Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 4
4 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 41 26 8 0 3. 2 0 0 8 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 7° 1° 3° 6° 9° 7° 7° 4° 8° 13° 14° 6° 8° 21° 9° 28° 18° Á MORGUN 3-10 m/s -3 SUNNUDAGUR 5-10 m/s, hvassast norðan til 0 0 0 2 3 1 10 3 1 4 1 1 3 4 2 3 1 LÉTTIR TIL NORÐ- AUSTANLANDS Núna með morgn inum er víða snjókoma eða slydda, úrkomumest vestan til á Norður- landi og á Vestfjörð- um. Þurrt verður hins vegar að mestu á Austurlandi. Um eða eftir hádegi fer að létta til austan til og á landinu norð austanverðu. Rétt er að nefna að úrkoman syðra verður fremur lítil. 3 5 3 1 -2 -2 1 1 1 -3 -4 -2 -3 -2 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FISKELDI „Ég held að það sé komið að ögurstundu varðandi þorskeldið hér á landi. Það blasir við að við höldum ekki mikið lengur áfram á því róli sem við höfum verið undan- farin ár. Í því eru engir framtíðar- möguleikar. Það sem þarf að ger- ast er að fyrirtækin stækki og framleiðslan geti aukist verulega frá því sem nú er,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra. Einar segir að niðurskurður á þorskkvóta ýti mjög á þörfina á framþróun þorskeldis. Nefnd á hans vegum kannar nú möguleika á byggingu og starfrækslu seiða- eldisstöðvar sem þjónað gæti allri matfiskfram- leiðslu hér á landi. Íslenskt þorskeldi stend- ur á krossgötum og tímabært er að auka fram- leiðslu verulega, að mati eldis- manna. Einar telur tímabært að taka skref til að þorskeldi geti orðið „alvöru atvinnugrein“. Bygging fullkom- innar seiðastöðvar er honum ofar- lega í huga sem forsenda fram- fara. Fréttablaðið heimsótti í febrúar seiðaeldisstöðina Saga Fjörd í V- Noregi. Stöðin mun framleiða tíu milljón seiði á þessu ári og er því af sömu stærð og sú seiðastöð sem íslenskir þorskeldismenn telja nauðsynlegt að rísi hér. Sigurd O. Handeland framkvæmdastjóri segir að stofnkostnaðurinn við stöðina hafi verið um 500 milljónir íslenskra króna. „Það liðu þrjú ár frá því að við vorum búnir að koma upp aðstöðunni þangað til við höfðum náð viðunandi jafn- vægi í framleiðsluna.“ Handeland telur að íslenskum fiskeldismönn- um standi til boða öll sú þekking sem hafi orðið til í norsku seiða- eldi. „Sú þekking sem hér hefur orðið til stendur ykkur til boða og gæti stytt þann tíma sem tekur að ná tökum á stórskala seiðaeldi á Íslandi.“ Baard Haugse, framkvæmda- stjóri Grieg Cod Farming AS, telur fyrirtækið verða eitt af þremur stærstu þorskeldisfyrirtækjum Noregs innan skamms tíma. Hann býður íslenska eldismenn vel- komna. „Við höfum ekki mörg leyndarmál. Eldismenn geta lært hver af öðrum og við teljum einnig að sjö ára reynsla okkar af þorsk- eldi gefi okkur ákveðið forskot í samanburði við önnur lönd.“ Haugse telur að ef vel gangi muni árleg framleiðsla í Noregi verða allt að 100 þúsund tonn innan fimm ára. „Framtíðin er síðan óráðin. Framleiðslu í norsku laxeldi má nota sem mælikvarða.“ Norðmenn framleiddu 730 þúsund tonn af laxi árið 2007. - shá / sjá síðu 18 Norðmenn hvetja til samstarfs í þorskeldi Sjávarútvegsráðherra og framleiðendur hér telja tímabært að stórauka umsvif í eldi á þorski. Stjórnvöld, framleiðendur og tæknisamfélagið í Noregi telja ekk- ert mæla á móti því að starfa með Íslendingum í uppbyggingu þorskeldis. EINAR K. GUÐFINNSSON SAGA FJÖRD Seiðaeldisstöðin var reist 2001 og tók þrjú ár að ná jafnvægi í fram- leiðsluna. Stöð af þessari stærð myndi henta Íslandi vel. MYND/MALVIN HANDELAND SVEITARSTJÓRNARMÁL „Í fundargerðum bygg- ingar nefndar er ekki að finna umfjöllun um nein aukaverk né heldur breytingar á heildar- kostnaði við framkvæmdir. Nefndin hefur að þessu leyti brugðist hlutverki sínu,“ segir í greinargerð innri endurskoðunar Reykjavíkur- borgar um framkvæmdir við Laugardalsvöll sem fóru langt fram úr kostnaðaráætlun. Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands sömdu um framkvæmdirnar 15. september 2005. Upphafleg kostnaðaráætlun vegna fram- kvæmda við Laugardalsvöll var rúmlega milljarður króna en lokauppgjör verkefnisins hljóðar upp á rúmlega 1.600 milljónir króna. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær voru upphaflegar áætlanir vegna framkvæmd- anna gallaðar þar sem ekki var gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Áætlunin var uppfærð í apríl 2006 og var þá gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á 1.300 milljónir. Haft var eftir Eggerti Magnússyni, fyrrver- andi formanni byggingarnefndarinnar, í Fréttablaðinu í gær að embættismenn borgar- innar hefðu vitað um öll skref í málinu. Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafns- son voru í nefndinni fyrir hönd borgarinnar en aðeins tveir fundir voru haldnir á fram- kvæmdatímanum; í nóvember 2005 og í apríl 2006. Borgarráð mun taka greinargerð innri endurskoðunar til umfjöllunar á næsta fundi borgarráðs. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem kallaði eftir skoðun á innri endurskoðun borgarinnar, vildi gefa öðrum borgarfulltrúum tíma til þess að kynna sér greinargerðina ítarlega áður en hann tjáði sig um hana. - mh Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gagnrýnir eftirlit með stúkubyggingu í Laugardal: Byggingarnefndin brást alveg AUKAVERK UMFRAM ÁÆTLANIR Lóð 16,5 millj. Magnaukningar 73 milljónir Hönnun og eftirlit 80 milljónir Virðisaukaskattur af hönnun 36 milljónir Varamannaskýli 12 milljónir Jarðvinna 16 milljónir Sæti 14 milljónir VIP-stúkur 12 milljónir Steinteppi í aðkomusal 13 milljónir Handr. í stúku og v/ kjallarainng. 9 milljónir Öryggis- og myndavélakerfi 8 milljónir Innréttingar í miðasölu 2,1 milljónir Frágangur blaðamannaskýla 1,4 milljónir Burðarfestingar fyrir lampa í þaki 1,2 milljónir Gera við Tartan-efni 2,1 milljónir Veggir undir bogaglugga 3,1 milljónir Ýmislegt viðhald 22 milljónir Önnur aukaverk 50,5 milljónir Samtals 371,9 millj. Matareitrun 700 barna Sjö hundruð skólabörn í Balikesir- héraði í Tyrklandi voru flutt á sjúkra- hús, að því er virðist með heiftarlega matareitrun. Börnin höfðu fengið kjúkling í hádegismat og byrjuðu fljótlega eftir það að kasta upp. TYRKLAND VIÐSKIPTI Eftir skatta er 825 milljóna króna tap á rekstri Saga Capital Fjárfestingarbanka á árinu 2007 samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Fram kemur í tilkynningu að ástæður tapsins megi rekja til stofnkostnaðar bankans, en hann tók formlega til starfa í júní í fyrra, auk áhrifa af lausafjár- kreppu á fjármálamörkuðum. Eignir bankans námu í árslok 38 milljörðum króna, eigið fé var 9,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall á CAD-grunni 35,3 prósent. Þá kemur fram að Saga Capital hafi sótt um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftir- litsins, auk þess sem samið hafi verið um aðgang að stórgreiðslu- kerfi Seðlabankans. - óká Saga Capital Fjárfestingarbanki: Tap ársins er 825 milljónir STÍGAMÓT Zontakonur á Íslandi ætla að selja 10.000 rósanælur til styrktar Stígamótum á næstu dögum. Nælurnar verða seldar í helstu stórmörkuðum á höfuðborgar- svæðinu, í Árborg, á Ísafirði og á Akureyri. Ágóðinn á að standa undir bættri og aukinni þjónustu Stígamóta á landsbyggðinni. Utan höfuðborgarsvæðisins er þörf fyrir þjónustu Stígamóta og samtökin vilja mæta þeirri þörf. Undanfarin 18 ár hafa Stígamót þjónað um 4.800 manns aðallega vegna sifjaspella og nauðgana en í auknum mæli vegna vændis. - sgs Zontakonur selja rósanælur: Víða þörf á Stígamótum RÓSANÆLAN Á ALÞINGI Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, brosti er hann fékk rósanæluna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Póstverslun með lyf og sala nikótínlyfja utan lyfjabúða verður heimiluð, verði frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar um breytingar á lyfjalöggjöfinni að lögum. Í frumvarp- inu, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er lagt til að verð á lyf - seðils skyldum lyfjum frá sama sölu- aðila verði það sama um allt land og að lyfjanefndir sjúkrahúsa gefi út bindandi lista um notkun á lyfjum á sínum stofnunum. Þá er lagt til að leyfisveitingar á sviði lyfjamála verði fluttar frá heilbrigðisráðu- neytinu til Lyfjastofnunar. - bj Breytingar á lyfjalöggjöfinni: Póstverslun verði heimil GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Miklagljúfur flætt Hafist var handa við það á miðvikudag að hleypa vatni á Miklagljúfur (Grand Canyon) í Arizona. Það er gert í von um að endurlífga vistkerfið í gljúfrinu, sem breyttist varanlega við byggingu Glen Canyon-stíflunnar árið 1963. BANDARÍKIN GENGIÐ 06.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 132,0172 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,10 66,42 131,89 132,53 101,31 101,87 13,598 13,678 12,924 13,000 10,820 10,884 0,6389 0,6427 106,94 107,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.