Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 16
16 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Konan mín er að fara að keppa með Valsliðinu í handbolta í Frakklandi um helgina,“ segir Algirdas, sem verður heima með tvo syni þeirra hjóna. Sá yngri er tveggja og hálfs árs en sá eldri tólf ára. „Ég verð að nota helgina til að vera með strákunum og gera eitthvað gott fyrir þá. Við förum örugglega eitthvað út að borða því ég er satt að segja ekki mjög góður kokkur, en verð að bjarga mér. Við höfum ekki ömmur eða afa til að hjálpa okkur heldur þurfum við að bjarga okkur sjálf, fjölskyldan.“ Algirdas Slapikas: FEÐGAHELGI FRAM UNDAN „Helgin hjá mér var afar róleg, ég var eiginlega í móðurhlutverki,“ segir Jun- phen og hlær við. „Þannig var að vinkona mín fór í helgarferð með eiginmanni sínum og ég var að passa börnin þeirra á meðan. Þegar ég kom til Íslands fyrst var ég einmitt að passa hjá þeim hjónum.“ Hún er einnig að þreifa fyrir sér í fata- hönnun. „Ég er búin að teikna upp kjól og ég held ég fari bara að sauma núna um helgina. Ann- ars er ég að vonast til þess að finna námskeið í fatahönn- un og jafnvel íslensku sem væru haldin um helgar.“ Junphen Sriyoha: Í MÓÐURHLUTVERKI Filipe hefur sloppið við að húka veður- tepptur einhvers staðar í vikunni en það hefur gerst í ófá skipti hjá mörgum í vetur. En veðrið hefur þó sett strik í reikninginn hjá honum. „Ég hef ekki getað notað fína snjóbrettið mitt, þar sem veðrið hefur verið afar óhagstætt. Þessa helgi ætla ég hins vegar að láta alla von um snjóbrettið lönd og leið enda er vinur minn, kollegi hjá Matís og landi, að koma hingað til Ísafjarðar frá Reykjavík. Ætli við kíkjum ekki í Edinborgarhúsið og fáum okkur einn kaldan.“ Filipe Figueiredo: FÁUM OKKUR EINN KALDAN „Á mánudaginn átti ég 26 ára afmæli svo ég hélt litla afmælisveislu,“ segir Charlotte. „Afmælisdagurinn var nokkuð frábrugðinn 25 ára afmælinu mínu þegar ég var á hitabeltiseyju við Mósambík. Þá kafaði ég í sjónum og synti með höfrungum. Árið þar áður var ég á Grænlandi. En þessi afmælisdagur var líka eftirminnilegur. Góður félags- skapur, góður matur og nokkrar yndislegar afmælisgjafir sáu til þess,“ segir Charlotte, sem er nýfarin að blogga á slóðinni charlotte-in-iceland.blogspot.com Charlotte Ólöf Ferrier: ÁTTI AFMÆLI Á MÁNUDAGINN VIKA 5 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Forritunarkeppni fram- haldsskólanna fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Þar spreyta fram- haldsskólanemar sig á ýms- um þrautum sem tengjast forritun, og eru hátt í þrjá- tíu lið þremenninga skráð til leiks. Forseti tölvunarfræði- deildarinnar segir keppend- ur ekki eingöngu koma úr hópi tölvunörda. „Verkefnin sem við leggjum fyrir keppendurna eru frekar stutt og lítil, en þeir þurfa að vera svolítið skarpir til að setja saman forrit sem leysa þau,“ segir Ari Kristinn Jónsson, forseti tölvunarfræði- deildar Háskólans í Reykjavík. Forritunarkeppni framhaldsskól- anna fer þar fram á morgun. „Síðan fara sérfræðingar yfir lausnirnar, annars vegar með til- liti til þess hvort þau leysa verk- efnið rétt og hins vegar út frá því hversu sniðug útfærslan er.“ Keppt er í þremur styrkleika- flokkum: Alfa, Beta og Delta. Alfa-deildin er fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á forritun og eru nokkuð slyngir í henni. Beta-deild- in er fyrir þá sem ekki eru komnir jafn langt, og Delta-deildin er ætluð byrjendum. Ari segir að stór hópur kepp- enda sé svokallaðir tölvunördar, en alls ekki allir. „Forritun er svo- lítið öðruvísi núna en fyrir nokkr- um árum, þegar þetta var einhver svartagaldur sem aðeins skrítnir tölvunördar þekktu. Í dag er þetta einfaldlega tæki sem kemur sér mjög vel að kunna að nota.“ Hann bætir einnig við að fleiri stelpur mættu taka þátt. „Tölvunar- fræðin og þess konar vísindi virð- ast eiga undir högg að sækja hjá stelpunum og við viljum endilega laga það,“ segir Ari. „Stelpur standa sig alls ekki síður í þessu en strákarnir. Við vonum að sem flestar sjái sér leik á borði og komi í tölvunarfræðina.“ Aðspurður á hvaða aldri kepp- endur séu segir hann algengara að þeir komi úr efri bekkjum framhaldsskólanna. „Það er helst vegna þess að þá hafa nemend- urnir helst kost á því að læra for- ritun og tölvufræði í skólunum,“ segir Ari. „Annars sjáum við vel hvaða skólar halda best utan um tölvukennslu því þaðan koma flestir keppendur.“ salvar@frettabladid.is Ekki bara tölvunördar sem keppa í forritun FRÆKNIR FORRITARAR Sigurvegararnir frá því í fyrra. Frá vinstri eru Eyþór Sigmunds- son, Magnús Ágúst Skúlason og Guðni Þór Guðnason. Þeir kepptu fyrir hönd Iðnskólans í Reykjavík. Kannski stjórnarliðar geti svarað því? „Hvað á þetta fríríki - þetta sjálfstýrða apparat - eigin- lega að komast upp með af dónaskap og frekju í garð kjörinna fulltrúa hér og í garð ríkisstjórnarinnar og alls almennings?“ MÖRÐUR ÁRNASON SAMFYLKINGU ER ÓSÁTTUR VIÐ LANDSVIRKJUN VEGNA GAGNAVERS OG ÞJÓRSÁR. Fréttablaðið 6. mars Við skulum samt ekki vera með neinar öfgar „Við höfum undanfarið unnið að því að draga úr eiturlyfja- neyslu inni í fangelsinu.“ MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR, FORSÖÐUMAÐUR LITLA-HRAUNS, STÍGUR FYRSTA SKREFIÐ OG VIÐURKENNIR AÐ HÚN EIGI VIÐ VANDAMÁL AÐ STRÍÐA. Fréttablaðið 6. mars „Það er allt gott að frétta úr Grindavík fyrir utan kannski veðráttuna og kvótaniðurskurð. Þokkalegur afli hefur verið hjá bátunum undanfarið og lífið gengur sinn vanagang,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík. „Mikið er um að vera í bæjarmálunum. Við erum að byggja nýtt fjölnota íþróttahús sem verður tekið fljótlega í gagnið. Við erum að undirbúa stórt og mikið nýtt tjaldsvæði. Síðan hefur skapast umræða um að byggja líka tónlistarskóla. Við erum með aðila í bænum sem hefur lýst áhuga á því að byggja upp á lóðinni hjá félagsheimilinu Festi, sem er komið til ára sinna, og við verðum væntanlega með kynningu í næstu eða þarnæstu viku á þeim hugmyndum. Þeir ætla að byggja þar stórhýsi á bilinu 15 til 20 þúsund fermetrar, vonandi einhvers konar verslunarmiðstöð. Þarna verður samkomusalur, matsala og einhverjar búðir, skrifstofur og svo er reiknað með íbúð- um eða hóteli svo að það helsta sé nefnt. Þetta eru ansi magnaðar teikningar sem við ætlum að fara að kynna.“ Ólafur Örn segir að mikil uppbygging hafi átt sér stað í Grindavík. „Fleiri tugir húsa hafa risið á síðustu tveimur árum og það er uppgangur. Í haust fór af stað fyrirtæki sem heitir ORF-líftækni og við bindum miklar vonir við framtíðina hjá því. Það er með algjöra nýjung á sínu sviði; reisti hér gróðurhús og er að rækta byggplöntur með mismunandi próteinum. Verið er að bíða eftir fyrstu uppskerunni og það verður væntanlega opnað með pompi og prakt snemma vors. Menn urðu líka mjög glaðir um daginn þegar meistaraflokkur kvenna varð bikarmeistari í körfubolta,“ segir Ólafur Örn og bendir á að allra markverðast sé kannski að frí æfingagjöld séu fyrir öll börn í allar íþróttir í Grindavík. „Við erum fyrsta sveitarfélagið í landinu sem gerir það.“ Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands gerir athugasemd við að aug- lýsing frá nektardansstaðnum Goldfinger birtist í fréttablaði laganema, Grími geitskó. „Á meðan yfirvöld geta ekki með óyggjandi hætti sýnt fram á að á súlustöðum sé stundað ólög- legt athæfi er mér nákvæmlega sama hvar Geiri auglýsir staðinn sinn,“ segir Þórarinn Þórarins- son ritstjóri. Þórarinn segir að vissulega geti það orkað tvímælis að auglýsa súludans í fréttablaði laganema. „En ég held að stétt lögfræðinga geti síst af öllum farið í manngreinarálit þar sem lögfræðingar verða að verja alla. Allt frá móðgunar- gjörnum poppstjörnum til forhertra dópsala og morðingja. Þetta fjaðrafok í Háskólanum er annars lýsandi dæmi fyrir tilgangsleysi allrar umræðu stúdenta og félagslegs brölts þeirra. Stúdentapólitíkin í öllu sínu merkingarleysi er auðvitað besta dæmið en þar keppa fylkingar um völd sem eru ekki merkilegri en hússtjórn í meðal fjölbýlishúsi.“ SJÓNARHÓLL NEKTARDANSSTAÐUR AUGLÝSIR Í FRÉTTABLAÐI LAGANEMA Fjaðrafok ÞÓRARINN ÞÓRARINS- SON ritsjtóri HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLAFUR ÖRN ÓLAFSSON, BÆJARSTJÓRI Í GRINDAVÍK Frí æfingagjöld fyrir alla krakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.