Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 22

Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 22
22 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Iðngreinanám Með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands verður til stærsti framhalds- skóli landsins með á þriðja þúsund nemendur. Skólinn verður öflug miðstöð iðn- og starfsnáms á Íslandi með bein tengsl við atvinnulífið. Samið hefur verið við Menntafélagið um rekstur hins nýja skóla til næstu fimm ára en að því standa Samtök iðnaðarins, Landssamtök íslenskra útvegsmanna, Samorka, Iðnaðar- mannafélag Reykjavíkur og Sam- band íslenskra kaupskipaútgerða. Þessi sameining á sér nokkurn aðdraganda en hugmyndin kom fyrst upp í lok ársins 2006. Í viðræðum við fulltrúa atvinnulífsins og stjórn- endur Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækni skóla Íslands hefur sú sýn verið höfð að leiðarljósi að bein þátttaka atvinnulífsins í menntuninni og faglegt sjálfstæði skóla skili okkur eftirsóknar- verðum tengslum atvinnulífs og menntakerfis. Í frumvarpi til laga um framhaldsskólann sem nú er til umræðu á Alþingi eru lagðar til breytingar er munu opna ný og spennandi tækifæri fyrir iðn- og starfsnám hér á landi enda eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins að efla stöðu iðn- og verkgreina í landinu. Umgjörð starfsmenntunar tekur samkvæmt frumvarpinu mið af þeim viðamiklu tillögum sem starfsnámsnefndin svokallaða skilaði mér sumarið 2006. Fulltrúar atvinnulífsins áttu veigamikinn hlut í starfi þeirrar nefndar og tillögur hennar lögðu meginlínurnar um fyrirkomulag starfsmenntunar í frumvarpinu. Starfsnám á að fá hliðstæða stöðu og bóknámið hefur nú í uppbyggingu framhaldsnáms t.d. til stúdents- prófs. Möguleikar aukast á að sérsníða nám að þörfum atvinnulífs- ins og þar með að skapa meira og fjölbreyttara framboð menntunar í framhaldi af starfsnámi á fram- haldsskólastigi. Ég hef mikla trú á að þessi atriði eigi eftir að auka áhuga ungmenna á menntun á þessu sviði. Þau tækifæri sem opnast með breyttri lagaumgjörð stendur til að nýta til fulls í hinum nýja skóla og þau markmið sem lagt er upp með eru háleit og metnaðarfull. Stefnt er meðal annars að því að skólinn verði leiðandi í þróun, kennslu og þjónustu í iðn- og starfsmenntun er skilar nemendum verðmætri menntun og atvinnulífinu hæfu starfsfólki, að nemendum sem velja sér iðn- og starfsnám að loknu námi á almennri brauti fjölgi um 10% á samningstímanum og að dregið verði úr brottfalli í iðn- og starfsnámi um 20% á næstu árum. Með stofnun hins nýja skóla hefur verið tekið stórt skref í þá átt að gera iðn- og starfsmennt- un að eftirsóknarverðum kosti fyrir ungt fólk og skipa henni veglegan sess í samfélaginu. Höfundur er menntamálaráðherra. Öflug miðstöð iðn- og starfsnáms ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR SPOTTIÐ OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 6. mars FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN- HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Mögnuð veiði á Grænlandi – Pálmi Gunnarsson ::: Veiðistaðalýsing, fríðsvæði Laxár í Kjós – Gísli Ásgeirsson ::: Strandveiðiklúbburinn – Dr. Fly og Birgir Ævarsson ::: Völvuspáin 2008 – Völvan og Gunni Helga ::: Veiðisögur og veiðihorfur í Litlu Laxá – Ragnheiður Thorsteinsson ::: Myndagetraunin ::: Happahylurinn í boði RB veiðibúðar Ríkisrekinn vinnufriður „Þá skiptir máli að hafa vinnufrið fyrir önnur góð mál í þjóðfélaginu án þess að bloggararnir í okkar umhverfi séu að blaðra út og suður,“ var haft eftir Árna Johnsen alþingismanni í Fréttablaðinu í gær. Árna er greini- lega ekki sama um það hver tjáir sig um samfélagsmál og hvernig. Ekki er langt síðan Árni lagði til að Alþingi myndi reka eigin sjónvarpsstöð til að færa landanum betri og rétt- ari fréttir af þinginu en fjölmiðlar gera í dag. Það er náttúrulega ekkert hættulegra vinnufrið alþingismanna en fjölmiðla- menn og bloggarar sem hafa skoðun á því sem er að gerast á þinginu og annars staðar í samfélaginu. Hálft West Ham farið Björgólfur Thor féll niður um 61 sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt Forbes og er nú í 307. sæti. Það er því ekki bara Bill Gates sem verður að sætta sig við að falla niður listann á milli ára. Björgólfur er kannski ekki alveg á flæðiskeri staddur þar sem tímaritið metur auð hans á 231,8 millj- arða króna. Hrapið er aðeins meira fyrir Björgólf Guðmundsson, sem fellur niður um 215 sæti og fer úr því 799. niður í 1.014. sæti. Ólíkt Björgólfi yngra er sá eldri talinn hafa tapað 6,6 milljörðum frá því á síðasta ári og eigi nú bara tæpa 73 milljarða í stað tæpra 80. Tapið nemur um það bil hálfri upphaf- legri fjárfestingu hans í West Ham. Já, eða einum 8 GB iPod nano á hvern Íslending, keyptum á Íslandi. Fastir liðir Nýjasta hefti Þjóðmála, undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar, er komið út; vorheftið. Þar má finna nokkra fasta liði eins og venjulega, líkt og grein eftir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. Ekki er þess minnst að Þjóð- mál hafi komið út án þess að Björn hafi átt þar grein. Nú skrifar hann um REI-málið og eins og segir á forsíðu „rekur ótrúlega sögu hátimbraðra fyrirætlana, marklausra yfirlýsinga og óvandaðra vinnubragða“. Ekki er auglýst hverra vinnubrögðum er svo lýst.F átt bendir til þess að hagsmunum Íslendinga verði betur borgið við inngöngu í Evrópusambandið en með núverandi aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Flestum er það ljóst enda fór Evrópuumræðan ekki hátt á Íslandi á meðan vel gekk í íslensku efnahags- lífi. Nú aftur á móti, þegar á móti blæs, er eðlilegt að raddir um að ganga til samningaviðræðna við ESB verði háværari. Það er ekkert athugavert við að hvatinn að baki slíkri kröfu sé hugsanlegur fjárhagslegur ávinningur. Stefna Seðlabankans í peningamálum er orðin mörgum dýr og ljóst að lítið opið hag- kerfi er viðkvæmt fyrir erlendum áhrifum. Því hefur það verið áberandi röksemd þeirra sem vilja hefja samninga viðræður við Evrópusambandið, að aðeins þannig getum við tekið upp evruna. Þessar raddir heyrast nú víðar á vettvangi atvinnu- lífsins og stjórnmálanna. Erfiðleikar á fjármála mörkuðum ýta undir það. Það kemur á óvart að stuðningur við að hefja samninga- viðræður við ESB sé ekki meiri en mældist í skoðanakönnun Gallup sem birt var á Iðnþingi í gær og er í samræmi við niður- stöðu í könnun Fréttablaðsins fyrir skömmu. Um 54 prósent eru hlynnt viðræðum við ESB og hefur stuðningurinn minnkað um fjögur prósent á einu ári samkvæmt Gallup. Hlutfall þeirra sem eru andvígir viðræðum hefur hækkað. Þetta hlýtur að koma fólki sem hefur talað hæst um þessi mál undanfarið í opna skjöldu. Samkvæmt Gallup telja tæp 56 prósent landsmanna æski- legra að taka upp evru en að halda krónunni. Í hugum margra jafngildir það inngöngu í Evrópusambandið. Miklar líkur eru á að upptaka evru njóti meiri stuðnings ef aðild að sambandinu er ekki skilyrði. Einhliða upptaka evrunnar er ekki möguleg. Illugi Gunnars- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Iðnþingi í gær frá leið sem mætti skoða áður en sótt yrði um aðild að ESB. „Mér finnst sú skoðun allrar athygli verð að þar sem evran er mynt innri markaðarins hefði EFTA-þjóðunum í EES- samstarfinu átt að standa til boða frá upphafi að taka þátt í myntsamstarfinu. Ísland og Noregur gætu til dæmis vel haldið því fram að þar sem þjónunum sé ætlað að taka upp allar reglur sem lúta að innri markaðinum til þess að tryggt sé að allir sitji við sama borð, ætti þjónunum að standa til boða að nýta sér hina sameiginlegu mynt,“ sagði Illugi. Þessa leið mætti skoða ef krónan dygði ekki Íslendingum án þess að sækja um aðild að ESB. Einhverjir kunna að telja þetta vera enn eina leiðina til að fresta því að stíga skrefið til fulls og ganga í ESB. Hins vegar má telja öruggt að stuðningur við aðild eða aðildarviðræður minnki verulega þegar rætt verður um ókosti þess að ganga í sambandið. Upptaka evru mundi vafalaust hafa ýmsa kosti í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Litlar líkur eru hins vegar á að hagsmunum Íslendinga verði betur borgið með inngöngu í ESB. Þar liggur vandinn. Stuðningur við ESB-viðræður minnkar. Evra á grunni EES BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.