Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 32
6 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008 V ikuna 1.-8. mars hefur Fiðr- ildavikan staðið yfir en henni var hrint af stað til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Unifem á Íslandi á heiður- inn að vikunni en henni mun form- lega ljúka á morgun með glæsilegum galakvöldverði í Frímúrarahöllinni. Þetta er eflaust í eina skiptið sem konur fá að valsa karlmannslausar um Frímúrarahöllina því nærveru þeirra er yfirleitt ekki óskað í höll- inni nema á árlegum jólaböllum frí- múraranna. Það sem hefur vakið at- hygli er að miðinn á galakvöldverð- inn kostar 70 þúsund krónur og því ekki á færi allra að kaupa miða. Ef marka má galakvöldverð Unifem er þó engin kreppa hjá kvenpeningn- um í landinu því upp- selt er í boðið en sal- urinn tekur um 800 manns í sæti. Það er þó ekki nóg að borga 70 þúsund krónur fyrir mið- ann því konurn- ar þurfa að mæta í hvítum fötum og þurfa að bera eitt- hvað sem minnir á fiðrildi. Markmiðið er að blaka vængjum og búa til ævintýra- lega stemningu. Á Fiðrildahátíðinni verður utanríkisráðherra Líber- íu gestastjarna en margir frábær- ir listamenn munu skemmta konun- um og svo verður uppboð á munum til að safna enn þá meiri peningum til að senda til þeirra sem minna mega sín. Aðalskipuleggjandinn að Fiðrildahátíðinni er Elínrós Líndal blaðamaður og er Kristín Ólafsdótt- ir kvikmyndagerðarkona vernd- ari samtakanna. Það má því búast við stjörnufansi í Frímúrarahöll- inni en Föstudagur hefur heimild- ir fyrir því að meðal annarra muni þær Ingibjörg Stef- anía Pálmadóttir, Þóra Hallgrímsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borg- arfulltrúi, Sig- ríður Snævarr, Helga Sverr- isdóttir, Þórunn Guð- mundsdóttir lögmað- ur og Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir mennta- málaráðherra mæta. Ríku konurnar flykkjast í fjáröflunarkvöldverð Unifem Miðinn kostar 70 þúsund og enginn fær frítt „Ég ætla nú bara að vinna um helg- ina. Á laugardag er sýning hjá Esk- imo-models. Ég er að kenna stelp- um á fyrirsætu- og framkomunám- skeiðum þar og í lok hvers námskeiðs er haldin tískusýning. Á sunnudaginn er ég svo með fermingarmyndatöku þannig að ég ætla ekkert að kíkja út á lífið – bara hafa það gott og vinna.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari. Hjónin Árni Þór Vigfússon og Marikó Margrét Ragnarsdóttir stefna að því að flytja til Svíþjóðar næsta sumar. Árni Þór hefur starfað sjálfstætt í afþreyingariðn- aðinum síðan hann hætti sem sjónvarps- stjóri á Sirkus en nú segja sögusagnir að hann ætli að fara að vinna meira með viðskiptafélaga sínum, Kristjáni Ra, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð síðustu mánuði. Hyggjast þeir félagar vinna við leikhúsbransann en allar sýningar sem þeir hafa sett upp hafa náð miklum vinsældum. Ekki fylgir þó sögunni hvað Marikó Margrét ætlar að taka sér fyrir hendur en hún er viðskiptafræðingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri á auglýsingastofunni Johnson og Lemacks. Margt í gangi Ofurbloggarinn og fyrrverandi sjónvarps- þulan, Ellý Ármanns, hefur mörg járn í eldinum þótt hún sé hætt með Sviðsljós á mbl.is. Sögusagnir herma að Ellý sitji sveitt við að endurvekja vefinn sinn, Spámaður.is sem hefur legið í dvala um nokkurt skeið. Hann var feikivinsæll fyrir nokkrum árum en það var löngu áður en þjóðin vissi að Ellý sæi fram í tímann. Það er þó ekki það eina sem Ellý er að fást við þessa dagana því lítill fugl hvíslaði því að Föstudegi að hún væri að vinna að eigin sjónvarpsþætti. Nú bíðum við bara spennt í hvaða stellingar Ellý ætlar að setja sig í en ef við þekkjum Ellý rétt þá verður þetta eitthvað krafsandi. fréttir F erðamálafrömuðurinn Andri Már Ingólfs- son gerir það heldur betur gott þessa dag- ana. Ferðaskrifstofan Solresor, sem tilheyr- ir fyrirtæki hans, Primera Travel Group, var á dögunum valin besta ferðaskrifstofan í Sví- þjóð, þriðja árið í röð. Auk hennar á Primera Tra- vel Group ferðaskrifstofur í Danmörku, Noregi og Finnlandi, en hér á landi ferðaskrifstofurnar Heimsferðir og Terra Nova. Sænska skrifstof- an Solresor skilaði methagnaði á síðasta ári, en þá fór hún að bjóða upp á ferðir til Kerala á Ind- landi, Tíbet, Hawaii og Sikileyjar svo eitthvað sé nefnt. Það eru þó ekki sólbrúnir Kerala-farar sem greiða atkvæði í kosningunni heldur fimm hundruð fagmenn úr ferðabransanum í Svíþjóð. Andri Már hefur verið heldur betur áber- andi í ferðabransanum á liðnum árum, en hann var valinn markaðsmaður ársins 2007 af Ímark, og maður ársins í íslensku atvinnulífi af dóm- nefnd Frjálsrar verslunar sama ár. Auk Prim- era Travel Group, sem Andri á einn og sjálf- ur, á hann 80 prósenta hlut í flugfélaginu Jetx – Primera Air og fyrirtækið Heimshótel, sem festi kaup á gamla Eimskipafélagshúsinu þar sem Hótel Radisson SAS 1919 er nú starfrækt. Andri Már gerir það gott í Svíþjóð FERÐAMÁLAFRÖMUÐUR Ferðaskrifstofan Solresor, sem tilheyrir Primera Travel Group, og Andri Már Ingólfsson á einn og sjálfur, var valin besta ferðaskrifstofan í Svíþjóð þriðja árið í röð. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Freyr Bjarnason fb@frettabladid.is Sunna Dís Másdóttir sunna@frettabladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR FR ÉTTABLAÐ IÐ /STEFÁN FRÍMÚRARAHÖLLIN KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIRINGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR ELÍN RÓS LÍNDAL Borghildur Ína Sölvadóttir vann hönn- unarkeppni Hagkaupa árið 2007. Í dag kemur línan í verslanir en hún er sér- stök að því leytinu til að á flíkurnar eru prentuð jákvæð orð. Borghildur, sem er á öðru ári í grafískri hönnun í Lista- háskólanum, segir að hún hafi byrjað á að gera línu með neikvæðum orðum en hafi svo skipt algerlega um gír. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að gera verkefni í skólanum, en fatalínan var hálfgerð pirringslína,“ segir Borg- hildur og segir að henni hafi svo fund- ist ákaflega leiðinlegt að vera svona neikvæð að hún hafi ákveðið að skipta um gír. „Mig langaði frekar að nota jákvæð orð og svo er íslenskan svo fal- leg og heillandi að mér fannst ég verða að nota hana.“ Finnst þér Íslendingar vera of neikvæðir? „Ég veit það nú ekki. En mig langaði til að vekja fólk til umhugsunar þegar það rækist á mann- eskju í bol með hressilegum og jákvæð- um orðum,“ segir hún. Fatalína Borg- hildar Ínu er öll úr bómullarefni með örlítilli teygju. Hún segir að þetta séu skvísuleg heimaföt sem þrengi alls ekki að en séu samt klæðileg. „Þetta eru svona smart heimaföt.“ martamaria@frettabladid.is Jákvæð föt á landann BORGHILDUR ÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.