Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 2
2 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ 4 tilbúnir austurlenskir réttir, hrísgrjón og gos aðeins kr. 1.990.- Austurlensk fjölskylduveisla fyrir 4 EFNAHAGSMÁL Einstaklingar sem eiga hlut í innlendum fyrirtækjum gáfu rúma 34 milljarða króna upp til skatts sem arðgreiðslur í fyrra. Arður af erlendri hlutabréfaeign sem gefin var upp í fyrra nam rúmum þremur milljörðum króna. Þetta kemur fram í staðtölum skatta sem birtar eru á vef ríkis- skattstjóra. Ætla má að arðgreiðslur fyrir- tækja í heild hafi hins vegar numið miklu hærri upphæð. Heildarupp- hæð arðgreiðslna liggur ekki fyrir en níu stærstu fjármálafyrirtækin greiddu hluthöfum sínum yfir 70 milljarða króna í arð. Því er ljóst að langt í frá allur arður er talinn fram til fjármagnstekjuskatts. „Þessi mismunur kann að skýr- ast af því,“ segir Símon Þór Jóns- son, yfirmaður skattasviðs KPMG, „að það eru einstakling- ar sem þurfa að greiða tíu pró- senta skatt af fjármagnstekj- um. Almennt greiða fyrirtæki hins vegar ekki skatt af arði af hlutabréfaeign.“ Skattur af fjár- magnstekjum sé ekki greiddur fyrr en arðurinn er kominn í hend- ur einstaklinga. Stærstu hluthafar félaga í Kaup- höllinni eru yfirleitt önnur félög. Mörg þeirra eru erlend, þótt þau séu í eigu Íslendinga. Flest þeirra eru skráð í Hollandi og Lúxemborg og sum jafnvel í skattaparadísum. Indriði H. Þorláksson, fyrr- verandi ríkisskattstjóri, hefur sagt að þetta kunni að verða til þess að ríkið verði af skatttekjum. Hann segir einnig að laga verði íslenska löggjöf að þessum aðstæðum. Nefnd fjármálaráðherra sem á að endurskoða skattkerfið hefur verið að störfum í tvö og hálft ár. Hún hefur ekki haldið fund í marga mánuði. - ikh Innan við helmingur talinn fram til skatts Innan við fjörutíu milljarðar króna voru taldir fram sem arður af hlutabréfum í fyrra. Hluthafar fjármálafyrirtækja fengu hins vegar yfir sjötíu milljarða í arð. FRAMTALINU SKILAÐ Einstaklingar töldu fram rúma 34 milljarða í arðgreiðslur af hlutabréfum. Fyrirtækin greiddu meira en tvöfalda þá upphæð til hluthafa sinna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. DÓMSMÁL Manni hafa verið dæmdar 140 þúsund krónur í miskabætur eftir að hann kleip ranga konu í rassinn á skemmti- stað, sem varð til þess að hann missti tönn. Maðurinn var að skemmta sér með unnustu sinni. Hann taldi sig vera að koma aftan að henni þar sem hún stóð við bar og kleip hana eins og áður sagði. Hann reyndist hafa ruglast á konum. Kærasti þeirrar sem klipin var vildi ekki una þessum málalykt- unm en sló manninn svo að hann missti framtönn. Árásarmaðurinn var, auk greiðslu miskabótanna, dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi. - jss Sektardómur og fangelsi: Kostaði tönn að klípa ranga konu MOSKVA, AP Rússneski vopnasal- inn Viktor Bout var handtekinn á hótelherbergi í Taílandi í gær. Bout er rúmlega fertugur, fyrrverandi yfirmaður í rúss- neska hernum, og sagður hafa auðgast gífurlega á ólöglegum vopnaviðskiptum við skæruliða og stríðsherra í fjórum heimsálf- um eftir hrun Sovétríkjanna. Hann er sagður hafa selt bæði talibönum og al-Kaída vopn en jafnframt starfað fyrir banda- ríska herinn og leyniþjónustuna CIA í Írak og Afganistan. Einnig er hann sagður hafa selt vopn til skæruliðasveitanna FARC í Kólumbíu, einræðisherr- anum Charles Taylor í Líberíu, Moammar Gaddafí Líbíuleið- toga, og bæði skæruliðum UNITA-hreyfingarinnar í Angóla og stjórnvöldum í Angóla. - gb Alræmdur vopnasali: Handtekinn á hótelherbergi HANDTEKINN Í TAÍLANDI Viktor Bout í fylgd lögreglumanna í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa í fimm skipti stolið munum að andvirði samtals um tveimur milljónum króna, svo og umferðarlagabrot. Með brotunum rauf maðurinn reynslulausn. Við ákvörðun refsingarinnar var einkum litið til þess að maðurinn hafði ítrekað gerst sekur um þjófnaðarbrot. Um var að ræða talsverð verðmæti og brotavilji hans var einbeittur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvist. - jss Dómur Hæstaréttar: Þjófur situr inni í tvö ár HEILBRIGÐISMÁL Jón Baldursson, yfirlæknir utanspítalaþjónustu slysa- og bráðasviðs Landspítalans, segir að gríðarlegt álag sé á læknum slysa- og bráðadeildar vegna manneklu og sé hann farinn að sjá veruleg þreytumerki á þeim. Einnig kvarti sjúklingar undan löngum biðtíma. „Læknarnir þurfa að taka margar vaktir og þær eru afar strembnar,“ segir hann. „Þetta hefur verið erfitt, okkur vantar fólk og svo hefur verið ósamkomulag um breytingarnar en ég hef góða von um að það muni lagast.“ Sigurður Guðmundsson landlæknir segist ekki sáttur við hvernig staðið var að breytingunum á starfssviði lækna á neyðarbílum sem tóku gildi í janúar síðastliðnum en í kjölfarið sögðu margir læknar upp störfum. „Ég hefði viljað að þær hefðu verið gerðar eingöngu á fag- legum forsendum en ekki út frá sparnaðar- sjónarmiði, þá hefði verið meiri friður um þær,“ segir hann en mikill styr hefur staðið um þá ákvörðun að læknir fylgi ekki neyðarbíl nema í sérstökum tilvikum. Að sögn Sigurðar hafði sá kvittur komist á kreik að maður hefði látist í neyðarbílnum fyrir hálfum mánuði og þá hefði ekki verið læknir í bílnum. Hann segir hið rétta vera að maðurinn hafi látist fimmtán mínútum eftir að hann kom á spítalann og ekkert hafi komið fram, þegar farið var yfir málið, sem benti til þess að viðvera læknis hefði nokkru breytt eða að agnúar hefðu verið á vinnulaginu. - jse Læknar á slysa- og bráðadeild farnir að sligast undan álagi: Landlæknir segir illa staðið að breytingum Júlíus, þolir REI-málið ekki enn dagsins ljós? „Jú, nú förum við að horfa fram á bjartari tíð.“ Borgarstjórnarfundur stóð til klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudags, og var tekist harkalega á um málefni Reykjavik Energy Invest. Júlíus Vífill Ingvarsson er borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ORKUMÁL Framkvæmdir við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar hafa farið 17,7 milljarða króna fram úr uppreiknaðri kostnaðaráætlun, og 32,5 milljarða fram úr uppreikn- uðum upphæðum á verksamning- um sem gerðir voru við verktaka. Þetta kemur fram í skýrslu um kostnað vegna virkjunarinnar sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra lagði fyrir Alþingi í gær. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmlega 84 millj- arða króna í desember 2002. Upp- reiknuð á verðlag september 2007 hljóðar áætlunin upp á 115,6 millj- arða króna. Heildarkostnaður við virkjun- ina er nú áætlaður 123,9 milljarð- ar, 8,3 milljörðum yfir uppreikn- aðri áætlun. Verkið sem slíkt er því komið 7,1 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Við það bætist um 9,4 milljarða fjármagnskostnaður, sem ekki var reiknaður inn í upphaflega áætlun. Kostnaðurinn er því samanlagt 133,3 milljarðar króna. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, bendir á að rétt- ara væri að miða við heildarupp- hæð verksamninga, sem voru um ellefu milljörðum undir áætlun. Séu þeir uppreiknaðir á verðlag september 2007 hljóða þeir upp á 100,8 milljarða, og umframkostn- aður því 32,5 milljarðar, eða 32 prósent. Sé fjármagnskostnaði sleppt út er framúrkeyrslan 23,1 milljarður, eða 23 prósent. Arðsemi eiginfjár vegna virkj- unarinnar hljóðar nú upp á 13,4 prósent, en upphaflega var reikn- að með 11,9 prósenta arðsemi. Þar vega þyngst hækkanir á álverði. Fram kemur í skýrslunni að Alcoa hafi ekki gert kröfur um greiðslu skaðabóta vegna dráttar á afhendingu orku. - bj Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun taldar munu kosta um 133,3 milljarða króna: Fóru langt fram úr áætlunum KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Arðsemi eiginfjár vegna virkjunarinnar er nú talin verða 13,4 prósent, ekki 11,9 prósent eins og upphaflega var áætlað. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Á BRÁÐA- OG SLYSADEILD Mikið álag er á læknum á bráða- og slysadeild í kjölfar umdeildra skipulagsbreyt- inga sem gengu í garð í janúar. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Ríkisskattstjóri. Sjö látnir í árás í Jerúsalem Í það minnsta sjö manns féllu og sex særðust í árás byssumanns á hóp námsmanna þar sem þeir sátu að snæðingi í skóla í Jerúsalem í gær. Byssumaðurinn var skotinn til bana af hermanni. Hamas-samtökin fögnuðu árásinni en sögðust ekki ábyrg. ÍSRAEL Matvælaverð hækki til 2010 Yfirmaður Matvælaáætlunar Samein- uðu þjóðanna (WFP) varaði í gær við því að matvælakostnaður gæti haldið áfram að hækka til ársins 2010. Vísaði hann til þess að spáð væri hækkandi orkuverði sem leiði til aukinnar eftir- spurnar eftir lífrænu eldsneyti. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.