Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. janúar 2008 13 RÚSSLAND, AP David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sakaði í gær rússnesk yfirvöld um að beita starfslið bresku menningar- málastofnun- arinnar British Council „grímulaus- um ógnun- um,“ en af þeim völdum varð að loka útibúum stofnunarinn- ar í rússnesku borgunum Sankti Pétursborg og Jekaterínbúrg. Yfirmaður British Council, Martin Davidson, tjáði blaða- mönnum í Lundúnum að rússnesk yfirvöld hefðu gert það ómögu- legt að halda rekstri skrifstof- anna áfram. Rússneskum starfsmönnum þeirra var haldið í löngum yfirheyrslum hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. - aa Miliband um deilu við Rússa: Sakar Rússa um ógnanir DAVID MILIBAND Piltur hótar skólaárás Norska lögreglan handtók aðfaranótt mánudags fimmtán ára pilt sem er nemandi í skóla í Løren-skog skammt frá Osló. Að sögn Aftenposten gekkst hann við því að hafa sett myndband inn á YouTube, þar sem hótað er fjöldamorði í skólanum. NOREGUR ÞÝSKALAND, AP Sextán ára þýskur unglingur, sem úrskurðað hefur verið að sé haldinn „sjúklegri ofbeldishneigð“, verður sendur í níu mánaða betrunarvist til Síberíu, að því er yfirvöld í heimabæ hans greindu frá í gær. Stefan Becker, yfirmaður æskulýðs- og félagsmála í stjórnsýslu borgarstjórnar mið- þýska bæjarins Giessen, sagði unglinginn umrædda hafa sýnt hamslausa ofbeldishegðun bæði í skóla og heima fyrir. Hann hefði sjálfur fallist á Síberíuvist- ina, sem Becker segir vissulega vera „óvenjulega ráðstöfun“. - aa Þýskur vandræðaunglingur: Í betrunarvist til Síberíu SVÍÞJÓÐ Tæplega sjötug kona bjó með ellefu svönum í 25 fermetra íbúð í miðborg Stokkhólms. Hún verður ákærð fyrir brot á dýraverndunarlögum. Fjórir svananna voru svo illa farnir að það varð að aflífa þá en hinir sjö fengu frelsi. Málið komst upp þegar nágrannar létu vita. Þeir héldu að lík væri að rotna inni hjá konunni, kíktu inn um bréfalúguna og sáu bara fit á svönum. Konan hafði lagt dagblaðapappír á gólfið og þar áttu fuglarnir að skíta. Tveir svanir voru í búri á stofugólfinu, hinir gengu frjálsir um íbúðina. Konan segir að hún hafi viljað hjálpa svönunum, að sögn Aftonbladet, en þeir hafi ekki átt að verða svona margir. - ghs Dýraverndarmál í Stokkhólmi: Kona bjó með ellefu svönum FRJÁLSIR FUGLAR Aflífa varð fjórar álftir en hinar sjö fengu frelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNULÍFIÐ Í stærri fyrirtækjum, þar sem fjöldi stjórnarmanna er þrír eða fleiri, eru fyrirtæki, sem eru aðeins með konur í stjórn, mun ólíklegri til að lenda í vanskilum í samanburði við fyrirtæki með aðeins karlmenn í stjórn. Þetta kemur fram í könnun sem fyrir- tækið CreditInfo Ísland hefur gert. Skoðuð voru tæplega 27 þúsund fyrirtæki sem hafa skilað ársreikn- ingi á tímabilinu 2005-2006 með vanskilaupplýsingum frá 2006- 2007 og þau metin með tilliti til þess hve líkleg þau væru til að lenda í alvarlegum vanskilum. Niðurstöðurnar sýndu að innan við eitt prósent fyrirtækja, sem aðeins hafa konur í stjórn, eru fyrirtæki með alvarleg vanskil meðan rúmlega tvö prósent fyrirtækja með þrjá karlmenn eða fleiri í stjórn eru með alvar- leg vanskil. Í niðurstöðun- um má einnig sjá að hjá litlum fyrirtækjum með fáum stjórnar- mönnum og þá eingöngu konum hækkar hlutfall fyrirtækja með vanskil en fyrirtæki sem eru ein- göngu skipuð karlkyns stjórnar- mönnum eru þó alltaf líklegri til að lenda í vanskilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CreditInfo Íslandi. Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri CreditInfo Íslands, segir að niðurstöðurnar hafi komið skemmtilega á óvart. „Þær eru það marktækar að við leyfum okkur að fullyrða að þar sem konur eru í stjórn eða stjórnir eru blandaðar kynjunum þá er mjög marktækt að þau fyrirtæki eru ekki eins mikið í vanskilum. Þetta er svolítið merki- leg þróun og eitthvað sem fyrir- tæki mættu fara að skoða,“ segir Rakel. - ghs Fyrirtæki með eingöngu körlum í stjórn eru líklegri til að lenda í vanskilum: Konur ólíklegri til vanskila RAKEL SVEINSDÓTTIR BANDARÍKIN, AP Faðir, sem er heitur stuðningsmaður banda- ríska ruðningsliðsins Green Bay Packers, ákvað að grípa til örþrifaráða þegar sonur hans neitaði að klæðast treyju liðsins í úrslitaleiknum. Notaði hann límband til að líma treyjuna utan um drenginn og límdi hann svo fastan niður í klukkustund. Móðirin tók mynd af aðförun- um og tilkynnti þær til yfirvalda. Föðurnum hefur verið stefnt fyrir rétt. Faðirinn segir þetta hafa verið gert í gríni en móðirin hefur óskað eftir nálgunarbanni á föðurinn. - sdg Heitur stuðningsmaður: Límdi soninn í íþróttatreyju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.