geta ekki verið að taka þetta inn á sig. Áhorfend- ur segja einhverja hluti í hita leiksins sem þeir meina ekkert með og ef krakkar eru ekki nálægt þá sé ég ekkert að því að menn blóti aðeins og ég hika ekki við að svara þeim fullum hálsi ef mér sýnist svo. Þetta er hluti af leiknum,“ sagði Keane í samtali í útvarpsþætti á BBC 5 Live. - óþ Robbie Keane, Tottenham: Munnsöfnuður hluti leiksins SVARAR FULLUM HÁLSI Keane hikar ekki við að svara áhorfendum sem kalla hann illum nöfnum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hinn 29 ára gamli Tomas Ujfalusi, varnarmaður Fiorentina og landsliðs Tékklands, er meðal annars undir smásjá Liverpool og Tottenham samkvæmt Dalibor Lacina, umboðsmanni leikmanns- ins. „Samningur Tomasar rennur út næsta sumar og hann er á báðum áttum hvort hann eigi að skrifa undir nýjan samning við Fiorent- ina eða fara á frjálsri sölu. Það eru mörg lið búin að spyrjast fyrir um hann og ensku liðin Liverpool og Tottenham eru tvö af þeim, en það eru líka lið á Ítalíu og Spáni sem eru að fylgjast með gangi mála,“ sagði Lacina í viðtali við Sport. - óþ Tomas Ujfalusi, Fiorentina: Eftirsóttur af enskum liðum EFTIRSÓTTUR Bæði Liverpool og Totten- ham hafa spurst fyrir um varnarmann- inn Tomas Ujfalusi undanfarið. NORDIC PHOTOS/GETTY Evrópukeppni félagsliða: A-riðill: AZ Alkmaar-Everton 2-3 0-1 Andy Johnson (2.), 1-1 Graziano Pellé (16.). 1-2 Phil Jagielka (43.). 2-2 Kew Jaliens (65.), 2-3 James Vaughan (79.). Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar en Bjarni Þór Viðarsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu fyrir Everton. Larissa-Nürnberg 1-3 1-0 Josef Kozlej (11.), 1-1 Ivan Saenko (45.), 1-2 Marek Mintal (56.), 1-3 Angelos Charisteas (73.). B-riðill: Atletico Madrid-Panathinaikos 2-1 0-1 Dimitrios Salpingidas (34.), 1-1 Luís Garcia (74.), 2-1 Simao (90.). Aberdeen-Kobenhavn 4-0 1-0 James Smith (47.), 2-0 James Smith (55.), 3-0 sjálfsmark (71.), 4-0 Richard Foster (82.). C-riðill: AEK-Villarreal 1-2 0-1 Rio Mavuba (40.), 1-1 Rivaldo (68.), 1-2 Jon Dahl Tomasson (69.). Fiorentina-Mladá Boleslav 2-1 1-0 Adrian Mutu (44.), 1-1 Jan Rajnoch (60.), 2-1 Christian Vieri (67.). D-riðill: Hamburg-Basel 1-1 0-1 Ivan Ergic (58.), 1-1 Ivica Olic (73.). Rennes-Dinamo Zagreb 1-1 0-1 Ogjen Vukoevic(56.), 1-1 Stephan Mbia(88.). Ítalska bikarkeppnin: AC Milan-Catania 1-2 0-1 Gionatha Spinesi (19.), 0-2 Giuseppe Mascara (27.), 1-2 D. Paloschi ÚRSLITIN Í GÆR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.