Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 18
18 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is TÆKNIHEIMURINN Vefurinn: SorryGottaGo Þarftu að losna úr símanum? Spilaðu eitthvert af mörgum viðeig- andi hljóðum (sími hringir, bankað á dyr), og afsakaðu þig. www.sorrygottago.com Scrabulous, einn vinsælasti leikurinn á Facebook-tengslavefn- um, gæti brátt liðið undir lok. Fyrirtækin Hasbro og Mattel, sem eiga Scrabble-vörumerkið, hafa sent aðstandendum Facebook bréf þar sem farið er fram á að leikur inn verði tekinn af síðunni vegna þess hve líkur hann sé Scrabble. Í leiknum fá spilarar sjö stafi og eiga að mynda úr þeim orð á spilaborði. Facebook-notendur geta spilað leikinn við vini sína, og kostar ekkert að taka þátt. Samkvæmt fréttavef BBC vilja aðstandendur Facebook ekki tjá sig um málið á þessu stigi. - sþs Eigendur Scrabble ósáttir: Vilja fjarlægja Facebook-skrafl Istorrent-málið svokallaða var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Um var að ræða afstöðu stefnenda; 365 miðla, Framleiðendafélagsins SÍK og Sambands hljómplötuframleið- enda, til frávísunarkröfu Istorr ent ehf. á málinu. Ákveðið var að málflutningur vegna frávísunarkröfunnar yrði haldinn föstudaginn 24. janúar klukkan 10.30. Að því loknu tekur dómari ákvörðun um það hvort lögbanni á síðuna, þar sem nálgast mátti tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki og annan hugbúnað frítt, verður aflétt eða ekki. - sþs Málflutningur í næstu viku: Torrent-mál tekið fyrir Í HÉRAÐSDÓMI Tómas Jónsson, verjandi Svavars, og Hróbjartur Jónatansson, fyrir hönd kærenda. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Smash Bros. slær í gegn Super Smash Bros. Brawl, framhald bardagaleiksins vin- sæla frá Nintendo, hlaut fullt hús stiga í gagnrýni japanska tímaritsins Famitsu á dögunum. Hann er sá sjöundi í sögu þessa vinsæla tímarits, sem kom fyrst út árið 1986, til þess að fá fjörutíu stig af fjörutíu mögulegum. Leikurinn kemur út 9. mars í Bandaríkjun- um, en enginn útgáfudagur hefur verið ákveðinn fyrir Evrópu. ESB gegn Microsoft, taka tvö Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur hafið nýja rann- sókn á því hvort hugbúnaðarrisinn Microsoft hafi misnotað markaðs- ráðandi aðstöðu sína í Evrópu. Microsoft tapaði svipuðu máli á síðasta ári, en þá dæmdi dómstóll Evrópusambandsins fyrirtækið til að greiða sem samsvarar fimmtíu milljörðum króna í sekt fyrir að flétta Media Player-spilarann við Windows-stýrikerfið. Heimsækja gamlan vin Könnunarflaugin Mess- enger flaug fram hjá Merkúr fyrr í þessari viku, og tók fyrstu myndir af yfirborði plánetunnar síðan 1974. Flauginni var skotið á loft af bandarísku geimferða- stofnuninni, NASA, árið 2004 og hefur meðal annars flogið á braut um jörðina og Venus síðan þá. Nú er það svart Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa búið til svartasta efni heims. Það er búið til úr örsmáum kol- efnispípum og endurkastar þrisvar sinnum minna af ljósi en þau svörtustu efni sem hingað til hafa verið framleidd. Vonast er til að hægt verði að nota þessa tækni í framtíðinni, til dæmis í flatskjái, fatnað og tölvuminni. Fyrsti GameTíví-þáttur ársins, þar sem Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann fjalla um nýjustu tölvuleikina og flytja fréttir úr leikjaheiminum, var sýndur á Skjá einum í gærkvöldi. Ólafur, eða Óli Jó eins og hann er kallaður, segir þá félaga vel stemmda eftir jólafríið og heilmikið verði á dagskrá næstu mánuðina, en þátturinn verður sýndur vikulega í sjónvarpi fram á vor. „Núna í byrjun ársins erum við aðeins að taka saman það helsta sem gerðist á síðasta ári í leikjaheiminum og í þættinum, til dæmis fórum við yfir þá leiki sem seldust best á árinu á Íslandi í fyrsta þættinum,“ segir Óli. „Svo ætlum við að sýna eins konar „best of“ úr raunveruleikjunum okkar frá því í fyrra í næsta þætti, en þar reyndum við að leika eftir ýmsar kúnstir úr tölvuleikjum í alvörunni.“ Beðinn um að nefna dæmi segir Óli að þeir félagar hafi til dæmis reynt að klífa byggingar eins og gert er í Assasin‘s Creed og troðið sér í loftræstistokk, sem er vinsælt hjá aðalhetjum í ýmsum tölvuleikjum og kvikmyndum. „Svo vildum við sjá hvort ég gæti drep- ið Sverri í þykjustunni og klætt mig í fötin hans á jafn skömmum tíma og aðalhetjan gerir í Hitman-leikjunum. Það kom á daginn að það er töluvert erfiðara í alvörunni,“ segir hann. En hvað fannst þáttastjórnandanum persónulega standa upp úr á síðasta ári í leikjaheiminum? „2007 var mjög gott leikjaár, og athyglivert að next-gen leikjatölvurnar [Xbox 360, PlayStation 3 og Wii] lifðu nokkurn veginn í sátt og samlyndi. Í mínum bókum er leikur ársins annað- hvort God of War 2 eða Uncharted: Drake‘s Fortune, en svo koma líka til greina frábærir leikir eins og Halo 3, Mass Effect og Super Mario Galaxy.“ TÆKNISPJALL: ÓLAFUR ÞÓR JÓELSSON, ANNAR ÞÁTTASTJÓRNANDI GAMETÍVÍ Á SKJÁ EINUM Tróð sér í stokk og afklæddi Sverri Bergmann Hinni árlegu MacWorld ráð- stefnu Apple lýkur í dag. Nú tekur við hið árlega rifrildi tækniáhugamanna á netinu um það hvort kynning for- stjórans Steve Jobs stóðst væntingar þeirra eða ekki. Jón Helgi Erlendsson var meðal gesta á ráðstefnunni og segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. Mikil eftirvænting ríkir jafnan eftir því hvaða vörur Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnir á Mac- World ráðstefnunni. Í ár var bog- inn spenntur sérstaklega hátt, þar sem Jobs hafði notað ráðstefnuna í fyrra til að kynna hinn byltingar- kennda iPhone-síma. Þegar Jobs steig af sviðinu eftir um tveggja klukkustunda kynn- ingu var allt komið í ljós: ný, örþunn MacBook Air fartölva, hugbúnaðaruppfærsla fyrir iPod Touch og kvikmyndaleiga á netinu í gegnum iTunes auk fleiri lítil- vægari nýjunga. Fartölvan vakti langmesta athygli, enda sögð sú þynnsta í heimi, en þeir sem höfðu búist við annarri eins sprengju og Jobs varpaði á sama tíma árið 2007 urðu fyrir vonbrigðum. Enda varla hægt að búast við því að eitt fyrir- tæki setji tækniheiminn á annan endann á hverju ári. Jón Helgi Erlendsson, nemi og Apple-áhugamaður, fór með bróð- ur sínum til San Francisco á ráð- stefnuna. „Þetta er búin að vera mikil upplifun. Við biðum í þó nokkra tíma eftir kynningunni hans Steve Jobs, og það var magn- að að sjá hann á sviðinu.“ Aðspurður hvort honum hafi fundist kynningin í ár falla í skuggann af þeirri sem haldin var í fyrra segist Jón Helgi ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum, en honum hafi fundist leiðinlegt hve fátt kom á óvart. Nokkrum dögum fyrir kynninguna spáðu flestir tæknifréttavefir því að Jobs myndi kynna nýja og létta far- tölvu og opna kvikmyndaleigu iTunes á netinu. Það gekk eftir. „Ég var eiginlega svekktastur að geta ekki keypt fartölvuna [MacBook Air] strax, hún kemur ekki á markað fyrr en eftir tvær vikur,“ segir Jón Helgi sem gerir fastlega ráð fyrir að kaupa eina slíka þegar færi gefst. „Þetta er tölva sem er rosalega þægileg í skólann og allt svoleiðis. Við fengum að leika okkur aðeins með hana eftir kynninguna og hún er miklu þynnri og nettari en maður gerir sér grein fyrir á myndum.“ salvar@frettabladid.is Mikil upplifun að sjá Jobs Í UMSLAGI Þegar Jobs steig á svið með umslag í höndunum áttu fáir von á því að hann myndi draga út fartölvu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.