Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 22
22 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 584 5.515 +1,14% Velta: 4.096 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,10 +0,44% ... Bakkavör 53,00 +1,92% ... Eimskipafélagið 31,10 -1,43% ... Exista 14,70 +0,00% ... FL Group 10,85 +3,33% ... Glitnir 20,10 +0,25% ... Ice- landair 27,35 +0,37% ... Kaupþing 748,00 +1,63% ... Landsbankinn 32,10 +1,58% ... Marel 100,00 +0,00% ... SPRON 7,45 -1,85% ... Straumur-Burðarás 13,39 +0,98% ... Össur 96,10 +1,69% ... Teymi 5,90 +2,08% MESTA HÆKKUN FL GROUP 3,33% TEYMI 2,08% BAKKAVÖR 1,92% MESTA LÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS 4,22% FLAGA 3,57% EIK BANKI 3,09% Stormsveit í furstadæmunum Stór hópur Íslendinga undirbýr sig nú fyrir ferð til Abu Dhabi-borgar í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og Katar við Persaflóa. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun leiða stormsveit íslenskra bisnessmanna ásamt eiginkonu sinni. Sendinefndin mun mæta á Hilton-hótelið á morgun, laugardag, og dvelja ytra til föstudagsins 25. janúar. Fundur um framtíðar orkugjafa hefur verið skipulagður auk umræðu um stefnu í orku- og auðlindamálum. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, verða með í för. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mun auðvitað fylgja gamla félaga sínum úr Alþýðubandalaginu eftir. Kommar eða terroristar Í niðursveiflunni á heimsmörkuðunum allra síðustu mánuði hefur verð á fjármálafyrirtækj- um hrunið. Margir segja að bankar, til dæmis í Bandaríkjunum, séu orðnir ódýrir. Vandamálið er bara að fáir fjárfestar eiga peninga á lausu til að fjárfesta í bönkum og enn færri viljugir til að taka áhættu. Helst er að efnaðir einstaklingar í Rússlandi og arabalöndunum sitji á fúlgum fjár. Og þegar illa árar er mönn- um alveg sama hvaðan peningarnir koma. Í þættinum Squawk Box á CNBC í gær orðaði Jim Cram- er, sem er þekktur kjaftaskur í bandarískum fjölmiðlum, þetta svona: „Viljum við að kommarnir eignist bankana eða hryðjuverkamennirnir? Okkur er alveg sama, við erum svo örvæntingafull.“ Peningaskápurinn … MARKAÐSPUNKTARMikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbank- ans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Fyrri yfirmaður Carnegie var í haust dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Verð sjávarafurða hækkaði um 0,8 prósent í nóvember síðastliðnum frá fyrri mánuði mælt í erlendri mynt. Afurðaverð á erlendum mörkuðum er í sögulegu hámarki og hefur hækkað um tæp 4,5 prósent á síðustu þremur mánuðum. Ekki hafa verið færri nýbyggingar í byggingu í Bandaríkjunum í 27 ár. Hafist var handa við byggingu 1,4 milljóna nýrra íbúða og húsa á árinu 2007 og er það 24,8 prósenta fækkun frá árinu á undan. Bandaríski bankinn Merrill Lynch tapaði 7,8 milljörðum dala, jafn- virði 507 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þar af nemur tapið á síðasta fjórðungi nýliðins árs 9,83 milljörðum dala. Bankinn hefur aðeins skilað tapi á heilu ári nema á árunum 1971 og aftur 1989, að því er bandaríska dag- blaðið New York Times hermir. Langmestu munar um 15 milljarða dala afskriftir á skuldabréfa- vöndlum sem tengjast banda- rískum undir- málslánum og verðbréfum sem bankinn hafði fjárfest í. Þá jafngildir þetta því að tap á hlut nemur 12,01 dal á hlut saman- borið við 2,41 dals hagnað árið á undan. Þetta er tæplega þrisvar sinnum meira tap en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Ljóst þykir að Merrill Lynch, líkt og fleiri bankar í Bandaríkjunum, hefur komið illa út úr lausafjár- þurrðinni sem rót á að rekja til van- skila á annars flokks húsnæðis- lánum þar í landi. Bankinn hefur líkt og aðrir leitað leiða til að vega upp á móti slælegri afkomu, svo sem með sölu hlutafjár til fjárfesta í Mið-Austurlöndum, Kína og Japan. Það hefur hins vegar valdið nokkru hugarangri vestanhafs enda hlutur erlendra afla orðinn sterkur í bandarískum fjármálaheimi, líkt og viðskiptablaðið Financial Times benti á í vikunni. - jab FORSTJÓRINN Bandaríski fjár- festingarbankinn skilaði tapi á síðasta ári. Merrill Lynch í tapi HAGNAÐUR Á HLUT HJÁ MERRILL LYNCH Tímabil Upphæð Jan.-des. 2007 -12,01 dalur Jan.-des. 2006 +2,41 dalur Tímabundnar efnahagsaðgerðir til að auka hagvöxt í Bandaríkjun- um eru jákvætt skref, að mati Bens Bernankes, aðalseðlabanka- stjóra Bandaríkjanna. Bernanke mætti fyrir fjárlaga- nefnd bandaríska þingsins í gær og gerði þar grein fyrir stöðu efnahagsmála í kjölfar vanskila og þrenginga á fasteignamarkaði þar í landi en það hefur valdið lausafjárþurrð víða um heim og gengisfalli á helstu fjármálamörk- uðum. Hann sagði að þrátt fyrir stýrivaxtalækkun bankans í haust og aukna verðbólgu séu horfur á að úr henni muni draga á árinu. Þá taldi hann ekki líkur á samdráttar- skeiði af þessum völdum líkt og margir hafi varað við. „Samhentar aðgerðir gætu skilað betri árangri en aðgerðir seðlabankans einar og sér,“ sagði hann. Bernanke gaf ekki upp hverjar þessar aðgerðir gætu verið. Bloomberg-fréttaveitan hins vegar hefur eftir fjármálasér- fræðingum að aðstæður í efna- hagslífinu auki líkurnar á því að seðlabankinn lækki stýrivexti eftir hálfan mánuð um allt að fimmtíu punkta auk þess sem vel geti verið að stjórnvöld beiti skattalegum aðgerðum. - jab Vill samhentar hag- stjórnaraðgerðir Yfirtaka London Acquisit- ion á Stork-iðnsamstæðunni í Hollandi eru ein stærstu fyrirtækjakaup í Evrópu frá upphafi fjármálakrepp- unnar, upp á 1,7 milljarða evra. Landsbankinn og Eyrir Invest eiga fjórðung í félaginu á móti breska fjár- festingarsjóðnum Candover. Yfirtakan var lýst skilyrðis- laus í gær og með því líka uppfyllt eitt skilyrða í kaup- um Marel Food Systems á matvælavinnsluvélahluta Stork-samstæðunnar. Yfirtökutilboð London Acquisition á Stork N.V. er skuldbindandi og án skilyrða, samkvæmt tilkynningu félagsins í gær. Í byrjun vikunnar varð ljóst að 98 prósent hluthafa Stork hefðu samþykkt tilboðið. Yfirtakan er upp á 1,7 milljarða evra, eða tæpa 162 milljarða króna. Þar með hefur verið uppfyllt eitt af skilyrðunum fyrir kaupum Marel Food Systems hf. á Stork Food Systems. Enn er beðið umsagnar starfsmannaráðs Stork og heimildar samkeppnisyfirvalda. Samkvæmt tilkynningu Marels til Kauphallar í gær er búist við að niðurstaða liggi fyrir um miðjan mars næstkomandi. Nokkur söluhagnaður myndast í bókum Marel Food Systems við yfirtökuna á Stork, en við lok þriðja ársfjórðungs 2007 miðaðist virði eignarhlutar Marels í eignarhalds- félaginu LME við lokagengi bréfa í Stork upp á 45,70 evrur á hlut, en sala hlutar Marels í LME miðaðist við gengið 48,40. Ætla má að Marel Food Systems fái tæpar 132 millj- ónir fyrir hlutinn, eða sem nemur um 12,5 milljörðum króna. „Jafn- framt féll til vaxta- og viðskipta- kostnaður vegna eignarhlutarins á fjórða ársfjórðungi,“ segir í til- kynningunni. Á móti kemur að Marel kaupir Stork Food Systems á 415 milljónir evra, eða nálægt 38 milljarða króna. Eignarhaldsfélagið LME, sem átti yfir 43 prósent í Stork, hefur verið leyst upp, en þar áttu hlut auk Marels, Eyrir Invest og Lands- bankinn 40 prósent hvor. Eyrir og Landsbankinn eiga nú sem nemur fjórðungi í London Acquisition sem kaupir Stork. Heildarvirði eignarhlutar LME í Stork nemur um 659 milljónum evra, eða yfir 62,6 milljörðum króna og koma því tæpar 264 millj- ónir evra, rúmir 25 milljarðar króna, Eyris og Landsbankans hvors um sig. Í tilkynningu Eyris um viðskiptin til Kauphallar í gær kemur fram að fjárfesting félags- ins í London Acquisition nemi 103,75 milljónum evra, eða rúm- lega 9,8 milljörðum króna. Mun fjárfestingin að fullu fjármögnuð með eigin fé Eyris og langtímalán- um til fimm til átta ára. Áætla má að fjárfesting Lands- bankans í London Acquisition nemi 69 milljónum evra, eða rúmum 6,5 milljörðum króna. Eyrir hefur því losað um einhverja 15 milljarða króna í viðskiptunum og Lands- bankinn um tæpa 19 milljarða. Golman Sachs fjármagnar yfir- tökuna á Stork, en Landsbankinn kaup Marels á Stork Food Systems. olikr@frettabladid.is Ein stærstu kaupin frá upphafi fjármálakreppu LYKILMENN Í nóvemberlok hittust í Garðabæ forstjórar og stjórnarformaður hjá Marel til að undirbúa kynningarfund vegna kaupanna á Stork Food Systems. Þetta eru Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, forstjóri Eyris, Theo Hoen, for- stjóri SFS, og Hörður Arnarson, forstjóri Marels. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.