Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 18. janúar 2008 — 17. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hreyfing og hollt mataræði er Helenu Ólafsdótt- ur ofarlega í huga. Fótbolta- og einkaþjálfarinn Helena Ólafsdóttir, sem þjálfar meistaraflokk kvenna hjá KR, hugsar vel um mataræðið og þá sérstaklega nú í byrjun árs. „Nú er allt að fara í gang,“ segir Helena. „Skólarnir og æfing- arnar eru að byrja og einkaþjálfunin er komin á fullt Nú er tíminn til að hefja nýtt lífHel tíma en nafnið gefur til kynna að öllu með töldu,“ Helena byrjar á því að steikja kjúklinginn á wok- pönnu og sker svo niður það grænmeti sem er til í ísskápnum. „Ég nota til dæmis lauk, papriku, sveppi, gulrætur, brokkolí og í raun hvaða grænmeti sem er Síðan set ég red curry sósu frá Blu D ásamt kókosmjólk Hollt án nokkurra öfga Helena leggur áherslu á hollt og fjöl-breytt mataræði en er þó ekki hrifin af öfgum af neinu tagi.FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mensa veisluþjónusta á Baldursgötu býður nú upp á þann möguleika að taka ódýran, hollan og góðan heimilis-mat með heim á milli klukkan 17.00 og 19.00. Mat-seðillinn breytist í hverri viku en hann má sjá í glugganum og á heima- síðunni, www.mensa.is. Hafragrautur er staðgóður og hollur morgunmatur og ekki verra að taka lýsi með honum. Enga stund tekur að sjóða hafragraut í potti og enn fljótlegra er að kaupa hann í pökkum sem tæmdir eru í skál með vatni sem hituð er í örbylgjuofni í tvær mínútur. Gló er veitingastaður við Engjateig þar sem boðið er upp á fjölbreytt-an lífrænan matseðil. Auðvelt er að taka með sér heim alls konar rétti og súpur og þeir sem eru á hraðferð geta hringt á undan sér svo allt sé tilbúið. Matseðilinn má skoða á www.glo.is. VEÐRIÐ Í DAG HELENA ÓLAFSDÓTTIR Hugsar sérstaklega um mataræðið í byrjun árs matur Í MIÐJU BLAÐSINS TÓMSTUNDIR OG NÁMSKEIÐ Fjórtán ára manga-teiknari Sérblað um tómstundir og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Láta allt flakka Það er aldrei lognmolla í kringum Siggu Lund, Svala og Gassa á Zúúber FM 957. SIRKUS FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 18. JANÚAR 2008 ■ Stefán Jónsson var í stjörnuleiklistarskóla ■ Svala Björgvins í Cover ■ Magnað Listaháskólagill ... Láta allt flakka SVALI, SIGGA OG GASSI Í ZÚÚBER tómstundir & námskeið FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 Fjarnám á vorönn 2008Skráning fer fram 11. - 20. janúar á heimasíðunni www.fa.is/fjarnam DÓMSMÁL Hafin er vinna innan dómsmálaráðuneytisins við að kanna möguleika á því að senda erlenda ríkisborgara, sem gerst hafa brotlegir við lög hér á landi, til afplánunar í heimalandi sínu. Þetta staðfestir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, við Fréttablaðið. Hann segir enn fremur að kanna þurfi réttar- heimildir og réttarstöðu. Þegar niðurstaða liggi fyrir verði hún kynnt. Á nýliðnu ári luku afplánun eða voru í afplánun í lok árs 35 erlend- ir ríkisborgarar. Af þeim voru tuttugu ekki búsettir hér á landi og sátu þeir inni fyrir ofbeldis- brot, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og auðgunarbrot. Nú eru til rannsóknarmeðferð- ar eða á ákærustigi mál allmargra erlendra ríkisborgara, meðal ann- ars vegna gruns um aðild þeirra að nauðgunum, fíkniefnabrotum eða líkamsárásum. Hildur Dungal, forstjóri Útlend- ingastofnunar, segir að lang- flestum EES-borgurum sem hafi fengið dóma hér til þessa hafi verið vísað úr landi. „Það gerist meðan á refsivist stendur og þegar menn hafa afplánað helming hennar,“ segir Hildur. „Það fer fram með þeim hætti að þegar komið er að helm- ingi afplánunarinnar hefur Fang- elsismálastofnun samband við Útlendingastofnun og athugar hvort vísa eigi viðkomandi úr landi ef hann fer fram á reynslu- lausn. Fari menn ekki fram á reynslulausn þá hefst brottvísun- arferli þegar líður að því að þeir fara að losna úr fangelsi. Viðkom- andi er þá fluttur úr landi nánast beint úr afplánun. Nú er verið að skoða þann mögu- leika að færa þetta framar í ferlið þannig að afplánun erlendra refsi- fanga eigi sér stað í heimalandi.“ Hildur segir að það ferli sem fer í gang þegar senda á refsi- fanga til heimalands síns taki allt- af einhvern tíma. Ekki sé hægt að hefja það ferli fyrr en dómsniður- staða liggi fyrir. Þá þurfi meðal annars samþykki heimalandsins þess efnis að það sé tilbúið til að taka við viðkomandi. „En nú er verið að finna farveg- inn fyrir þetta,“ segir Hildur. „Það á að láta reyna á það, sem er mjög jákvætt.“ - jss Vinna að því að senda erlenda glæpamenn utan í afplánun Dómsmálaráðuneytið kannar möguleika á því að erlendir ríkisborgarar verði sendir til heimalandsins til að afplána refsidóma sem þeir hafa hlotið hér. Verið er að kanna réttarheimildir og réttarstöðu í málinu. Dale Carnegie-samtökin Anna Guðrún Steinsen var valin þjálfari ársins í Mexíkó. TÍMAMÓT 26 Konur í aðalhlutverkum Kolfinna Baldvinsdóttir og Ásdís Olsen stýra nýjum þætti með konum í öllum aðalhlutverkum. FÓLK 46 Hjólhýsa sýning Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsi- legum Polar hjólhýsum helgina 19.-20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Léttar veitingar í boði! Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 HEILL ÞÉR SEXTUGUM! Sirrý Sigfús spákona er ein þeirra fjölmörgu sem mættu í Ráðhúsið í gær til að fagna með afmælisbarni dagsins – Davíð Oddssyni. Sirrý er einlægur aðdáandi Davíðs og færði honum kristalskúlu sína að gjöf en í henni hefur hún séð fyrir fjölmörg óorðin atvik. Ára Davíðs er að sögn Sirrýjar kraftmikil, gul og falleg. sjá síðu 46 BAUGSMÁL Heimild Ríkislögreglustjóra til að framkvæma húsleit hjá Skattrannsóknarstjóra er einsdæmi hér á landi að mati lögspekinga. Héraðs- dómur Reykjavíkur veitti Ríkislögreglustjóra húsleitarheimild í síðustu viku, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. Átök hafa staðið frá árinu 2006 um heimild Ríkislögreglustjóra til að fá gögn hjá Skattrannsókn- arstjóra. Gögnin sem um er deilt tengjast skattamál- um Óskars Magnússonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Baugs. Ríkislögreglustjóri mun halda að sér höndum þar til úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir. Það er líka einsdæmi, yfirleitt er húsleit framkvæmd um leið og heimild héraðsdóms liggur fyrir, segir Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands. „Það er ekkert í lögunum sem bannar þetta, en ég man ekki eftir öðru sambærilegu tilviki,“ segir Eiríkur. „Mér finnst þetta mjög furðuleg staða sem upp er komin.“ - bj / sjá síðu 6 Skattrannsóknarstjóri kærir húsleitarheimild til Hæstaréttar: Húsleit hjá skattinum einsdæmi        STORMVIÐVÖRUN! Í kvöld má búast við norðvestan stormi á Norðausturlandi. Í dag verða norðan 5-13 m/s en hvessir NA-til í kvöld. Snjókoma eða él nyrðra annars úrkomulítið og bjart með köflum suðaustan til. Frost 0-10 stig kaldast í kvöld. VEÐUR 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E YÞ Ó R Bjó til minningartreyju Halldór í Henson gaf eftirlifanda flugslyssins í Munchen 1958 sérstaka gjöf. ÍÞRÓTTIR 40 HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta steinlá með fimm mörkum gegn Svíum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í hand- bolta í Noregi í gær. Ísland lenti mest tíu mörkum undir þegar tíu mínútur voru eftir en skoraði fimm af síðustu sex mörkum leiksins og lagaði stöðuna. Íslenska liðið skoraði aðeins ellefu mörk fyrstu 44 mínúturnar í leiknum. „Sóknarleikurinn var alveg hræðilegur í þessum leik. Síðari hálfleikur var skelfilegur þar sem hvert klúðrið fylgdi á eftir öðru. Þetta eru skelfileg von- brigði. Nú verðum við að vinna Slóvaka og takist það þá er framundan algjör úrslitaleikur gegn Frökkum, rétt eins og í fyrra,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari, hundsvekktur eftir leikinn í gær. - óój / hbg sjá íþróttir síðu 42 EM í handbolta í gær: Hræðilegur sóknarleikur felldi Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.