Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 68
32 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Gunnarsson frá Arnanesi, Skálabrekku 1, Húsavík sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnu- daginn 2. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. mars klukkan 14.00. Þorbjörg Theodórsdóttir Sólveig Sigurðardóttir Þorsteinn Rúnar Eiríksson Theodór G. Sigurðsson Guðrún Lárusdóttir Blöndal Guðrún Ásta Sigurðardóttir Stefán Rúnar Bjarnason barnabörn og barnabarnabarn. sýnda samúð og tkærrar eiginkonu gdamóður og ömmu, r, Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Vilborgar Sigursteinsdóttur, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun. Stefán Bjarnason Sigrún Stefánsdóttir Árni Björgvinsson Viðar Stefánsson Valdís Ragnheiður Ívarsdóttir Bjarni Stefánsson Anna María Ingólfsdóttir og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Kjartan Ólason Fagragarði 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 5. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín V. Matthíasdóttir Matthías Kjartansson Anna Guðrún Tómasdóttir Óli Þór Kjartansson Jóhanna Grétarsdóttir Hólmfríður Kjartansdóttir Páll Ólason Súsanna K. Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Elías Valgeirsson fyrrverandi rafveitustjóri í Ólafsvík, lést á heimili sínu Dalbraut 25, hinn 5. mars. Magdalena Sigríður Elíasdóttir Theódór Marínósson Sigurður Rúnar Elíasson Edda Sveinbjörnsdóttir Valdimar Elíasson Hong Shen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Lísa Pétursson áður til heimilis að Drápuhlíð 27, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 4. mars síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Guðmundur Franklín Jónsson Kolbrún Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Kristinn Sigurðsson Þórufelli 18, Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 4. mars. Útförin verður auglýst síðar. Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigsteinn Sigurðsson Halla Pálsdóttir Sigríður Sara Sigurðardóttir Guðmundur Björnsson Herdís Elísabet Kristinsdóttir Sveinn Ingi Steinþórsson Helena Kristinsdóttir Sverrir Kári Karlsson Halldór Sigurðsson Haraldur Sigurðsson Dagný Karlsen barnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra er auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, Gunnars Inga Ingimundarsonar Faxabraut 31b, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut. Linda Gústafsdóttir og fjölskylda. Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir, frænka og fyrrum eiginkona, Hafdís Þórarinsdóttir sjúkraliði á Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. mars kl. 13.30 Þórdís Brynjólfsdóttir Þórarinn Jakob Þórisson Maren Óla Hjaltadóttir Hanna Bryndís Þórisdóttir Gunnar Jón Eysteinsson Brynjar Davíðsson Gréta Björk Halldórsdóttir Sigurður Heiðar Davíðsson Sylvía Dögg Tómasdóttir Dröfn Þórarinsdóttir Sigurður B. Friðriksson barnabörn og aðrir aðstandendur, Davíð Hauksson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Lúðvík Kjartan Kjartanson stýrimaður, áður til heimilis að Króki 2, Ísafirði, lést á Húkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnudaginn 2. mars. Útför hans fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 8. mars kl. 15.00. Anna Jónsdóttir Ólína Louise Lúðvíksdóttir Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir Helgi Leifsson Hólmfríður Lúðvíksdóttir Björn Gísli Bragason Kjartan Jón Lúðvíksson Anna Helga Sigurgeirsdóttir Óli Pétur Lúðvíksson Sólveig Ingibergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu Jóns Hilmars Sigurðssonar líffræðings, Sléttuvegi 3 Reykjavík. Gísli Sigurðsson Jóhanna Bjarnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Björn Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Guðmundur Arason Kristín Sigurðardóttir Werner Rasmusson Baldur Sigurðsson Kristbjörg Steingrímsdóttir Guðný Guðnadóttir og fjölskyldur. ÞJÓÐSKÁLDIÐ STEFÁN FRÁ HVÍTADAL ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1933. „Æskan geymir elda og ævintýraþrótt.“ Skáldið Stefán var Sigurðsson og var eitt fremsta skáld ný- rómantíkur í íslenskum bók- menntum. Hann andaðist 45 ára að aldri. Árið 1912 kom hinn norski land- könnuður Roald Amundsen til hafn- ar á eyjunni Tasmaníu eftir að hafa orðið fyrstur á suðurpólinn hinn 14. desember 1911. Hann gaf þegar út yfirlýs- ingu um afrekið svo það yrði lýðum ljóst. Hinn 20. október 1911 lagði Amundsen af stað, ásamt fjórum leiðangursmönnum, frá strönd Suðurskauts- landsins inn að póln- um með fjóra sleða og 52 sleðahunda. Dag einn í seinni hluta nóvembermánaðar voru 24 af sleðahundunum skotnir og notaðir til matar fyrir mennina og hundana sem eftir voru. „Bitur verkalaun,“ skrifaði Amundsen í dagbókina sína en nýja kjötið bjargaði lífi hundanna sem eftir voru og einnig lífi mannanna. Áfram héldu þeir með þrjú hundaeyki og 14. desem- ber var komið á suðurpól- inn í glampandi sólskini. Eftir þriggja daga viðdvöl við mælingar og rann- sóknir héldu mennirnir til norðurs aftur með 2 sleða og 16 hunda. Hver dagleið var 30- 50 km, stundum jafn- vel 80. Hinn 26. janúar 1912 komu þeir aftur að ströndinni og voru bæði menn og hundar vel á sig komnir. 30. janúar yfirgaf Fram, skip Amundsens, Suðurskautslandið og sigldi til Hobart á Tasmaníu. ÞETTA GERÐIST: 7. MARS 1912 För Amundsen opinber Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir leikritið Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason í félagsheimili sínu Loga- landi í kvöld. Það er vegleg uppfærsla enda telst hún einn af þeim við- burðum sem efnt er til vegna hundrað ára afmælis félags- ins í ár. Alls koma um 50 manns að sýningunni, þar af 25 á svið og mikið er lagt upp úr búningum og annarri umgjörð. Logalandi hefur verið umturnað og breytt í þá gömlu og góðu krá Jokers & Kings í London. Stundin er mars 1810 og leikhópur kráarinnar sýnir gestum sagnfræðilegt drama um Danann unga Jörgen Jörgensen sem hélt til Íslands í júlí 1809 til að kaupa af Íslendingum tólg sem nota skyldi í sápu handa aðlinum í London. Undarlegir atburðir verða til þess að hann setur af hinn danska Trampe greifa og legg- ur landið undir sig. Hann ríkti í sex vikur um hundadagana árið 1809 og hefur æ síðan gengið undir nafninu Jörundur hundadagakóngur á Íslandi. Annar afmælisviðburður Ungmennafélags Reykdæla er útgáfa bókar um sögu félagsins. Hún er á leið í prent- un. Jóhanna Harðardóttir blaðakona hefur tekið bókina saman og er orðin býsna fróð eftir lestur fundargerða síð- ustu hundrað ára. „Þegar þetta félag var stofnað var þjóð- in efnalega fátæk en í andanum rík og unga fólkið fullt af hugsjónum,“ segir hún. „Allt menningar- og íþróttalíf tók stakkaskiptum með tilkomu félagsins og einkunnarorðin „ræktun lýðs og lands“ átti vel við því skógrækt varð hluti af starfseminni. Einnig var ráðist í byggingu félagsheim- ilisins Logalands sem gerbylti aðstöðunni til samkomu- halds í sveitinni. Húsið er enn á sínum grunni, margstækk- að og þar verður leikið af list og sungið í kvöld eins og oft áður. Eldmóðurinn hefur haldist hér í dalnum og sýningin í kvöld er til vitnis um það.“ gun@frettabladid.is UMF REYKDÆLA: FAGNAR ALDARAFMÆLI Á landinu bláa VEGLEG UPPFÆRSLA Arnoddur Magnús Danks í hlutverki Jörundar í Félagsheimili Reykdæla í Logalandi. Leikritið Þið munið hann Jörund er frumsýnt í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.