Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 48
BLS. 12 | sirkus | 18. JANÚAR 2008 Sirkusstjórinn stundar næturlífið af miklu kappi þessa dagana enda fátt annað að gera í kuldanum og skammdeginu en að lyfta sér upp með örlítilli brjóstbirtu og barferðum. Á föstudagskvöldið var leikkonan Þóra Karitas Árnadóttir með öllu genginu úr sýningunni Fool 4 love á Boston. Þar var líka Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikkona sem fer með aðalhlutverk Pressunnar en hún getur heldur betur fagnað góðu gengi þáttarins sem virðist njóta mikilla vinsælda. Leikararnir Stefán Hallur Stefánsson og Viktor Már Bjarnason voru áberandi á Ölstofunni þetta sama kvöld og Baggalúts- bróðirinn Karl Sigurðsson lék þar við hvurn sinn fingur. Hinn eini sanni Manni, Einar Örn Einarsson, var þar líka, þó án félaga síns Garðars Thors Cortes. Á laugardagskvöldið virtist vera það sama upp á teningnum eins og föstudagskvöldið en leikarar og kvikmyndagerðarfólk virtust vera í öðru hverju horni. Ragnar Bragason leikstjóri var á Boston ásamt eiginkonu sinni, Helgu Rós Hannam búningahönnuði, og nutu þau félagsskapar leiklistarnemanna Lilju Nóttar Þorsteinsdóttur og Vigdísar Másdóttur. Jörundur Ragnarsson, leikarinn góðþekki úr Næturvaktinni, leit þar sömuleiðis við ásamt kærustu sinni, Dóru Jóhannsdóttur leikkonu. Þar var líka leikstjórinn Baltasar Kormákur. Ölstofan var full af fólki þetta sama kvöld þar sem listamenn og blaðamenn drukku frá sér kulda og hroll. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmað- ur, lét sig ekki vanta og var í miklu stuði sem og sjálfur Megas sem stóð við barinn reffilegur og hress. Þar var einnig spjátrungurinn Skjöldur sem stóð vaktina á sinni eigin Ölstofu og ræddi málin við gesti og gangandi. Sirkusstjórinn hefði vel getað dvalið lengur við á Ölstofunni en skynsemin tók öll völd og haldið var heim á leið eftir mjög skemmtilegt og hressandi kvöld. ■ Hverjir voru hvar? AFMÆLISBARN KVÖLDSINS María Guðrún Rúnarsdóttir var ævintýralega fögur með rauða spöng eftir Thelmu í hárinu. GLÆSILEGAR Birta Ísólfsdóttir og Laufey Lúðvíksdóttir, nemar í fatahönnun, voru flottar. AFMÆLISGLEÐI Myrra Rós Þrastardóttir, Katla Maríudóttir og Anna Rakel Róbertsdóttir voru í miklu stuði. BROSTU SÍNU BLÍÐASTA Björgvin Óli Friðgeirsson og Katla Rós Völudóttir nemar í grafískri hönnun. BRUGÐIÐ Á LEIK Guðmundur Vestmann og Benjamín Mark Stacey nemi í grafískri hönnun sýndi í sér tennurnar. GLANSANDI GLAMÚR Ýr Þrastardóttir nemi í fatahönnun og Ásgrímur Már fatahönnuður tóku sig vel út í bronslituðum buxum. Litrík afmælisgleði á Prikinu FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A UÐ UN N Það var margt um manninn á Prikinu á föstudagskvöldið en þar hélt María Guðrún Rúnarsdóttir, nemi á fyrsta ári í grafískri hönnun í Listaháskólanum, upp á afmælið sitt. María ákvað að taka afmælis- haldið með trompi þetta árið og bauð öllum fyrsta árs nemum í hönnunardeild listaháskól- ans í afmælið sitt. Kvikmyndin Brúðguminn í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd á miðvikudagskvöld í Háskólabíói við góðar undirtektir. Myndin byggir á leikverkinu Ivanov eftir Tsjekov en leikverkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um jólin af sama leikhópi og kemur fram í myndinni. Leikstjórinn Baltasar Kormákur og leikarinn Ólafur Egill Egilsson unnu handritið út frá leikverkinu. Það var margt um manninn á frumsýningunni og eftirvænting frumsýningar- gesta leyndi sér ekki en fyrir frumsýninguna var móttaka í Háskólabíói. ■ Brúðguminn frumsýndur Frumsýningargestir flykktust í Háskólabíó BROSMILD Bakari Íslands, Jói Fel, og eiginkona hans, Unnur Gunnarsdóttir, ljómuðu enda sólbrún og sæl. EFTIRVÆNTINGIN LÁ Í LOFTINU Guðrún Sesselja Arnardóttir og Bergljót Rist brostu út að eyrum. FLOTTIR Ragnar Davíð Baldvinsson og Stjörnu- leikarinn Kjartan Guðjónsson voru reffilegir. RÁÐHERRANN OG FRÚIN Ágústa Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Í BLÍÐU OG STRÍÐU Batasar Kormákur og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, eru samhent hjón, en Lilja er meðframleiðandi Brúðgumans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.