Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 34
BLS. 6 | sirkus | 18. JANÚAR 2008 ÍSLENDINGAR EIGA SINN FULLTRÚA Á LISTA YFIR VERST KLÆDDU KONURNAR L eikkonan Alison Arngrim komst á lista á dögunum yfir verst klæddu konurnar. Á heimasíðu leikkonunnar kemur fram að hún sé alsæl með titilinn því hún hafi unnið að því hörðum höndum að komast á þennan lista og nú hafi það loks- ins tekist. Þetta lýsir leikkon- unni kannski best því hún hefur haft húmorinn að leiðarljósi í gegnum líf sitt. Það er gaman að rifja það upp að Alison Arngrim lék í þáttunum Húsið á sléttunni um sjö ára skeið. Þar var hún í hlutverki vondu stelpunnar, Nellie Oleson, dóttur kaup- mannsins. Hver man ekki eftir því hvað hún var andstyggileg við Láru? Nellie Oleson gerði allt eins og móðir hennar sagði henni en frú Oleson var algjört hex. Þegar þættirnir um Húsið á sléttunni runnu sitt skeið á enda var Alison Arngrim fimmtán ára. Eftir árin í hlutverki Nellie gerist hún plakata-fyrirsæta um nokk- urra ára skeið. Eftir að hún fékk leiða á því hefur hún komið fram í nokkrum sjónvarpsþáttum og á tímabili var hún með skemmti- dagskrá sem hún kallaði, Játn- ingar litlu tæfunnar af sléttunni. Frá árinu 1986 hefur Alison Arn- grim unnið í þágu alnæmissam- takanna í LA á milli þess sem hún hefur leikið í einni og einni sjónvarpsmynd til að viðhalda leikferlinum. Eins og nafnið gefur til kynna er Alison Arn- grim Vestur-Íslendingur en hún er dóttir Thors Arngrim. Ætti þjóðin ekki bara að vera stolt af þessum fulltrúa sínum? VERST KLÆDDA KONAN Það er kannski ekkert skrítið að Alison Arngrim hafi komist á lista yfir verst klæddu konurnar. MYNDIR/GETTYIMAGES Í talski fatahönnuð-urinn Miccia Prada er ekki þekkt fyrir að fara hefðbundnar leiðir. Þegar hún frumsýndi sumarlínu Prada fyrir 2008 kom í ljós að hún mælir með lit- ríkum sokkabuxum, gulli og óhefð- bundnu skótaui. Buxnaskálmarnar hafa víkkað út að neðan og samfest- ingar hafa alls ekki sungið sitt síðasta. Til að stæla þennan stíl, án þess að fara á hausinn, má auðveldlega kaupa sér litríka skó og frumlegar sokkabux- ur og notast við gamla kjólinn frá því í fyrra. PRJÓNASKÁLMAR YFIR SKÓNA Prada segir okkur það að skálmarn- ar séu örlítið að víkka að neðan. Takið eftir hvað skórnir gera mikið fyrir heildarútlitið. RÖNDÓTTIR PRADALEGGIR Sumum konum myndi finnast þær líta út eins og sænska vinkonan Lína Langsokkur í röndóttum sokkabuxum. Við hnésíðan kjól gengur það þó alveg upp. FJÓLUBLÁTT ÞEMA Það er ekki bara IKEA sem veðjaði á fjólubláa litinn, hann verður líka áberandi í sumartísk- unni frá Prada. ALGERLEGA MÁLIÐ Fyrir rétt holdafar er þessi prjónasamfest- ingur algert möst. Klárlega ein af svölustu flíkum sumarsins. GULLÆÐIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA Gyllti liturinn hefur verið áberandi síðasta árið. Hann er alls ekki á útleið, þetta á bara eftir að verða enn þá meira hitt. “Illkvittinslega fyndin” - Madonna “Fyndin, sexy og ótrúlega klúr” - Daily Mirror Pam Ann Flugfélag Íslands kynnir: í fyrsta skipti á Íslandi! Í Tjarnarbíói 31. janúar og 1. febrúar Flugfreyja ríka og fræga fólksins - ógleymanlegt uppistand!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.