Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Margrét Ósk Marinósdóttir er hrifin af sterkum mat. Hún hræðist ekki að nota sterk krydd og það er ástæðan fyrir því að uppáhaldsrétturinn hennar er mexíkósk súpa með kjúklingi sem hún smakkaði fyrst hjá vinkonu. „Súpan er mjög hressandi og vinnur vel á k eru margir kvefaði cestershire-sósu, tvær dósir af niðursoðnum tómöt- um og fjórar til sex kjúklingabringur. „Ef fólk vill hafa súpuna sterkari þá bætir það við magnið á kryddinu sem er gefið upp. Ég hef stundum bætt við tómatpúrru,“ segir Margrét Ósk.Aðferðin er þannig að tveier sett í Kusmi-te er framleitt af Kusmi-fyrirtækinu sem var stofnað í Pétursborg árið 1867 undir nafn-inu P.M. Kousmichoff. Fyrirtækið var síðan flutt til Frakklands árið 1917 og nafnið stytt í Kusmi. Teið er nú fáanlegt á Íslandi og fæst í versluninni Snúðar og snældur á Selfossi. Súkkulaðiegg má vel búa til heima hjá sér þó að þau verði kannski ekki jafn glæsileg og þau búð-arkeyptu. Ef börn eru á heimilinu er tilval-ið að gefa sér tíma með fjölskyldunni um helgina og prófa sig áfram í eggjaframleiðslu. Samloka er ekki það sama og samloka. Þeim sem taka oft með sér nesti er nauðsynlegt að skipta reglulega um brauðtegundir og prófa sig áfram með álegg. Þetta á líka við um börnin og óþarfi að senda þau alltaf með sömu samlokuna í skólann. Bragðgóð og sterk Margrét segir að auk þess að vera bragðgóð sé súpan mjög góð við kvefi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI VEISLUBAKKARMEÐ LITLUMFYRIRVARA 554 6999 | www.jumbo.is TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. 36BITAR útivera & heilsaFÖSTUDAGUR 7. MARS 2008 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 7. mars 2008 — 66. tölublað — 8. árgangur MARGRÉT ÓSK MARINÓSDÓTTIR Sterk mexíkósk súpa góð í flensutíðinni matur Í MIÐJU BLAÐSINS ÚTIVERA OG HEILSA Landið séð í gegnum linsuna Sérblað um útiveru og heilsu FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Merzedes Club er pönk Ceres 4 hefur í nógu að snúast. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR7. MARS 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Ceres Vöðvar, brúnkukrem & sérkennsla BORGHILDUR ÍNA SÖLVADÓTTIR hannar jákvæð föt RÍKU KONURNAR FLYKKJAST Í FIÐRILDAVEISLU Miðinn kostar 70 þúsund VERA WANG á leið til Íslands 4 VEÐRIÐ Í DAG 28. febrúar til 9. mars Opið 10–18 alla daga Spurt er um lið MR borðar bakkelsi en Borgar- holtsskóli spilar ólsen-ólsen til að búa sig undir seinni hluta undan- úrslita í Gettu betur. FÓLK 42 Þið munið hann Jörund Ungmennafélag Reykdæla 100 ára. Frumsýnir í Loga- landi í kvöld. TÍMAMÓT 32 VIÐSKIPTI „Ef ég lít til baka á fjárfestingar Kaupþings á ég erfitt með að sjá að við höfum almennt farið of geyst í fjárfesting- um okkar,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að hafa verði í huga hversu miklu fjárfestingar bankans hafi skilað. „Ég leyfi mér að efast um að staða Kap- þings væri betri nú ef við hefðum ekki keypt þessi fyrirtæki.“ Sigurður segir að bankarnir hafi vaxið hratt á liðnum árum og það hafi skilað miklum verðmætum inn í íslenskt samfélag með góðri þjónustu, miklum skatttekjum og vel launuðum störfum. „Ekkert bendir til þess að sú þróun sé á enda, þótt það kunni að hægja á henni um stundarsakir og jafvel þótt komi tíma- bundið bakslag.“ - bg / sjá síðu 24 Stjórnarformaður Kaupþings segir mikið kynningarstarf bankanna fyrir höndum: Kaupþing ekki farið of geyst SIGURÐUR EINARSSON MENNING Leikhús Helga Björns- sonar tónlistarmanns, Admirals- palast, hefur verið tilnefnt til Der Deutsche Live Entertainment- Preis – eða þýsku menningarverð- launanna. Afhending fer fram á þriðjudag. Admiralspalast er mikið hús í hjarta Berlínar þar sem fer fram fjölþætt menningarstarfsemi. Húsið er á fimm hæðum og er 2.500 fermetrar. Helgi ætlar að mánaðarlega komi um 50 þúsund gestir í húsið. „Þjóðverjar eru duglegir að fara í leikhús og sækja skemmtanir,“ segir Helgi, sem lætur afar vel af sér í Berlín. - jbg / sjá síðu 50 Gott gengi í Berlín: Leikhús Helga Björns tilnefnt ORKA Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur hefur hug á því að kaupa lóð og hús Osta- og smjörsöl- unnar að Bitruhálsi 2. Lóðin er 33.092 fermetrar að stærð og húsið 4.723 fermetrar. Fasteignamat ríkisins metur lóðina á 181.750.000 en húsið á 756.300.000. Samtals á 938.050.000 krónur. Raunverulegt markaðsverð er væntanlega eitthvað hærra. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að þáverandi meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hafi gert þetta að tillögu á sínum tíma. „Og nú er málið komið á ákvörð- unarstig stjórnar og það er hjá henni,“ segir hann. Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, vill ekki tjá sig um málið en staðfestir að það sé í skoðun. Með kaupum á lóðinni er fyrst og fremst hugsað til framtíðar, að sögn forstjórans. Þar fá vinnu- flokkar fyrirtækisins rými fyrir áhaldahús undir tól og tæki. Að auki skortir fleiri bílastæði fyrir starfsmenn Orkuveitunnar, þrátt fyrir þriggja hæða bílastæðahús fyrir austan Orkuveituhúsið. Einnig er gert ráð fyrir að Orku- veitan hýsi orkuskólann REYST þegar fram líða stundir. Til greina mun koma að sameina lóðir Smjör- sölu og Orkuveitu í framtíðinni og ekki er loku fyrir það skotið að byggt verði. Orkuveituhúsið kostaði á sínum tíma eina 5,8 milljarða króna en átti að kosta jafnmikið og húsnæði þeirra fyrirtækja sem sameinuð- ust í Orkuveitunni. Söluandvirði þeirra var 1,8 milljarðar og fór því Orkuveituhúsið fjóra milljarða fram úr áætlun. Mikill kostnaður við byggingu hússins var gagnrýndur mjög, sér- staklega af þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna. - kóþ Orkuveitan vill kaupa lóð og hús á milljarð Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur hug á að kaupa 33.000 fermetra lóð Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi og 4.700 fermetra hús. Lóðin og húsið eru metin samtals á 938 milljónir í fasteignamati. Markaðsverð er væntanlega hærra. BREYTILEG ÁTT Í dag verður norðaustan strekkingur á Vestfjörð- um, annars hæg breytileg átt. Víða snjó- eða slydduél en þurrt fyrir austan. Léttir til norðaustanlands eftir hádegi. VEÐUR 4 1 0 0 2 1 ORKUMÁL Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður að líkindum um 133,3 milljarðar króna, 17,7 milljörðum hærri en uppreiknuð kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Álfheiður Ingadóttir, þing- maður Vinstri grænna, segir að í skýrslu iðnaðarráðherra sem lögð var fyrir Alþingi í gær komi í fyrsta skipti fram að áætlanir um ófyrirséðan kostnað hafi ekki dugað til að mæta kostnaði. Í skýrslunni er verið að bera saman epli og appelsínur með því að bera saman upphaflega áætlun og endanlegan kostnað, segir Álfheiður. Réttara væri að bera saman verksamninga og kostnað. - bj / sjá síðu 2 Kostnaður við Kárahnjúka: Framúrkeyrslan 17,7 milljarðar VINNA Á KÁRAHNJÚKUM Ráðgert er að heildarkostnaður við virkjunina verði 133,3 milljarðar króna. Stjarnan felldi tvö lið Hamar og Fjölnir féllu bæði úr Iceland Express-deildinni í körfubolta eftir sigur Stjörnumanna á ÍR. ÍÞRÓTTIR 46 FLÝTTI SÉR OF MIKIÐ OG HAFNAÐI OFAN Á TJÖRNINNI Karlmaðurinn ungi sem ók allt of geyst miðað við aðstæður á Skothúsvegi í gær slapp ómeiddur eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum þegar hann ætlaði að taka fram úr á brúnni. Lögregla telur að bíll hans hafi að minnsta kosti farið eina veltu áður en hann hafnaði ofan á ísilagðri tjörninni skammt vestan við brúna. Ökumanninum tókst sjálfum að komast úr bíl sínum og upp á tjarnarbakkann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.