Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 38
É g vil leggja áherslu á það að hljómsveitin Mercedez Club er ekkert hnakkaband. Hljómsveitin er eitt það mesta pönk sem ég hef komist í kynni við fram til þessa,“ segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn CERES4. Þátttaka hans í atriðinu kom mörg- um á óvart þar sem appelsínugult litarhaft, dúndrandi teknótakt- ur og glimmersprengingar hafa ekki einkennt tónlistarflutning hans hingað til. „Hugmyndafræði pönksins er að raska og rugga ríkjandi gildum og viðmiðum en það var nákvæmlega það sem við gerðum með Ho ho ho we say hey hey hey. En að mínu mati breytti það innlegg Laugardagslögunum til hins betra þar sem keppnin var frekar flöt áður en við komum að henni,“ segir CERES4 en það má með sanni segja að brúnkusmurð- ir kroppar hljómsveitarinnar hafi unnið hug og hjörtu landsmanna miðað við þær frábæru viðtök- ur sem lagið fékk. Brúnkuna fékk þó CERES4 ekki í vöggugjöf enda kríthvítur Íslendingur í húð og hár. „Eftir fyrstu upptöku á æf- ingu í sjónvarpssal var deginum ljósara að það þyrfti að gera eitt- hvað við mig. Ég féll ekki alveg inn í hópinn og var eins og rækja á litinn við hliðina á hinum með- limum bandsins. Mér var með það sama skellt í hendurnar á sjálf- um Gaz Man sem tókst að breyta mér í Indverja enda með BA-próf í brúnkufræðum,“ segir CERES4 og tekur það fram að brúnkukremið hafi verið nauðsynlegt til að full- komna heildarútlitið á bandinu. „Ég er mjög týndur í öllum skil- greiningum á fólki og veit varla hvað fellur undir það að vera kall- aður hnakki,“ segir CERES4 sem átti þó ekki sín jómfrúarkynni af hnökkum Íslands nú í forkeppni Eurovision en hann og Ásgeir Kol- beinsson, oft kallaður yfirhnakki Íslands, unnu saman á sínum tíma. „Mér líður vel með þessum strák- um enda er varla hægt að hugsa sér skemmtilegri félagsskap. Gillz, Gaz Man og Party Hanz eru harðduglegir, heilbrigðir og upp- átækjasamir og að mörgu leyti ekkert ólíkir mér hvað það varð- ar en eins og sagt er þá sækir líkur líkan heim,“ segir CERES4 og bætir því við að hann sjái ekk- ert athugavert við það að lita á sér hárið eða smyrja sig með brún- kukremi ef tilgangurinn helgar meðalið. Tekinn? „Ég fékk símtal frá Valla Sport, umboðsmanni Mercedez Club, á þriðjudagskvöldi, fjórum dögum fyrir sjálfa undankeppnina, þar sem hann spurði mig einfaldlega hvort ég væri til í að vera með í lagi Barða Jóhannssonar,“ upp- lýsir CERES4 um aðdragandann að þátttöku sinni í keppninni en á þeim tímapunkti var lagið ekki fullklárað. „Ég spurði hvort hann væri að grínast í mér. Grafalvar- legur svaraði hann nei og boðað- aði mig í upptökuver í Kópavogi kvöldið eftir klukkan átta. Rétt áður en ég lagði af stað fékk ég símtal frá Barða þar sem hann seinkaði upptökunum til klukk- an tíu og síðan aftur til tólf á miðnætti. Á þeirri stundu var ég sannfærður um það væri verið að fíflast með mig,“ segir CERES4 sem mætti þar af leiðandi frekar afslappaður í upptökuna og bjóst við að vera enn eitt fórnarlambið í þætti Auðuns Blöndal, Tekinn. „Til að byrja með var ég látinn telja upp að tíu á þýsku, öskra Pump up the base, Move og hardcore. Ég var allan tímann að reyna að finna út hvar falda myndavélin væri og beið eftir að heyra æpt TEKINN! En allt kom fyrir ekki.“ Tveimur dögum seinna fékk hann að heyra útkomuna á laginu sem var svo sannarlega ekkert plat og hvað þá viðtökurnar sem lagið og hjóm- sveitin Mercedez Club fékk. „Í síðustu viku spiluðum við í Digra- nesskóla, gamla skólanum hans Gillz, þar sem 130 unglingar öskr- uðu næstum rúðurnar úr húsinu af æsingi. Daginn eftir spiluðum við uppi í Öskjuhlíðarskóla og þar var hamagangurinn engu minni, ég bara roðnaði í gegnum brúnku- kremið,“ segir CERES4 en öðrum eins móttökum hefur hann ekki kynnst áður. „Það er óneitanlega gaman að sjá og upplifa hvað við höfum hreyft við mörgum en það er einmitt það sem listin gengur út á,“ bætir CERES4 við en í burð- arliðnum er plata með Mercedez Club þar sem Barði mun sjá um listræna stjórnun og lagasmíðar. Eins og fjórtán hjóla trukkur Hlynur viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að lenda í öðru sæti. „En þegar horft er á heild- armyndina verður það að teljast frábær árangur að hafa lent í öðru sæti. Við erum komin með plötu- samning og bókuð fram í tímann og það verða að teljast forrétt- indi,“ segir Hlynur sem er keppn- ismaður fram í fingurgóma. „Ég hef sjálfur gefið út þrjá geisla- diska og hef þurft að berjast fyrir því að koma þeim á koppinn. Allt frá því að fjármagna þá, halda tónleika, fá hillupláss í plötubúð- um og útvarpsspilun. Ég er því afar þakklátur fyrir stöðuna sem við erum í í dag,“ bætir hann við og þakkar það m.a. kraftmiklum anda hljómsveitarinnar enda er þar valinn maður í hverri stöðu. „Þetta er hópur sem er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu. Oft á tíðum virkar hljómsveitarbrans- inn þannig að einhver einn dreg- ur vagninn en Mercedez Club er aftur eins og fjórtán hjóla trukk- ur með drif á öllum.“ Hreysti og vöðvamassi hljóm- sveitarmeðlima hefur ekki farið framhjá neinum og þar gefur CERES4 ekkert eftir en frá því hann man eftir sér hefur hann alltaf viljað vera léttur, sterkur og frár á fæti. „Ég var alinn upp við hollt mataræði og heilbrigði og það hefur fylgt mér alla tíð. Ég er kominn af mjög sterku og dug- miklu fólki sem dáið hefur í hárri elli á tíræðisaldri og þannig er ég sjálfur. Ég er harður við sjálf- an mig, ósérhlífinn og hef komist þangað sem ég er í dag á sjálfs- hörkunni í bland við skynsemi,“ segir CERES4 og ítrekar að þegar á móti blási þá fyrst fari hann að njóta sín fyrir alvöru. Foreldrar Hlyns áttu hann ung að árum en þau eru einungis 20 árum eldri en hann. „Á sínum tíma voru þau ung og blönk eins og annað fólk á leið út í lífið en gerðu gott úr því sem þau höfðu úr að moða og hafa verið mér góð fyrirmynd í lífinu,“ segir Hlynur og er þakklátur fyrir að hafa verið alinn upp við nýtni og nægjusemi. „Ég þurfti að hafa fyrir öllu í upp- vextinum og gera gott úr því sem ég hafði en það hefur gert líf mitt jafn gott og það er í dag. Ég þarf ekki að eiga það nýjasta og flott- asta hverju sinni til að vera ham- Hlynur Áskelsson, eða CERES4, er meðlimur í Mercedez Club. Líf hans er eins og þéttsetin stundaskrá og hann á auðvelt með að fara úr einu hlutverki í annað. Fyrir utan það að vera í hljómsveitinni er hann sérkennari í Öskjuhlíðar- skóla og fótboltaþjálfari. Í viðtali við Bergþóru Magnúsdóttur ræðir hann um bernskuna, bóka- skrif og brúnkusmurningar. Skammast sín ekki fyrir neitt Morgunmatur: Ég byrja morgun- inn alltaf á einu hráu eggi, einni matskeið af lýsi og tveimur ávöxt- um. Maturinn: Lambakjöt og harðfisk- ur með smjöri. Besta líkamsræktin: Að fara út að hlaupa, helst í rigningu og mót- vindi. Áhugamál: Fótbolti, skriftir, heil- brigt líferni, uppeldi, tónlist og sagnfræði. Skemmtun: Ég elska að æfa og dansa. Borgin: Berlín er geðveik, suðu- pottur 20. aldarinnar og fæðing- arstaður kalda stríðsins. Ég fór þangað fyrir tveimur árum og fílaði mig í botn. Hef pottþétt verið þar áður. Lífsmóttó: Farðu vel með þig. Gefðu af þér og gefðu þér og þínum tíma. Eftir tíu ár: Ég verð að spila með Mercedez Club á öllum stærstu teknó-hátíðum Þýskalands og víðar í Austur-Evrópu. Biotta Trönuberjasafi Frábær fyrir þvagrásina og blöðruna! 8 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.