Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 40
 18. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tómstundir & námskeið Gyðjur fortíðar og gyðjan hið innra vakna til lífsins á nám- skeiðum Valgerðar Bjarnadótt- ur á Akureyri. „Ég hef haldið námskeið og kennt sjálfsstyrkingu samhliða öðrum verkefnum í áratugi. Upphaflega er ég menntuð félagsráðgjafi en tók síðan BA gráðu í heildrænum fræðum með áherslu á drauma- fræði og master í femínískri trú- arheimspeki og menningarsögu sem ég nota mikið í námskeiðum mínum,“ segir Valgerður Bjarna- dóttir, ráðgjafi og fræðikona á Ak- ureyri, sem hefur alfarið starfað sjálfstætt við námskeiðahöld og ráðgjöf frá árinu 2003. Námskeið Valgerðar eru af ýmsum toga en eiga það flest sam- eiginlegt að tengja sjálfsstyrk, sjálfsþekkingu og persónulegan vöxt við menningarsögu kvenna, hugmyndaþróun, trúarheimspeki, goðsagnir og drauma. Dæmi um slík námskeið eru Maríurnar – kvenímyndin í trúnni, Inanna og Enhedúanna – heimsins elstu ljóð, Avalon – töfrar úr kelt- neskum arfi og Gyðjan í gegnum aldirnar. Enn önnur eru byggð á sjamanískum fræðum, bæði Heið- ur – seið hún kunni og Umróður til Avalon. Vanadís, sem Valgerður kenn- ir starfsemi sína við, er að hennar sögn í miklu uppáhaldi. Sú mæta gyðja var einnig í aðalhlutverki í mastersritgerð Valgerðar þar sem hún tók einnig fyrir völvur, val- kyrjur og rætur okkar í vanatrú. „Vanadís var af vanaættum en gömlu goðin okkar voru annars vegar Æsir og hins vegar vanir. Síðan þýðir Dís eiginlega gyðja eða kvengoð, en á líka við eina tegund goðkynja kvenna. Vanir voru eldri kynþáttur en æsir og þeirra helstu einkenni voru frið- ur, ástir, auður og tenging við jörð- ina. Meðal þeirra virðist hafa ríkt jafnrétti og konur eða gyðjur voru jafnáhrifamiklar og karlarnir. Æsir komu svo með stríðið og karl- veldið og vanirnir eru svona mín goð og þess vegna kenni ég mig við þau, þótt margt hafi verið gott hjá ásum líka,“ segir Valgerður. Aðalmarkhópurinn á námskeið- unum er konur á ýmsum aldri sem vilja ýmist víkka sjóndeild- arhringinn, skoða nýja hluti og styrkja sig enn frekar. „Karlar koma líka stöku sinnum á nám- skeiðin, sérstaklega á drauma- námskeiðin og á námskeiðið um Avalon. Þar skoðum við meðal annars Artúrssögurnar og kelt- neska menningararfinn sem höfð- ar sterkt til karla líka. Síðan hef ég haldið námskeið fyrir ungl- ingsstúlkur og það finnst mér afar spennandi, krefjandi en gefandi,“ útskýrir Valgerður sem segir flest námskeið fara fram norðan heiða. Auk þess hefur hún haldið nokkur námskeið erlendis og segir konur á höfuðborgarsvæðinu vera farnar að sýna þessu áhuga. „Ég var með námskeið í Mosfellsdal um Inönnu og Enhedúönnu þar sem við skoð- uðum meðal annars heimsins elstu ljóð. Það var sérstaklega ánægju- legt, yndislegt umhverfi, frábær- ar konur og efnið ótrúlega heill- andi. Síðan stefni ég á að halda námskeið um Maríurnar fljót- lega á sama stað, “ segir Valgerð- ur. Fram undan er einnig verk- efni nokkurra kvenna sem kallast Mardöll og er félag um menning- ararf kvenna á Eyjafjarðarsvæð- inu. Á þeirra vegum verður einn- ig haldið fljótlega námskeið sem heitir Skapanornir þar sem tekinn er fyrir íslenski sagnaarfurinn og hann nýttur til þess að skoða sjálf- an sig og samfélagið og samhengið þar á milli, segir Valgerður. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Valgerðar er að finna á: www.van- adis.is - rh Skapanornir, sjálfsstyrkur og dísir Íslenski sagnaarfurinn er nýttur til sjálfskoðunar á næsta námskeiði Valgerðar sem nefnist Skapanornir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Ertu ólétt? Nýtt 6 vikna Bumbufimi® námskeið hefst 30.janúar. Bumbufimi® námskeið Munið merkin og nöfnin og varist eftirlíkingar! WWW.HREYFILAND.IS | 577 2555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.