Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 24
24 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Efnahagsmál Aðalfundur Kaupþings er haldinn í dag. Það er mér ánægjuefni að kynna hluthöfum afkomu bankans í fyrra og framtíðarhorfur, enda er bankinn í öfundsverður hvað varð- ar fjárhagslegan styrk og lausa- fjárstöðu. Ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum versnaði umtalsvert á miðju síðasta ári vegna undirmálslánakrísunnar svo- kölluðu. Hér er um alþjóðlegan vanda að ræða, og þar sem íslensku bankarnir eru orðnir alþjóðlegir hefur það óhjákvæmilega haft áhrif á þá. Það veit enginn hversu lengi þetta ástand mun vara en orsakir vandans og lausn liggja utan vald- sviðs íslenskra banka. Hins vegar er það á okkar valdi hvernig við bregðumst við vandanum og það var á okkar valdi hvernig við bjugg- um okkur undir hann. Sterk lausafjárstaða Eiginfjárstaða Kaupþings er með því besta sem þekkist hjá evrópsk- um bönkum. Engu að síður heyrast úrtöluraddir um stöðu bankans og ég tel því rétt að gera nokkra grein fyrir stöðu og horfum. Staða Kaupþings er sterk um þessar mundir. Bankinn býr yfir miklu lausafé og afborganir lang- tímalána eru lágar á þessu ári. Ástæða góðrar lausafjárstöðu er sú, að eftir Íslands-krísuna svoköll- uðu á fyrri hluta árs 2006, breytti bankinn reglum sínum um lausafé. Þá var lágmarks lausafjárviðmiðið tvöfaldað og í kjölfarið var lausafé bankans aukið verulega. Við drógum lærdóm af ástandinu sem skapaðist og njótum nú góðs af því. Það veit enginn hversu lengi óró- inn á fjármálamörkuðum mun vara en við hjá Kaupþingi erum búin undir að hann geti varað í töluvert langan tíma. Við höfum því lagað rekstur okkar að breyttum aðstæðum. Brugðist við breyttum aðstæðum Síðastliðið sumar sömd- um við um kaup á hol- lenska bankanum NIBC. Í byrjun þessa árs var ákveðið að falla frá kaup- unum í ljósi breyttra aðstæðna á fjármála- mörkuðum. Við það styrktist lausafjárstaða okkar verulega en kaupin höfðu verið fjármögnuð að fullu. Forsætis- ráðherra, Geir H. Haarde, hefur látið hafa eftir sér að bankarnir þurfi að hægja á vexti sínum. Ég er sammála þessu og það er all nokk- uð síðan við tókum að hægja á vexti Kaupþings og skýrasta dæmið um það er þegar við hættum við kaupin á NIBC. Og fleira hefur verið gert. Við höfum endurskipulagt rekstur dóttur félags okkar í Bretlandi, Kaupthing & Singer & Friedlander, og ákveðið að selja eignaleigustarf- semina og leggja af hrávörufjár- mögnun. Slík starfsemi hefur ekki verið hluti af kjarnastarfsemi Kaupþings. Við þetta losnar um fjármagn sem nemur 1,3 milljörð- um evra. Við höfum kynnt fyrstu alþjóð- legu vöruna okkar fyrir almenn- ingi, Kaupthing Edge, sem er inn- lánabanki á netinu. Hér er um langtíma stefnubreytingu að ræða en ekki viðbrögð við núverandi markaðsaðstæðum og undirbúning- ur verkefnisins var hafinn löngu áður en bandarísk undirmálslán komust í hámæli. Við höfum þróað netbanka, sem við getum opnað í mörgum löndum með tiltölulega lít- illi fyrirhöfn. Við opnuðum Kaup- thing Edge í Finnlandi í október og nú þegar stendur þessi afurð til boða í fimm löndum og nær til um 90 milljóna manna, en sú tala mun tvöfaldast á næstu dögum. Skuldatryggingarálag ekki einhlítur mælikvarði Nú fyrr í vikunni til- kynntum við um 1,3 millj- arða evra fjármögnun á umtalsvert betri kjörum en ætla mátti að væri mögulegt að fá, miðað við svo kallað skuldatrygg- ingarálag. Ég tel að skuldatrygg- ingarálag bankans sé ekki í nokkru samræmi við sterka stöðu hans. Til lengri tíma litið getur jafn breitt bil og nú er á milli raunverulegrar stöðu Kaupþings banka og skulda- tryggingarálags ekki haldist. Það er rekstrarárangur og fjárhags- staða sem skiptir máli. Var farið of geyst? Það hafa nokkrir haft það á orði að bankarnir hafi farið of geyst á liðn- um árum og sumir jafnvel gengið svo langt að tala um bankabólu. Sören Kierkegaard sagði að lífið væri skilið afturábak en því lifað fram á við. Því er ekki að neita að þegar litið er til baka er sitthvað sem maður hefði viljað gera öðru- vísi, en það er ekkert nýtt í því, það er alltaf þannig. Menn verða hins vegar að bera gæfu til þess að læra af reynslunni. Hins vegar ef ég lít til baka á fjárfestingar Kaupþings á ég erfitt með að sjá við höfum almennt farið of geyst í fjárfestingum okkar. Í Svíþjóð keyptum við JP Nordiska á 100 milljónir evra árið 2002. Í fyrra skilaði félagið um 25 milljóna evra hagnaði eftir skatta. Þessi kaup hafa tvímælalaust styrkt Kaup- þing. Í Danmörku keyptum við FIH árið 2004 á einn milljarð evra. Síðan þá höfum við eflt félagið á alla lund. Hagnaður FIH eftir skatta á síðasta ári nam um 150 milljónum evra sem er tvöfalt meiri hagnaður en 2003. Þetta voru því einnig mjög góð kaup. Í Englandi keyptum við Singer & Friedlander árið 2005 á um 800 milljónir evra. Síðan þá höfum við endurskipulagt starf- semina og stórbætt reksturinn. Öllum er það nú ljóst að þetta voru einnig sérlega góð kaup. Hafa verður þessar staðreyndir í huga þegar menn spyrja hvort of geyst hafi verið farið. Ég leyfi mér að efast um að staða Kaupþings væri betri nú ef við hefðum ekki keypt þessi fyrirtæki. Bankabóla? Bankarnir hafa vaxið hratt á liðnum árum og það hefur skilað miklum verðmætum inn í íslenskt sam- félag, með góðri þjónustu, miklum skatttekjum og vel launuðum störfum. Ekkert bendir til þess að sú þróun sé á enda, þótt það kunni að hægja á henni um stundarsakir og jafnvel þótt komi tímabundið bakslag. Ef rætt er um verðlagningu verð- bréfa bankanna þá er enn of snemmt að segja til um hvort bóla hafi myndast eða ekki, þótt klár- lega hafi einstök hlutabréf ekki staðið undir væntingum. Hvort að markaðurinn hafi almennt verið ofmetinn sést að nokkrum árum liðnum þegar meðaltals ávöxtun yfir nokkurra ára tímabil er skoð- uð. Það er líka vert að hafa í huga að verðkennitölur flestra íslenskra banka hafa verið svipaðar og hjá sambærilegum bönkum erlendis og jafnvel hóflegri. Þegar rætt er um bólur á eigna- mörkuðum er yfirleitt átt við að afturkast myndist á milli væntinga og verðbreytinga. Að almennar væntingar um að verðbréf hækki eða lækki leiði til þess að verð- breyting verði í samræmi við vænt- ingarnar og fjárfestar telji sig þar með fá staðfestingu á að vænting- arnar voru byggðar á traustum grunni. Við það styrkjast vænting- arnar enn frekar sem aftur verður til þess að eftirspurn eða framboð eignanna eykst enn frekar, þótt undir venjulegum kringumstæðum ætti hið gagnstæða að gerast. Í almennu tali er þetta oft skýrt sem svo að verð eigna sé talað upp eða niður. Það er mikilvægt að átta sig á að þetta ferli getur virkað í báðar áttir og ég tel að hátt skuldatryggingar- álag á íslensku bankana sé neikvæð bóla. Eitt af því sem knýr hana er neikvætt tal sumra erlendra fjöl- miðla og greiningaraðila. Hluti þess er drifinn áfram af erlendum keppinautum og sumt af aðilum sem hafa beinlínis hag af því að illa gangi. Vitanlega er líka að finna þarna heiðarleg skoðanaskipti og réttmætar ábendingar. Þeir eru þó ekki allir vitringar sem tala útlensku og umræðan um Ísland og Kaupþing er æði misjöfn að gæðum. Sumt tekur ekki mið af staðreynd- um og ættu þeir sem þekkja stöðu mála að forðast að éta slíkt gagn- rýnislaust upp. Aukið kynningarstarf Það er ánægjulegt að forsætisráð- herra skuli sýna frumkvæði í að kynna stöðu efnahagsmála á Íslandi. Íslenskar fjármálastofnanir hafa allar stóraukið kynningarstarf sitt á undanförnum árum. Forsvarsmenn bankanna eiga þó enn mikið starf fyrir höndum á þeim vettvangi en ég ber fullt traust til starfsbræðra minna í því verkefni. Það kemur þó ekkert í stað góðrar afkomu, sem er hinn endanlegi mælikvarði á getu og gæði fyrirtækja, hvar í heimi sem þau eru. Höfundur er stjórnarformaður Kaupþings. Traust staða Kaupþings SIGURÐUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.