Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 46
 7. MARS 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● útivera Jöklarnir geyma fönnina og þar er gaman að ferðast um og njóta fjallalofts og útsýn- is þegar vel viðrar. Hjónin Benedikt Bragason og Andrína Guðrún Erlingsdóttir hjá fyrirtækinu Arcanum eru með snjósleðaferðir á Mýrdalsjökul. „Yfir sumarið erum við með fjór- ar fastar ferðir á dag og fólk gengur að þeim vísum. Á öðrum árstímum þarf að panta en það er undantekning ef fellur úr dagur. Það er líka hægt að fara niður í fjöru ef snjór er á jafnsléttu og útlendingar hafa gaman af því að koma á okkar svörtu strönd,“ segir Benedikt spurður um áætl- anir sleðanna. Skyldu menn aldrei vera ragir við að stjórna þessum tækjum? „Jú, jú, það er til,“ svarar hann. „En við gefum góðar leiðbeiningar og það er undantekning ef einhver gefst upp. Við erum með frekar litla sleða sem auðvelt er að stjórna enda er þetta gert til að fólk hafi gaman af því.“ Þau Benedikt og Andrína Guð- rún búa í Sólheimakoti sem er nánast við rætur Mýrdalsjökuls. „Við búum á jörð sem heitir Sól- heimar II og foreldrar Andrínu bjuggu kúabúi á. Okkur finnst Sólheimakot notalegra nafn og við búum vélsleðabúi. Keypt- um þessa starfsemi 2001 en ég er búinn að vinna við hana síðan 1992. Ætlaði að vera tvær vikur í upphafi og er enn. Fyrirtækið var stofnað til að vera með ferðir inn á hálendið og Mýrdalsjökull var sem uppfylling en það hefur snúist við og jökullinn er orðinn aðalsvæðið. Svo erum við svo heppin að vera með Kötlu gömlu undir. Hún er ómælt söguefni og hefur heilmikið aðdráttarafl,“ lýsir Benedikt og bætir við: „Það sem heldur okkur gangandi eru ánægðir viðskiptavinir og hvað það er alltaf gaman.“ Arcanum á lítið hús sem er í 780 metra hæð. Þaðan er fagurt útsýni í góðu skyggni að sögn Benedikts. Spurður hvort hann hafi aldrei lent í hremmingum á jökli svarar hann því að vissu- lega hafi hann lent í byl en aldrei sé farið langt frá kofanum á þess- um klukkutíma sem venjulegur túr taki. „Við höfum verið lánsöm með það að enginn hefur slas- ast hjá okkur. Þar kemur reynsl- an til og endalaus aðgæsla. Við erum með átta tonna snjótroð- ara eins og eru á skíðasvæðunum og búum til braut sem við keyr- um eftir. Þá er hægara að stýra og engin hætta á að fólk villist af leið auk þess sem allir eru örugg- ir fyrir sprungum.“ Hann segir farið á snjótroðaranum um jökul- inn á hverjum degi til að jafna og slétta brautina, jafnvel þótt eng- inn gestur sé, enda þurfi þau að fylgjast með jöklinum sem sé á stöðugri hreyfingu. „Ég var nú svo hræddur við jökulinn fyrst að ég ætlaði varla að þora upp,“ viðurkennir Benedikt. „En okkar lán byggist líka á því. Við berum virðingu fyrir jöklinum og um- göngumst hann með kurt og pí.“ Þótt erlendir ferðamenn séu í meirihluta viðskiptavina að sögn Benedikts eru sleðaferð- irnar líka vinsælar af íslensk- um starfsmannahópum og einnig segir hann landsmenn koma með útlenda vini sína. „Áhugaverðir staðir eru svo nálægt okkur Ís- lendingum að okkur finnst við alltaf hafa möguleika á að fara seinna,“ segir hann. „En fólk er rosalega ánægt þegar það kynnist þessu og kemur gjarnan aftur.“ - gun Söguefni með aðdráttarafl Brunað um ísbreiðuna. Heimsókn í íshelli eykur á ævintýrið. Við skálann eru leiðbeiningar gefnar áður en lagt er í hann. Benedikt Bragason og Andrína Guðrún Erlingsdóttir reka fyrir- tækið Arcanum sem býður snjósleðaferðir á Mýrdalsjökul. Fjölbreyttar sumarleyfisferðir með Útivist í sumar. www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.