Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 68
36 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > HUDSON Í HÁRVÖRUR Kate Hudson og hárgreiðslumaður- inn David Babaii hafa leitt saman hesta sína og sent frá sér hárvöru- línu undir nafninu Wildaid. Hún hentar lituðu hári og mun þar að auki safna fé til styrktar nátt- úruverndarsamtökunum Wild- Aid. Vörurnar verða ekki prófað- ar á dýrum. Orðrómur er uppi um að leikkonan Gwyneth Paltrow hafi verið lögð inn á sjúkrahús á dögunum vegna þess að hún eigi von á sínu þriðja barni. Talsmaður Paltrow segir að um tómar getgátur sé að ræða og vill ekki tjá sig um ástæðuna fyrir dvöl hennar á sjúkrahúsinu. Paltrow og eiginmaður hennar, Chris Martin, eiga tvö börn, þau Apple og Moses. Hljómsveitin Radiohead þurfti að hætta við óvænta tónleika sína í plötubúð í London og flytja sig yfir í klúbb skammt frá eftir að næstum 1.500 aðdáendur reyndu að fá miða. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja tónleikana á annan stað en Radiohead hafði tilkynnt um tónleikana fyrr um morguninn. Auk laga af nýju plötunni, In Rainbows, spilaði Radiohead eldri slagara á borð við My Iron Lung og The Bends. Rokkararnir í The Rolling Stones hafa skrifað undir einnar plötu samning við plötufyrirtækið Universal. Mun það gefa út tónleikaplötu sveitarinnar sem var tekin upp í New York árið 2006. Platan er væntanleg í búðir um svipað leyti og Stones-heim- ildarmynd Martins Scorsese, Shine A Light, kemur út í mars. FRÉTTIR AF FÓLKI Eddie Murphy og eiginkona hans til rétt rúmra tveggja vikna, Tracey Edmonds, hafa slitið samvistir. Þau giftu sig á einkaeyju nálægt Bora Bora á nýársdag, en hjónabandið var þó ekki lagalega bindandi. Parið hafði áður sagst ætla að halda aðra athöfn í Banda- ríkjunum, til að gera hjóna- bandið löglegt, en af henni varð aldrei. Talsmaður Murphy sendi frá sér til- kynningu á miðvikudag, þar sem segir að að parið hafi komist að þeirri niðurstöðu að sleppa athöfninni þar sem hún sé ekki nauðsynleg til að „skilgreina sambandið frekar“. „Þó að nýafstaðið táknrænt brúðkaup okkar á Bora Bora sé dæmi um þá miklu ást, vináttu og virð- ingu sem við berum hvort fyrir öðru, höfum við ákveð- ið að vera bara vinir,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt tímaritinu People kom þó annað og meira til, en einn brúð- kaupsgestanna segir að Murphy hafi öskrað á nýbakaða eiginkonu sína fyrir framan gestina. „Hann gerði það nokkrum sinnum og það var ótrúlega óþægi- legt,“ segir heimildarmað- urinn. Annar vinur parsins segir við Life&Style að parið hafi rifist hatramm- lega fyrr í vikunni. Hann segir einnig að Eddie hafi verið afar stjórnsamur og meðal annars krafist þess að Tracey tæki sér eftirnafn hans. Hún neitaði, þar sem hún vildi halda því nafni sem synir hennar bera. Hætt saman eftir tvær vikur STJÓRNSAMUR Heimildar- maður Life&Style segir stjórnsemi Eddie Murphy hafa átt sinn þátt í því að hann og eiginkona hans til tveggja vikna séu skilin að skiptum. Þungarokkshetjurnar í White- snake spila í Laugardalshöll 10. júní og hefst almenn miðasala í dag. Í sérstakri forsölu sem boðið var upp á tryggðu margir sér miða, þeirra á meðal Kiddi rokk. Kiddi er einn ötulasti þunga- rokkari landsins og starfar hjá Smekk- leysu. „Mig minnir að ég hafi séð þá sex sinnum til þessa,“ segir Kiddi. „White- snake er einmitt fyrsta erlenda stórband- ið sem ég sá. Ég sigldi með Eddunni til Englands 1983 og Whitesnake var aðalbandið á Donnington-hátíðinni. Þeir tónleikar gerðu mig að algjörum sjúklingi.“ Síðast var Whitesnake á Íslandi árið 1990 og spilaði tvenna tónleika í Reiðhöllinni. Seinna giggið er eftirminnilegt fyrir þá sök að David Coverdale söngvari var veikur og þurfti að ræsa út Pétur heitinn Kristjáns- son til að bjarga málunum. Hann stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja. „Ég sá fyrra giggið, það er að segja giggið með Coverdale, og það var frábært,“ segir Kiddi. „Það er allt annað band sem kemur hingað núna, bara Coverdale sem er eftir af upprunalega bandinu. Þetta hefur náttúrlega alltaf verið bandið hans hvort sem er. Hann er með unga og ferska stráka með sér. Mér finnst þetta frískasta útgáfan af Whitesnake í allavega tíu ár.“ - glh Kiddi fer á Whitesnake KIDDI ROKK Whitesnake gerði hann að sjúklingi. Áhangendur íslenska landsliðsins í hand- knattleik hituðu vel upp fyrir leik liðsins gegn hinum alræmdu Svíum á Evrópumót- inu í Noregi. Talið er að allt að fimm hundruð Íslendingar séu samankomnir í Þrándheimi til að fylgjast með leikjum liðsins en töluverður fjöldi kom frá nágrannalöndun- um Svíþjóð og Danmörku. Hátt á þriðja hundruð Íslendinga komu hins vegar beint frá Keflavík með leiguflugi Icelandair og ætluðu að láta ljós sitt skína á Evrópumótinu með tilheyrandi hvatningarorðum í hæsta styrk. Stuðningsmennirnir vildu hins vegar stilla saman strengi sína fyrir leikinn gegn Svíunum og tók ljósmyndari Fréttablaðsins púlsinn á blóðheit- um aðdáendunum þar sem þeir hituðu upp raddböndin á skemmtistaðnum Monte Cristo í miðborg Þránd- heims. freyrgigja@frettabladid.is Íslenskt stuð í Þrándheimi TROMMAÐ Þessir ungu menn ætluðu að sjá til þess að íslensku stuðningsmennirnir væru í takt og börðu stríðsbumb- urnar af miklum móð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GÓÐ STEMNING Íslensku áhangendurnir ætluðu augljóslega að láta vel í sér heyra og sveifluðu íslenska fánanum í gríð og erg. LÉTT Í LUNDU Þau Stefán, Kjartan, Hreinn, Ríkharður og Telma ætluðu að láta leikgleðina ráða för á Evrópumótinu. LANDSLIÐSMAÐUR Í GÓÐUM HÓPI Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðshetja, var í góðum hópi og í réttum búningi með þeim Theódóri og Jóni Frey. BLÓÐHEITIR Þeir Arnar, Fannar Helgi, Bjarki, Örn Ingi, Arnar Freyr og Aron Gylfi ætluðu ekki að gefa neitt eftir í stuðningi sínum við íslenska landsliðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.