Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 26
[ ] Vogafjósið í Mývatnssveit er eitt af þátttakendum í verkefn- inu Beint frá býli sem stuðlar að framleiðslu matvæla á sveitabýlum og milliliðalausri sölu þeirra til neytenda. Bændurnir í Vogum í Mývatns- sveit reka veitingastað í fjósinu og eru auk þess með öfluga fram- leiðslu á eigin matvöru. „Öllu okkar sauðfé er slátrað á Húsavík og tökum við mestan partinn heim og vinnum úr því sjálf,“ útskýrir Ólöf Hallgríms- dóttir bóndi í Vogum. „Við tökum líka allt nautgripakjöt heim en Beint frá býli gengur út á það að vinna heima og auka virðisaukann á búinu,“ segir hún. Á veitinga- staðnum Vogafjósi getur fólk fylgst með mjöltum meðan það matast og á matseðlinum eru rétt- ir úr afurðum frá búinu. „Í raun- inni erum við að nota það sem við erum alin upp við hér í sveitinni og færa það í nútímabúning. Við reykjum kjöt og silung og gerum mozzarella-ost og fetaost en í feta- ostinn eru tíndar villtar jurtir úr hrauninu hér í kring, birki og blóð- berg og hvannafræ sem vex hér villt. Við búum líka til grafinn sil- ung og gerum sósuna sjálf. Um jólin prófuðum við að bjóða upp á mývetnskar matarkörfur með okkar afurðum; hangikjöti, hvera- brauði og silungi, til gjafa og það tókst mjög vel,“ segir Ólöf. Hún segist finna fyrir miklum áhuga hjá neytendum á að geta nálgast matvörur beint frá bóndanum og bændur séu einnig að taka við sér. „Það er gríðarlega mikill áhugi á þessu. Mér finnst bæði dreifbýlis- og þéttbýlisfólk vera að átta sig á því að við þurfum á hvort öðru að halda. Það þarf að eyða ákveðnum ótta hjá bændum og þeir þurfa stuðning til að fara af stað því þetta er mikil framkvæmd.“ Vogafjós tók þátt í nýsköpunar- verkefni síðasta vetur á vegum Listaháskóla Íslands, Stefnumót bænda og hönnuða, en verkefnið hefur nú hlotið styrk frá Tækni- þróunarsjóði. Dagur Óskarsson og Hlín Helga Guðlaugsdóttir, nem- endur í skólanum, heimsóttu Voga og unnu með þá framleiðslu sem þar var fyrir. „Það var mjög gaman að því samstarfi þó ekki sé hafin framleiðsla á vörunni ennþá,“ segir Ólöf. „Þetta var kúlulaga hverabrauð sem er bakað í holu við jarðhita og fyllt af reyk- tum silungi, hangikjöti eða mozza- rella osti og svo heimagerðum sultum líka,“ útskýrir hún. „Ég held að það sé mjög jákvætt að hönnuðir komi að þessu því bænd- ur starfa mikið einir á sínu búi og þá er gott að fá utanaðkomandi aðila sem sjá hlutina í öðru ljósi. Það eru margir veggir að fara þegar á að framleiða eitthvað og þá getur verið gott að fá stuðn- ing,“ segir Ólöf að lokum. heida@frettabladid.is Hverabrauð í kúlum Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi í Vogum, hugar að silungi í reykhúsinu. MYND/VOGAFJÓS Fiskbúðin við Sundlaugaveg hefur breytt um svip. Fiskbúðin við Sundlaugaveg kemur föstum kúnnum sínum skemmtilega á óvart. Hún hefur stækkað margfalt og vöruúrvalið líka stóraukist og breyst. Auk fisks í alls konar formi er nú komið ferskt kjöt og litríkt grænmeti í kæliborðin og freistandi sælkera- vörur hafa fengið stað í hillum. Búðin er undir merkjum Fiski- sögu og Gallerí kjöts. - gun Freistingar í fiskbúðinni Vöruúrval hefur stóraukist. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Krydd er nauðsynlegt í flesta matargerð. Gaman er að leika sér með hinar ýmsu tegundir og ferskar kryddjurtir færa matreiðsluna á hærra plan. Mýbitinn, skyndibiti úr kúlulaga hverabrauði fylltu með t.d. mozza - rella eða reyktum silungi frá Vogafjósi. Hækkaðu þig upp um einn 5 12345 papinos.is 9 Fjölskyldutilboð 3 stórar pizzur með 2 áleggjum brauðstöngum,sósu og 2l kók á 4000kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.