Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 2
2 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslustöð Árbæjar hefur sent hundruðum skjólstæðinga bréf þar sem þeim er tilkynnt að þeim sé sagt upp þjónustu. Ástæðan er sögð sú að heimilislæknir þeirra sé hættur störfum á stöðinni og þar sem skjólstæðingarnir umræddu eigi lögheimili utan þjónustusvæðis stöðvarinnar í Árbæ sé þeim sagt upp nú. Uppsögnin taki gildi 1. mars næstkomandi. Þetta á ein- ungis við það utansvæðisfólk sem var með umræddan heimilislækni. Skjólstæðingar sem fengið hafa uppsagnarbréf segja farir sínar ekki sléttar í samtölum við Frétta- blaðið. Þeir hafi reynt að fá heim- ilislækni innan sinna þjónustu- svæða en enginn sé laus. „Mér finnst það ljótt af stjórn- völdum að setja okkur lækna í þessi spor,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ. Hann kveðst hafa verið nauðbeygður til að grípa til þessa „óyndisúrræðis“ þegar einn læknanna á stöðinni færði sig annað. Hann útskýrir að vegna þess, svo og annarra aðstæðna, hafi þurft að grípa til þess að senda ein 400 uppsagnarbréf til skjólstæð- inga. Ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um fjölda þeirra sem sagt hefur verið upp, því börn hafi ekki fengið bréf, auk þess sem einhverjir geti verið fluttir inn á svæðið aftur. Þeir síðast- nefndu séu beðnir um að hafa sam- band við heilsugæslustöðina til að færa hlutina aftur í rétt horf. „Við höfum verið í miklum vand- ræðum undanfarin misseri uppi í Árbæ, því það er svo stríður straumur af fólki sem flyst inn á okkar svæði, bæði í Norðlingaholt og Grafarholt,“ bætir Gunnar Ingi við. „Þegar umræddur læknir fer annað er ráðningarbann í heilsu- gæslustöðinni. Staðan er 500 millj- ónir króna í mínus í rekstri, lækn- ar alltof fáir og allt í hönk. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að segja upp fólki þótt það flytji í burtu og mér finnst það fráleitt. En staðan er einfaldlega svona.“ Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, segir í tilvikum af þessu tagi um að ræða vinnureglu sem farið sé eftir. „Ef fólk er á svæðum þar sem það hefur ekki greiðan aðgang að heilsugæslustöð eða telur sig hafa aðrar ástæður til að hverfa ekki frá þessari stöð, þá getur það borið sig upp við yfirlækni hennar eða við okkur hér.“ jss@frettabladid.is Mér finnst það ljótt af stjórnvöldum að setja okkur lækna í þessi spor. GUNNAR INGI GUNNARSSON YFIRLÆKNIR HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR- INNAR Í ÁRBÆ. Björn, eruð þið að leita hófanna? „Já, við leitum örugglega að þeim meðal annars.“ Umfangsmikil leit er gerð að fjórum hrossum í Langanesbyggð sem hafa verið týnd síðan á þrettándanum. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Langanes- byggðar. STJÓRNMÁL Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra telur að sparnaður heimila vegna afnáms seðilgjalda verði á bilinu 20 til 50 þúsund krónur á ári. Formleg vinna við afnám seðil- gjalda hófst í gær þegar fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Sam- taka verslunar og þjónustu fund- uðu með ráðherra um útfærslu verkefnisins. Björgvin segir báða aðila hafa tekið vel í áformin og bindur vonir við að afnám seðilgjalda geti gengið hratt fyrir sig. Í viðskiptaráðuneytinu er einnig unnið að framkvæmd til- lögu um að meina bönkum að krefjast uppgreiðslugjalda á lánum með breytilegum vöxtum. Lagabreytingu þarf til og vonast ráðherra til að frumvarp þar að lútandi verði tilbúið á næstu vikum. Jafnframt er unnið að útfærslu á þeim vilja ráðherra að samningsbinda kostnað vegna yfirdráttar og að hann skuli vera í eðlilegum takti við upphæð yfirdráttarins. Björgvin er sannfærður um að breytingarnar verði neytendum og bönkum til hagsbóta enda beggja hagur að heimildir fjár- málafyrirtækja til gjaldtöku séu skýrar. - bþs Viðskiptaráðherra telur afnám seðilgjalda skipta máli í heimilisbókhaldinu: Getur sparað 20 til 50 þúsund á ári BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Formleg vinna við afnám seðilgjalda hófst í gær. Kjúklingur í karrý 0,5 ltr. Egils gos fylgir með 749 kr. Réttur dagsins ALÞINGI Þingmenn úr öllum flokkum lýstu sig í gær fylgjandi þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi mannréttinda- brot og hvetji bandarísk yfirvöld til að loka fangabúðunum í Guantanamo. Katrín Jakobsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en samflutningsmenn eru aðrir þingmenn VG. Katrín er í fæðingarorlofi og tók því ekki þátt í umræðunum sem, ólíkt því sem gjarnan er, voru án deilna og gagnrýni. T illagan fer í nefnd áður en hún verður tekin til síðari umræðu. - bþs Þverpólitísk samstaða á þingi: Allir vilja loka Guantanamo Heilsugæslan lokar á hundruð skjólstæðinga Heilsugæslustöðin í Árbæ hefur sagt hundruðum skjólstæðinga upp þjónustu. Læknir hætti þar og skjólstæðingar hans eru búsettir á öðrum þjónustusvæð- um. Ráðningarbann og skuldahalinn um 500 milljónir, segir yfirlæknir. GUNNAR INGI GUNNARSSON HEILSUGÆSLAN Í ÁRBÆ Stöðin ræður ekki við að þjóna hverfinu, að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins. Hann segir uppsagnargjörninginn ekki stangast á við lög um heilbrigðisþjónustu. NOREGUR, AP Stjórn og stjórnarand- staða í Noregi hafa komist að málamiðlun um stefnu landsins í loftslagsmálum. Markið er sett á að Noregur verði „kolefnis-hlutlaust“ hagkerfi fyrir árið 2030. Áður höfðu stjórnarflokkarnir – Verkamannaflokkurinn, Miðflokk- urinn og Sósíalíski vinstriflokkur- inn – sett sér stefnu án stuðnings stjórnarandstöðunnar. Stjórnin sóttist hins vegar eftir þverpólit- ískri samstöðu um stefnuna til að tryggja langtímastöðugleika hennar. Lykillinn að því að ná markmið- inu um „kolefnishlutleysi“ svo fljótt er að olíuþjóðin Noregur ger- ist stórtæk í að kaupa losunarkvóta frá þróunarlöndum. - aa Loftslagsmál í Noregi: Sátt um stefnu VIÐSKIPTI Nokkurs taugatitrings gætti á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum í gær, ekki síst eftir dýfu á þriðjudag þegar bandaríski risabankinn Citigroup skilaði inn versta uppgjöri í næstum 200 hundruð ára sögu hans. Fjárfestar og markaðsaðilar binda vonir við að þegar öll uppgjör hafa skilað sér í hús muni skýrari mynd fást af afleiðingum undirmálslánakreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjár- málafyrirtækja frá miðju síðasta ári. Muni það svo auka tiltrú fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn að nýju. - jab / sjá síðu 24 Uppgjörshrinan hafin: Fjárfestar bíða góðra fregna KAUPHALLARMENN RÝNA Í TÖLURNAR Fjárfestar óttast að samdráttur verði í Bandaríkjunum á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MANNLÍF „Snjóhúsin og snjókarl- arnir sem við Íslendingar gerum með hefðbundnum hætti eru alveg ágætir en þetta slær öllu við,“ segir Nanna Úlfsdótt- ir sem býr við Njálsgötu. Í gær bar þar að líta risastóran og fallegan snjóhest, sem minnti einna helst á veru úr Múmín- dalnum. „Við gætum greinilega lært margt af þessum lettnesku listamönnum sem gerðu þetta,“ bætir hún við. „Eins og veðrið er núna þá ætti bara að senda nemendur Listaháskólans á stúfana og leyfa þeim að finna sköpunar- gáfunni farveg í snjónum sem hentar afar vel til skúlptúr- gerðar þessa dagana,“ segir hún að lokum. - jse Lettneskir listamenn láta á sér kræla í snjóþunganum: Risasnjóhestur á Njálsgötu HOTT, HOTT Á SNJÓHESTI Íbúar á Njálsgötu voru himinlifandi þegar þeir sáu hestinn í grenndinni og hrifningin var ekki minni hjá yngra fólkinu sem gat ekki á sér setið og brá sér á bak hestinum. Fremst í flokki fór Guðrún Ásgeirsdóttir en þær Sæunn Aradóttir og Freyja Jónsdóttir sátu fyrir aftan hana. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN VIÐSKIPTI Þórdís Sigurðardóttir, formaður stjórnar Dagsbrun Media, segir Baug og aðra upphaflega fjárfesta í Nyhedsa- visen munu fá fé sitt til baka. Þeir hafi alls ekki tapað milljörðum króna á blaðaút- gáfunni í Danmörku. „Við vissum í upphafi að þetta yrði fjárfrekt verkefni en höfum alltaf trúað að þeir peningar skili sér til baka. Og í dag erum við sannfærð um að það markmið náist á næstu mánuðum,“ segir hún. Morten Lund, sem kom með nýtt hlutafé inn í Nyhedsavisen og á nú 51 prósent í blaðinu, skrifar á bloggsíðu sinni um kaupin á Nyhedsavisen. Kveðst hann vera afar heppinn maður. - gar Dagsbrun Media: Töpum ekki á Nyhedsavisen ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Tveir menn á fimmtugsaldri voru handteknir á Þingeyri í gærmorgun eftir að lögreglan hafði fundið rúmlega 50 grömm af hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu í heimahúsi. Þeir játuðu fyrir að hafa átt efnin en sögðu þau ekki vera til sölu eða dreifingar. Þeim hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglan á Vestfjörðum naut aðstoðar lögreglumanns og fíkniefnaleitarhunds frá hunda- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu við húsleitina sem gerð var eftir að ábendingar fengust um fíkniefnamisferli mannanna beggja. - jse Fíkniefni fundust í heimahúsi: Handtóku tvo karla á Þingeyri SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.