Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 66

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 66
30 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Fiðrildavikan Það var að næturlagi sem árásarmennirnir komu. Ég var sofandi og ein í húsinu. Þeir voru fimm. Þeir réðust inn og rifu mig úr fötunum. Þeir stungu mig með sveðju í höfuðið og ofarlega í handleggina á meðan þeir héldu höfðinu á mér aftur. Ég öskraði allan tímann á meðan þeir nauðguðu mér – allir fimm, hver á eftir öðrum. Á meðan einn nauðgaði mér sagði annar: taktu hann út svo ég geti tekið hana! Þeir börðu með spýtu í hendina á mér sem er núna stórskemmd. Sársaukinn var skelfilegur. Þegar þeir fóru skreið ég út úr hús- inu. Þeir kveiktu í húsum í þorpinu og svo kveiktu þeir í mínu. Nauðgunin orsakaði að ég rifnaði illa, fékk svæsna ígerð og lyktin af mér var hræðileg.“ Svona hljómar frásögn Kibakuli, sem er 70 ára kongósk kona frá Kanya Batundu í norðaustur Lýð- veldinu Kongó. Reynsla hennar er því miður dæmi- gerð fyrir stúlkur og konur þar í landi en segja má að þar sé líkami kvenna sá vígvöllur sem barist er á. Fiðrildasöfnunin er umfangsmesta fjáröflun sem UNIFEM á Íslandi hefur skipulagt en hún er í þágu kvenna og stúlkna á stríðshrjáðum svæðum í Líberíu, Kongó og Súdan. Konurnar sjálfar skilgreina þörfina Stærstur hluti fórnarlamba í stríði í dag eru óbreyttir borgarar, aðallega konur og börn. Þó svo að friður hafi komist á í Líberíu árið 2003 og lýðræðislegar kosningar farið fram, þá er kynbundið ofbeldi ennþá algengasti glæpurinn í landinu. Í Súdan verða konur og stúlkur fyrir gríðarlegu kynferðisofbeldi, bæði á „gleymdum“ stríðssvæðum í suðri sem og í Darfúr- héraði, þar sem þjóðernishreinsanir eiga sér stað. Konurnar í Kongó, Líberíu og Súdan upplifa stríðs - ástand hvort sem átök eiga sér stað milli stríðandi fylkinga sem stendur eða ekki því enn fara blóðugir bardagar fram á líkömum þeirra. Það fjármagn sem safnast í Fiðrildavikunni rennur í Styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum og þaðan til kvenna og stúlkna í Súdan, Líberíu og Kongó. Styrktarsjóðurinn starfar samkvæmt þeirri hugmyndafræði að finna lausn við því sem konurnar sjálfar skil- greina sem vandamál – því þær þekkja sín samfélög best. Þess vegna svarar Styrktar- sjóðurinn þörf kvenna, en ákveður ekki fyrir þær hver verkefnin eigi að vera. Mikill skortur á fjármagni Styrktarsjóðurinn er eini sjóður sinnar teg- undar í heiminum og byggist á frjálsum framlögum. Úthlutað er úr sjóðnum í kringum 25. nóvember ár hvert en þá er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundu ofbeldi. Í fyrra bárust sjóðnum 512 umsóknir frá 115 löndum, metnar á 105 milljónir Bandaríkjadala. Aðeins var hægt að styrkja 6% umsókna, eða 29 verkefni í 36 löndum, fyrir 5 milljónir Bandaríkjadala. Það er því ljóst að þörfin er gríðarleg en skortur á fjármagni mikill. Fiðrildið er tákn fyrir umbreytingar í átt til frelsis. Fiðrildaáhrifin vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft gríðarleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Í því samhengi biður UNIFEM almenn- ing að hafa fiðrildaáhrif því líkt og vængjasláttur fiðrilda getur framlag Íslendinga haft mikilvæg áhrif í þágu þeirra kvenna og stúlkna sem UNIFEM starfar fyrir. Ef við Íslendingar tökum höndum saman geta fiðrildaáhrif frá Íslandi veitt þessum konum og stúlkum í Líberíu, Súdan og Lýðveldinu Kongó byr undir báða vængi. Markmiðið er að þær fái að fljúga á eigin forsendum. Ónafngreind kongósk kona sagði í viðtali við Christian Science Monitor í apríl í fyrra: „Við, kongóskar konur, erum að gera það sem við getum til að hjálpa hverri ann- arri... Okkur hefur lengi fundist við vanræktar – en við vonum að þessi tilfinning eigi eftir að hverfa einn daginn.“ Vilt þú hafa fiðrildaáhrif? Höfundur er talskona Fiðrildavikunnar. UMRÆÐAN Leikskólamál Flestir foreldrar ungra barna þekkja þann vanda sem skapast þegar þarf að brúa bilið frá því fæðingar- orlofi sleppir þar til barnið fær inni á leikskóla. Fyrir síðustu kosningar í borginni höfðu allir flokkar í borginni uppi stór orð um að brúa þetta bil með því að hraða uppbyggingu leikskól- anna og taka inn yngri börn. Þar spöruðu sjálfstæðismenn og nýr borgarstjóri ekki stóru orðin. Nú hafa þessir flokkar samþykkt fram- tíðarsýn sína fyrir Reykjavíkur- borg næstu 3 árin. Í stað þess að láta verkin tala eins og þeim sjálf- um hefur verið svo tíðrætt um, eru uppbyggingaáform leikskólanna aðeins upp á þrjá nýja leikskóla auk örfárra sem á að stækka. Þetta er dropi í hafið miðað við þá miklu þörf sem er fyrir fjölgun dagvistaúrræða fyrir ung börn í Reykjavík. Til að bregðast við þessum veru- leika bregst svo nýr meirihluti við með því að fara í sögusafn gamalla og úreltra hugmynda og draga fram illa endurnýjaða hugmynd um heimgreiðslur fyrir foreldra barna sem eru á biðlista eftir leikskóla- plássi, eða svokallaða „mömmu- gildru“. Veruleikinn er hins vegar sá að foreldrar bíða eftir þjónustu frá leikskólum eða dagmæðrum en ekki skaðabótum. Það er svo átak- anlegt að heyra að með hverju barni er fyrirhugað að fylgi um tíu þúsund krónur fyrir mánuðinn, sem enginn getur nýtt sér og barni sínu til framfærslu. Reynsla annarra Norðurlanda sýnir að eingöngu mæður nýta sér heimgreiðslur. Ástæðan er einföld. Hag- fræði heimilisins er þannig að sá sem hefur hærri tekjur fer fyrr út að vinna, sér í lagi þegar annað foreldrið kemst ekki til vinnu vegna skorts á dagvistunarúrræðum. Kynbundinn launamunur hallar á konur og því eru það nán- ast eingöngu konur sem verða eftir heima með barnið. Í stað þess að nýr meirihluti nýti þessa fjármuni í að hraða uppbygg- ingu leikskóla og styðja enn frekar við önnur dagvistunarúrræði – er mömmugildran fest í sessi og þeir leyfa sér að halda því fram að um val foreldra sé að ræða. Öll þessi aðgerð er á skjön við markmið mannréttindastefnu borgar innar, svo og markmið nýrra jafnréttislaga. Aðgerðin ýtir undir að kynin fari aftur í gömul og úrelt kynjahlutverk á heimilum vinna ekki að lausn vandans heldur neyðir okkur aftur til fornaldar. Allt þvert á markmið feðraorlofs sem snýst um að gera körlum kleift að bera jafna ábyrgð á börnum sínum á við konur og að jafna aðstöðu kynjanna á atvinnumarkaði. Feðraorlofið hefur skilað miklum árangri en heimgreiðslur munu færa okkur aftur á bak í baráttunni. Því biðla ég til nýs meirihluta að skila þessari afleitu hugmynd aftur á sögusafnið þaðan sem hún er sótt og taka til hendinni og byggja upp fleiri leikskóla í stað þess að rífa niður það jákvæða sem tekist hefur í jafnréttismálum. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar- innar í leikskólaráði. UMRÆÐAN Utanríkis- og öryggismál Í fyrri hluta þessarar greinar sem birtist í Fréttablaðinu í gær var fjallað um nauðsyn vandaðra vinnu- bragða í síbreytilegum heimi í mótun utanríkisstefnu, um breyt- ingar í alþjóðamálum er varða Ísland sérstaklega og breytingar í alþjóðamálum almennt. Umræða um íslensk utanríkis- og öryggismál Eftir að hilla tók undir lok sjálf- stæðisbaráttunnar á fyrri hluta síð- ustu aldar mótuðust íslensk utan- ríkismál af hugmyndafræðilegum straumum í alþjóðamálum og frá lokum fjórða áratugarins einkum af kalda stríðinu líkt og utanríkis- mál annarra norrænna þjóða. Þjóðin skiptist í fylkingar í afstöðu sinni sem hafði veruleg áhrif á fram þróun stjórnmála í landinu. Bera íslensk stjórnmál enn svip af þeim átökum og stjórnmálaumræð- an sjálf að nokkru leyti einnig. Að mínu mati er umræða og umfjöllun um íslensk utanríkis- mál enn að verulegu leyti í gömlu fari og mjög ófullnægjandi. Fræði- leg umræða um alþjóðamál til glöggvunar á álitaefnum um stöðu mála og stefnu er sömuleiðis ófull- nægjandi. Stefna undanfarinna ríkisstjórna hefur að mestu verið endur tekning gamalla grund vallar- hugmynda sem til urðu við allt aðrar aðstæður en nú ríkja í heim- inum og áberandi tregða er á að brydda upp á nýjum hugmyndum eða jafnvel taka knýjandi álitaefni til umræðu. Þá er áberandi veru- leg vanþekking á þeirri hlið utan- ríkismálanna er snýr að innri öryggismálum landsins og sam- hæfingu skortir í mótun utanríkis- stefnu landsins við utanríkis- og varnarmálastefnu nágrannaríkja og bandalagsþjóða. Valkostir Íslendinga í öryggismálum í núverandi stöðu eru allavega mjög óljósir. Þetta veldur því að utan- ríkisstefnan sýnist ómarkviss og því ekki trúverðug út á við. Umræða á Alþingi Íslendinga ber þessi sömu veikleika merki. Þá hefur utanríkisráðuneytið unnið fyrir lokuðum dyrum að stefnumótun á þessu sviði og nýtur takmarkaðs aðhalds af upplýstri umræðu og rannsóknum varðandi stefnumótun í veigamiklum utanríkis- málum. Slíkt er óæski- legt, sérstaklega með til- liti til þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir á þessu sviði hvað varðar framtíðarstöðu og hags- muni Íslands og þeirra miklu breytinga á hnatt- ræna vísu sem hafa orðið og fyrirsjáanlegar eru. Það breytir ekki því að utanríkisráðuneytið hefur á að skipa mjög hæfu og reyndu starfsfólki sem hefði mikið til málanna að leggja ef umræða um utanríkismál væri opnari. Reyndar eru margir okkar reynd- ustu sendiherra mikils metnir mál- flytjendur á alþjóðavettvangi. Í seinni tíð hefur mátt greina vilja ráðherra til alvarlegrar umræðu um utanríkismál sem þó hefur ekki megnað að vekja upp almenna, faglega umræðu af ástæð- um sem fyrr hefur verið drepið á. Rannsóknarstofnanir á sviði utan- ríkis- og alþjóðamála Víða erlendis og trúlega alls staðar á vesturlöndum starfa rannsóknar- stofnanir sem sérhæfa sig í alþjóða- málum og þróun þeirra, með tilliti til hagsmuna viðkomandi ríkja, og við greiningu á breytingum í alþjóðamálum sem viðkomandi ríki þurfa að bregðast við. Við Háskóla Íslands starfar Alþjóðamálastofnun sem heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1990. Yfir stofnuninni er 11 manna stjórn sem í sitja fjórir dósentar frá Háskóla Íslands, fjórir erlendir fræðimenn auk fulltrúa utanríkisráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Stofnunin hefur á að skipa tveimur fastráðnum starfs- mönnum. Stofnunin hefur unnið ágætis starf á sínu sviði en fær aðeins rúmlega einnar milljónar króna framlag á fjárlögum og heildar- tekjur stofnunarinnar með sér- tekjum á árinu 2008 til að standa undir starfseminni eru um tólf milljónir króna. Sem dæmi um erlendar rann- sóknarstofnanir á sviði utanríkismála má m.a. nefna, Utenrikespolitisk Institut (UI) í Svíþjóð, stofnuð 1938, Norsk Uten- rikespolitisk Institutt (NUPI), stofnuð 1958. Þá hafa Danir og Finnar nýlega komið á fót slíkum stofnunum eða árið 2003 og 2007 en það eru Dansk Institut for Internationale Studier (DIIA) og Finnish Institute of International Affairs (FIIA). Sem dæmi um fjölda starfsmanna hafði NUPI á að skipa 63 starfsmönnum árið 2006 og UI um 21 starfsmanni sama ár, en starfsmönnum fækkaði á árinu þar sem hluti starfseminnar hafði verið færður til stofnunar Önnu Lindh, sem sér um alla bóka- safnsstarfsemi stofnunarinnar. Þá var rekstrarkostnaður NUPI um 54 m. norskar krónur og UI um 41 m. sænskra króna árið 2006, þar af var um 33-40% greitt af hinu opinbera. Það er ekki tilviljun að Danir og Finnar skuli nýlega hafa komið þessum stofnunum á fót en endur- speglar fyrst og fremst nýjan skiln- ing þjóðanna á mikilvægi þessa málaflokks. Á alþjóðavísu starfa fjölmargar stofnanir á sama sviði og er Inter- national Institute of Strategic Studies á Bretlandi (IISS) trúlega ein þekktust þeirra. Enn fremur má nefna Council on Foreign Relations í Bandaríkjunum sem stofnuð var 1921. Stofnun Rannsóknarstofnunar um utanríkis- og öryggismál Ég er þeirrar skoðunar að afar brýnt sé að Íslendingar komi sér upp öflugri og sjálfstæðri sérfræði- stofnun til rannsókna og ráðgjafar á sviði utanríkis- og öryggismála sem sé hafin yfir flokkadrætti og viðjar gamalla tíma og sé bær að halda uppi og örva faglega umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Fyrir þjóð sem sækist eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ætti tilvera slíkrar stofnunar að vera forsenda þess að þjóðin geti rækt það hlutverk sómasamlega af hendi, ef ekki forsenda þess að umsóknin verði tekin alvarlega. Fyrir sjálfstæða þjóð á miklum breytinga- og óvissutímum er slík stofnun lífsnauðsynleg. Ekkert er því til fyrirstöðu, að sú starfsemi Alþjóðamálastofnunar við HÍ, sem ekki tengist markmið- um háskólans sem kennslustofnun- ar, flytjist yfir til nýrrar stofnunar sem komið yrði á fót í þessu skyni. Þá væri sjálfsagt að tryggja sam- starf hinnar nýju stofnunar við starfsemi Varnarmálastofnunar sem samkvæmt frumvarpi til varn- armálalaga verður sett á fót fyrir lok þings í vor og tekur m.a. við starfi Ratsjárstofnunar. Meðal verkefna hinnar nýju Varnarmála- stofnunar verður ráðgjöf til utan- ríkisráðuneytisins varðandi stefnu- mótun og hættumat á sviði varnarmála. Það gæti m.a. falið í sér, fyrir utan það að framkvæma áhættumat á íslensku yfirráða- svæði, að framkvæma slíkt mat á starfsstöðvum íslenskra ríkisborg- ara um víða veröld og greina sjálf- stætt stjórnmálaþróun þar til að þjóna íslenskum almanna- og atvinnulífshagsmunum. Síðara við- fangsefnið væri tilvalið verkefni nýrrar stofnunar sem gæti selt slíka þjónustu til hins opinbera eða fyrirtækja með starfsstöðvar í fjar- lægum löndum. Grundvallaratriði við uppbygg- ingu slíkrar stofnunar er að faglegt og stjórnunarlegt sjálfstæði henn- ar verði tryggt, jafnframt því að Alþingi, ráðuneyti, háskólar og samtök atvinnulífs og stærri fyrir- tæki fái notið góðs af starfsemi hennar og gætu falið henni verk- efni eða leitað álits hennar eftir þörfum. Slík stofnun ætti að sjálfsögðu að kappkosta að byggja upp alþjóð- legt tengslanet við stofnanir á sama sviði en jafnframt sérstak- lega að beina kröftum sínum að málefnum er varða séríslensk utanríkismál með hliðsjón af sér- stöðu Íslands. Markmið stofnunarinnar, skipu- lag og verksvið yrðu að vera vand- lega skilgreind í stofnsamningi. Verkefni stofnunarinnar yrðu rann- sóknir, útgáfu- og fræðslustarfsemi sem almenningur hefði aðgang að jafnframt því sem stofnunin veitti ráðgjöf eftir því sem til hennar yrði leitað á hinum margvíslegustu svið- um alþjóða- og utanríkismála. Stjórn hennar yrði skipuð faglega bærum einstaklingum á sviði utan- ríkis- og alþjóðamála, og þess vegna að hluta til þekktum erlendum sér- fræðingum, en jafnframt hefði hún sérstaka rekstrarstjórn. Æskilegt væri að skipan í stjórn væri háð ítarlegu hæfnismati og í höndum óháðs aðila, t.d. fulltrúa háskóla- samfélagsins eða annarra sam- bærilegra aðila. Stofnunin ætti auðveldlega að geta nýtt sér reynslu okkar reynd- ustu sendiherra í störfum sínum sem og margra reyndra fræði- manna innan háskólasamfélagsins. Sjálfstæði stofnunarinnar er aug- ljóslega háð fjármögnun hennar og skipulagi. Að mínu mati kæmi vel til greina að stofnunin yrði fjár- mögnuð sameiginlega af ríkissjóði, Samtökum atvinnulífsins, fyrir- tækjum og einstaklingum, þó þannig að ríkið væri í minnihluta. Sjálfsagt er að leita fyrirmynda erlendis hvað varðar fjármögnun sambærilegra stofnana. Stærð stofnunarinnar gæti í byrj- un miðast við um 15-20 stöðugildi með tilheyrandi kostnaði. Sam- kvæmt því mætti gróflega áætla að kostnaður við rekstur stofnunar- innar gæti orðið um 150-250 m.kr. á ári fyrstu árin auk stofnkostnaðar. Með tilkomu slíkrar stofnunar væru Íslendingar í stakk búnir til að takast á við krefjandi úrlausnar- efni á sviði utanríkis- og öryggis- mála á komandi árum. Grundvöllur myndi skapast til faglegrar umræðu um slík málefni og þar með yrði Íslendingum kleift að taka yfirveg- aðar ákvarðanir um einn mikilvæg- asta þátt íslenskra stjórnmála til framtíðarheilla fyrir land og þjóð. Höfundur er viðskiptafræðingur og m.a. fyrrverandi forstjóri Norræna verkefnaútflutnings- sjóðsins, NOPEF, í Helsinki. Stofnun Rannsóknarstofnunar um utanríkis- og öryggismál II ÞORSTEINN ÓLAFSSON Stærð stofnunarinnar gæti í byrjun miðast við um 15-20 stöðugildi með tilheyrandi kostnaði. Samkvæmt því mætti gróflega áætla að kostnaður við rekstur stofnunarinnar gæti orðið um 150-250 m.kr. á ári fyrstu árin auk stofnkostn- aðar. BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR Mömmugildra HRUND GUNN- STEINSDÓTTIR Vilt þú hafa fiðrildaáhrif?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.