Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 4
4 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Glitnir hefur frestað útgáfu skuldabréfa til fjármögn- unar á starfsemi sinni vegna aðstæðna á alþjóðlegum mörkuð- um. Skuldatryggingaálag (CDS) á útgáfu íslensku bankanna er um þessar mundir í hæstu hæðum. Skuldatryggingarálag á bréf íslensku bankanna er 15 til 20 sinnum hærra en á sambærilega norræna banka, en hærra álag þýðir meiri kostnað við fjármögn- un starfsemi þeirra. Um áramót var álag á bréf Glitnis nærri 200 punktum en hefur hækkað um meira en hundrað punkta síðan þá. Í tilkynningu Glitnis kemur fram að bankinn hafi aðgengi að lausu fé yfir 6 milljörðum evra meðan endurfjármögnunarþörf móðurfélagsins á árinu sé 2,5 milljarðar evra og 1 milljarður hjá dótturfélagi Glitnis í Noregi. - óká Glitnir heldur að sér höndum: Frestar útgáfu LÍBANON, AP Árásin sem gerð var á bifreið bandaríska sendiráðsins í Beirút, höfuðborg Líbanons, á þriðjudaginn var sú fyrsta sem beint hefur verið gegn bandarísk- um erindreka í Líbanon í meira en tvo áratugi. Þrír vegfarendur biðu bana þegar bílsprengja með 20 kíló af sprengiefninu TNT sprakk. Enginn bandarískur erindreki eða ríkisborgari var í bifreiðinni þegar sprengjan sprakk en líbanskur bílstjóri hennar særðist auk 25 annarra, þar á meðal bandarískur guðfræðikennari í nálægri kirkju. - sdg Bílsprengja í Beirút: Beindist gegn bandarískum FRÁ VETTVANGI TNT-sprengjan var öflug. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 17.1.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 126,1198 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,32 65,64 128,5 129,12 95,41 95,95 12,805 12,879 12,002 12,072 10,126 10,186 0,6071 0,6107 103,14 103,76 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÓMSMÁL Karlmaður, búsettur í Kópavogi, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir bílstuld og hnífaburð á almanna- færi. Bílnum stal maðurinn eftir að hann hafði stolið bíllyklum og fleiri munum úr yfirhöfnum í fatahengi í Gerðubergi. Hann neitaði sök en upptökur eftirlits- myndavéla á staðnum sýndu mann- inn koma inn í húsið, fara í fatahengið og svo út aftur. Nokkru síðar ógnaði maðurinn fólki með hnífi í Lækjargötu og var handtek- inn. Hann á að baki langan brotaferil hér á landi og rauf nú skilorð reynslulausnar. - jss Fjögurra mánaða fangelsi: Bílstuldur og hnífaburður SVEITARSTJÓRNIR „Kaup þessi vekja ýmsar spurningar um góða stjórnsýsluhætti,“ lét Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, bóka eftir sér á bæjarráðsfundi í Árborg í gær. Eyþór vísaði til kaupa bæjar- sjóðs á einbýlis- húsi í Vallholti sem ætlað er undir dagvist fyrir heilabil- aða. Spurði hann meðal annars um hver hefði ákveðið kaupin og hver væru tengsl seljandans við bæjaryfirvöld. „Af hverju er ráðist í þessi kaup án þess að fara með málið í gegn um stjórnkerf- ið?“ spurði Eyþór. Fulltrúar meirihluta Samfylk- ingar og Framsóknarflokks sögðu umrætt hús hafa verið ákjósan- legt. - gar Heilabilaðir á Selfossi: Tortryggir kaup á dagvistarhúsi EYÞÓR ARNALDS LÖGREGLUMÁL Jarðvegsflutninga- bíll með tengivagn valt á hliðina um níuleytið í gærmorgun við Geitháls á Suðurlandsvegi. Þurfti að kalla til aðstoðar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við að koma ökumanninum úr bílnum og var hann að því búnu fluttur á slysadeild til skoðunar. Var maðurinn vankaður en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Varð slysið með þeim hætti að jarðvegur undir hluta bílsins gaf undan þegar verið var að sturta farmi af palli bílsins. - ovd Bílvelta við Geitháls: Flutningabíll valt á hliðina SJÁVARÚTVEGUR „Landssamband smábátaeigenda er fyrir löngu búið að gleyma uppruna sínum,“ segir Hallgrímur Guðmundsson for- sprakki hóps sem hyggist stofna ný samtök smábátaeigenda í næstu viku. „Litli maðurinn, kvótalítill eða kvótalaus, nær ekki lengur augum þeirra né eyrum enda eru landssamtökin farin að tala máli hinna stóru. Þeir eru farnir að berj- ast fyrir því að festa kvótakerfið í sessi eins og heyra má á málflutn- ingi Arthúrs Bogasonar formanns í umræðunni um álit mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna.“ Hann segir að sex manna hópur vinni nú að stofnun samtakanna og hafi hugmyndir þeirra fengið góð viðbrögð. „Ég á von á því að margir þeirra sem eru óánægð- ir í landssam- bandinu komi yfir til okkar og eins eru þeir litlu hjá LÍÚ (Landssam- bandi íslenskra útgerðarmanna) velkomnir ef þeir eru orðnir leiðir á því að þurfa að borga gjöldin en eiga síðan bara að halda kjafti.“ „Þetta er ein sú furðulegasta gagnrýni sem ég hef heyrt frá því landssambandið var stofnað,“ segir Arthúr Bogason. „Í fyrsta lagi hefur það verið samþykkt á aðal- og félagsfundum að koma á svo- kölluðu handfærakerfi á þar sem kvótalausir eða kvótalitlir fengju veiðiheimildir úr nokkurs konar almenningspotti sem kæmi í veg fyrir að verslað yrði með þær. Í annan stað má nefna að þegar landssambandið fór af stað þá mátti þessi floti veiða rúm átta þúsund tonn á ári af óslægðum þorski en undanfarin ár hefur hann veitt um 80 þúsund tonn svo okkur hefur tekist að margfalda þennan pott nær tíu sinnum. Ef þessir menn geta bent á betri árangur og hafa uppi betri hugmyndir um það hvernig megi bæta hag þeirra smáu þá þætti mér gaman að heyra það, þeir hljóta að hafa lagt þær hugmyndir fram fyrst þeir eru svona óánægðir.“ Hann segir einnig að stærri útgerðarmenn innan landssam- bandsins hafi gagnrýnt það fyrir að vera of fast fyrir og huga um of af minni útgerðarmönnum. Hallgrímur segir að hugsanlega muni nýju samtökin heita Synir og dætur Íslands og kjörorð þeirra vera „Sómi Íslands, sverð og skjöldur.“ jse@frettabladid.is Stofna ný samtök smábátaeigenda Hópur smábátaeigenda hyggst kljúfa sig úr Landssambandi smábátaeigenda og stofna nýtt félag. Þeir segja sambandið vinna gegn smærri útgerðarmönnum. Formaðurinn segir álit Mannréttindanefndarinnar jaðra við dónaskap. TILBÚNIR AÐ LANDA Nokkrir smábátaeigendur telja hagsmunum sínum betur borgið hjá nýjum samtökum sem þeir munu stofna í næstu viku því Landssamband smá- bátaeigenda hafi gleymt uppruna sínum og hugi einungis að hinum stærri á meðan kvótalausir eða kvótalitlir eygi litla von. HALLGRÍMUR GUÐMUNDSSON ARTHÚR BOGASON                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+, .+, /+, /+, 01+, 0.+, 02+, 03+, -+, /+, 03+, 0-+,  45 0.+, 22+,  45    ! " #$" "% " &'(%)*   !"#$"+,-.# !/#0 1## #$2$#$("% ) 3#  ! #"40' !""  "%" &%55 '(%56$#' ##5/# ###$) 7""#  ! '%5)8''  "%#!" #$ " "%" "  "65""# #$) *9:7   7; < #$&""!$$) =6$$#$(' >4 ) <#$-#$5) 0162.7 8      9   :" 5  3) 5"##"1  6"5  ++         ? ? ? +? , @ @  A + +? , +?         SKÓLAR Kostnaður á hvern grunn- skólanemanda er á bilinu 528 þús- und krónur upp í 3,4 milljónir eftir sveitarfélögum, segir Ríkisendur- skoðun. „Þessi munur á kostnaði skýrist fyrst og fremst að mismunandi stærð skóla og þar með misgóðri nýtingu stöðugilda,“ segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og grunnskólana. Ríkisendurskoðun segir að þótt Jöfnunarsjóður dragi úr misvæg- inu þýði reglur sjóðsins að óbreyttu að kostnaður sveitarfélaga með fjölmenna skóla verði alltaf lægri en hinna sem eru með fámenna skóla. Þetta megi lagfæra með ein- faldari reglum. Að sögn Ríkisendurskoðunar er jöfnuður grunnskólanemenda tryggður að vissu marki. „Hins vegar má halda því fram að gæði skóla séu misjöfn, að minnsta kosti ef litið er til hlutfalls réttindakenn- ara og því fá nemendur hugsanlega misgóða þjónustu,“ segir Ríkisend- urskoðun sem tekur fram að ekki sé sjálfgefið að árangur nemenda verði bættur með meira fé. Vís- bendingar séu um að vandinn liggi fremur í innri gerð skólakerfisins. „Aukin fjárframlög til grunn- skólanna hafa leitt af sér minni bekkjardeildir og 40 prósenta fjölg- un stöðugilda við skólana á síðustu níu árum án þess að sýnt hafi verið fram á bættan árangur,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. - gar Gríðarlegur munur á kostnaði við grunnskólanemendur eftir sveitarfélögum: Munar sexfalt á skólakostnaði GRUNNSKÓLABÖRN Í skýrslu Ríkis- endurskoðunar segir að aukið fé til grunnskóla hafi ekki skilað sýnilega betri árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.