Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 78
42 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > TATTÚDRAUMAR Leikkonan smávaxna Christ- ina Ricci skartar sjö litlum húð- flúrum á líkama sínum og vill ólm fá sér fleiri. Hún segist hins vegar ekki vera nógu stór stjarna til að geta leyft sér að fá sér stórt og mikið tattú. „Þegar ég verð sjúklega, sjúklega fræg ætla ég að fá mér eitt á handlegginn. Þá stend- ur öllum á sama,“ segir hún. Fjöldi erlendra blaðamanna er staddur hér á landi til að fjalla um leiklistarhátíðina Lókal sem stendur yfir fram á sunnudag. Á meðal þeirra eru Mark Blanken- ship sem skrifar fyrir New York Times, Variety og vefritið Theater Mania, Helen Shaw sem skrifar fyrir The Sun og Time Out, og David Cote, aðalleikhús- gagnrýnandi Time Out sem skrifar einnig fyrir Theater Magazine. Cote hefur einnig bókað viðtal við Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrum forseta Íslands. Hefur hann áhuga á að gera greinargóða umfjöllun um íslenskt leiklistarlíf í tímaritinu Theater Magazine. Blaðamenn skoða Lókal Ný smáskífa Elízu Geirsdóttur Newman með lögunum Change My Name og Return to Me kemur út í Bretlandi á mánudag í stafrænu formi. Lögin eru tekin af plötunni Empire Fall sem kom út í Bretlandi í nóvember. Smáskífan hefur þegar hlotið góða dóma í breska tónlistartíma- ritinu Losing Today og verður hún smáskífa vikunnar í næsta tölublaði. Elíza og hljómsveit hennar halda tvenna tónleika í Oxford og London á sunnudag og mánudag til að kynna nýju skífuna. Ný smáskífa Einn ferskasti raftónlistarmaður- inn í dag, hinn franski Yuksek, ætlar að bjóða upp á dúndrandi elektró-pönk á Organ í kvöld. Yuksek hefur verið líkt við flytjendur á borð við Justice og Sebastian enda hefur plötu- snúðurinn Busy P og Justice lofað hann í hástert. Telja þeir hann næstu stjörnuna innan raftónlistar geirans. Yuksek, sem hefur endurhljóð- blandað lög fyrir Ghostface Killah, Das Pop og Shit Disco, er þekktur fyrir frábæra sviðsfram- komu og því ætti enginn að verða svikinn af tónleikunum í kvöld. Dúndrandi elektró-pönk YUKSEK Frakkinn Yuksek ætlar að gera allt vitlaust á Organ í kvöld. ELÍZA Elíza Geirsdóttir gefur út nýja smáskífu í Bretlandi á mánudag. Þórbergur Þórðarson fæddist 12. mars árið 1888. Í næstu viku eru því liðin 120 ár frá fæðingu hans. Af því tilefni verður efnt til veglegrar hátíðar í Háskóla Íslands, Þórbergs- smiðju. Hún verður haldin um næstu helgi og byrjar báða dagana á Müllers-æfingum í umsjón Bryn- dísar Petru Bragadóttur. Annars er boðið upp á bæði fyrirlestra og tón- listaratriði, meðal annars ætlar hljómsveitin Baggalútur að koma fram á sunnudaginn klukkan 13.25. „Við ætlum að leika nokkur vel valin dægurlög af dagskrá hljóm- sveitarinnar og svo tökum við Sósu- lagið,“ segir Guðmundur Pálsson, söngvari Baggalúts. „Við grófum það upp úr einhverjum gömlum útvarpsþætti. Þórbergur syngur það við undirleik einhvers trúba- dors. Meiningin er að setja það í nútímalegan búning þótt við horf- um að sjálfssögðu til upprunalegu útgáfunnar.“ Guðmundur er ekki í neinum vafa um að Þórbergur hefur haft mikil áhrif á starf Baggalúts. „Við þekkj- um hans verk ágætlega og persónu- lega er ég mikill aðdáandi. Það leyn- ast áhrif frá honum bæði í dægur lagatextagerðinni hjá okkur og eins í skrifum á netsíðunni okkar. Hann var mikill stílisti, fyndinn, og tja, bara alveg æðislegur!“ Guðmundur segir að upptökur standi nú yfir á næstu plötu hljóm- sveitarinnar. „Það eru til um tuttugu lög og það er verið að fínpússa þetta núna. Það verða töluverðar nýjung- ar á þessari plötu. Við notum til dæmis þver flautu á henni.“ - glh Þórbergur er æðislegur! HEIÐRAR ÞÓRBERG MEÐ BAGGALÚTI Guð- mundur Pálsson verður í Þórbergssmiðju. Fjórir ísfirskir menntskælingar hyggjast slá heimsmet – eða í það minnsta Íslandsmet – í dag. Þeir Gunnar Atli Gunnarsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Daníel Þór Þorsteinsson og Guðmundur Jónsson skipa Næturvaktina á útvarps- stöðinni MÍ-Flugan. Útvarpsstöðin sendir út í tíu daga, á meðan Sólrisuhátíð Nemenda félags Menntaskólans á Ísafirði stendur yfir. „Það er sent út allan sólarhringinn, en við tökum við á miðnætti og fylgjum hlustendum inn í nóttina. Við erum oftast til svona níu, tíu,“ útskýrir Gunnar Atli. Í gærkvöldi hertóku þeir félagar hins vegar hljóðverið klukkan sex og hyggjast verja þar heilum sólarhring. Þegar Fréttablaðið náði tali af Gunnari Atla í gær var hann enda heima að leggja sig til að safna kröftum fyrir þolraunina. Hugmyndin að heimsmetinu er ný af nálinni og spratt fram holdi klædd um fimmleytið aðfaranótt fimmtudags, að sögn Gunnars. „Við vorum að hugsa hvað við gætum eiginlega verið lengi í loftinu. Þá var einhver sem stakk upp á því að slá heimsmetið. Við reyndum að fletta því upp en fundum ekki neitt, svo það virðist ekki vera skráð heimsmet í þessu. Ég trúi samt ekki öðru en að þetta verði Íslandsmet,“ segir hann. Næturvaktin fjallar um hin ýmisleg- ustu málefni, að sögn Gunnars, sem segir nafn þáttarins ekki endilega vísa í samnefnda og geysivinsæla sjónvarps- þáttaröð. „Það er held ég alveg óvart. Við erum alveg jafn hressir og þeir, en þetta er samt enginn vitleysingaþáttur. Við tökum ýmislegt fyrir og töluðum til dæmis um fordóma í fimmtíu mínútur um daginn,“ segir hann. MÍ-flugan sendir út á FM 101.00 á Ísafirði. Ísfirsk næturvakt slær met NÆTURVAKTIN Í METABÆKURNAR Gunnar Atli Gunnarsson og félagar hans í ísfirska útvarps- þættinum Næturvaktinni ætla að reyna að slá heimsmet í þætti sínum í dag. FÆR FIMM LÖG AÐ VELJA ÚR Armenska söngkonan Sirusho. Í Armeníu er allt á suðupunkti. Í höfuðborginni, Jerevan, hafa blóðugar óeirðir staðið yfir vegna meints svindls í nýlegum forsetakosningum. Fjöldi manna er slasaður og að minnsta kosti átta liggja í valnum. Neyðarlög hafa verið sett í landinu og verður þeim ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 20. mars. Armenar taka nú þátt í Eurovision í þriðja sinn og var ákveðið að senda söngkonuna Sirusho í ár. Fimm lög hafa verið valin ofan í hana og fær þjóðin að velja vinningslagið í sjónvarpsþætti 8. mars. Sérstakir tónleikar áttu að fara fram vegna valsins í óperuhöll- inni í Jerevan, en vegna ótryggs ástands hafa þeir verið færðir í stúdíó armenska ríkis sjónvarpsins. Þar er auðveldara að hafa stjórn á málum, segja yfirvöld. Söngkonan Sirusho er 21 árs og hefur til þessa sungið þjóðlega armenska tónlist í nútímalegri poppútfærslu á tveim plötum. Hún er vinsæl og virt í heimalandinu. Armenía, sem áður var hluti af Sovétríkj- unum, er lítið land, rúmlega þrisvar sinnum minna en Ísland. Þar búa rúmlega þrjár milljónir manna. Sungið í blóðugum óeirðum 78 DAGAR TIL STEFNU Í kvöld er komið að seinni undan úrslitaleiknum í Gettu betur þegar hinn ungi Borgar- holtsskóli mætir stríðsvél MR. Fréttablaðið skellti lið- unum á röntgenbekkinn. Spila ólsen-ólsen Lið Borgarholtsskóla skipa þeir Sturla Snær Magnússon, Hafsteinn Birgir Einarsson og Einar Bjartur Egilsson. Sturla varð fyrir svör- um. Besti árangur Borgarholtsskóla til þessa? „Sigur í keppninni árið 2005 þar sem að Steini, Baldvin og Beggi sýndu glæsilega og eftirminnilega nördatakta.“ Hvernig er undirbúningi háttað fyrir keppni? „Það er eiginlega aldrei eins. Við gerum eiginlega bara það sem að okkur dettur í hug að gera á þeim tíma. Æfum kannski frekar stíft en á keppnisdag tökum við því bara rólega og förum í sund.“ Helgisiðir fyrir keppni? „Það er helst að við spilum ólsen- ólsen rétt fyrir keppni. Ég per- sónulega geri voðalega lítið annað en að hlusta á góða tónlist tvo daga fyrir keppni.“ Óska andstæðingur í úrslitum? „Það hefði nú verið MR en fyrst það er ekki í boði lengur, þá skiptir það ekki höfuðmáli.“ Óska stigavörður? „Steinunn Vala Sigfúsdóttir er og verður ávallt okkar uppáhalds- stigavörður. Hún er svo mikið krútt! Sérsvið þitt? „Mitt sérsvið felst sér í lagi í goða- fræði, bókmenntum og fáránlegri vitneskju sem ég hef sankað að mér í gegnum árin.“ Hvað veistu akkúrat ekkert um? „Ég veit akkúrat ekkert um landa- fræði, sem er svo sem allt í lagi vegna þess að Einar Bjartur er landafræðigúrú.“ Hver er kynþokkafyllstur í liði Borgarholtsskóla? „Allir eru sammála um að það sé klárlega ég. Reyndar er Einar að saxa á mig með skegginu. Þetta skegg getur nú verið ansi sexí á stundum.“ Uppáhaldshljómsveit íslensk? „Uppáhalds íslensku hljómsveit- irnar mínar eru Jet Black Joe (Páll Rósinkrans er bestur) og Gus- Gus.“ Uppáhaldssjónvarpsþáttur (fyrir utan Gettu betur!)? „Dexter er í miklu uppáhaldi í augnablikinu, ég hef einstaklega gaman af þessum gjörsamlega sið- blinda morðingja hans Jeffs Lindsay.“ Helgisiðir trufla bara Lið MR skipa Björn Reynir Hall- dórsson, Magnús Þorlákur Lúðvíks- son og Vignir Már Lýðsson. Magnús svaraði spurningum Fréttablaðsins. Besti árangur MR til þessa? „MR hefur unnið keppnina 13 sinn- um, oftast allra skóla. Fyrst árið 1988, síðan 11 sinnum í röð frá 1993 til 2003 og svo í fyrra.“ Hvernig er undirbúningi háttað fyrir keppni? „MR hefur í gegnum árin komið sér upp þægilegri rútínu á keppnis dag. Við fáum frí í skólanum og sofum út, hittumst síðan á notalegum mat- sölustað í miðbæ Reykjavíkur og fáum okkur að borða. Við förum því næst í Neslaugina, slökum á í pottinum og kíkjum í gufu. Að lokum fáum við okkur svo bakkelsi og erum þá reiðubúnir í átökin í Smára- lindinni.“ Helgisiðir fyrir keppni? „Við reynum meðvitað að koma okkur ekki upp helgisiðum. Slíkt gerir ekki annað en að trufla okkur þegar keppnin er hafin.“ Óska andstæðingur í úslitum? „Við viljum aðallega bara komast í úrslitin, andstæðingar eru svo sem aukaatriði. Það væri þó mjög skemmtilegt að mæta bæði MH og MA. Við höfum harma að hefna gegn MA frá því fyrir tveimur árum og það er alltaf gaman að mæta nágrönnum okkur í Reykjavík.“ Óska stigavörður? „Steinunn Vala Sigfúsdóttir, núver- andi stigavörður, hún er svo sæt.“ Sérsvið þitt? „Ég vil helst ekki svara þessari spurningu, það verður nefnilega svo vandræðalegt að klúðra spurningu á sviði sem maður hefur opinberað sem sérsvið sitt. Látum styrkleika mína bara koma í ljós.“ Hvað veistu akkúrat ekkert um? „Ég er því miður mjög illa að mér í íslenskri landafræði. Ég hef góða liðsfélaga svo það kemur ekki að sök.“ Hver er kynþokkafyllstur í liði MR? „Björn Reynir, án nokkurs vafa, þegar þú hefur séð loðna bringu Björnsins þá er ekki aftur snúið.“ Uppáhaldshljómsveit íslensk? „Góðvinir mínir í Rökkurró eru mjög flott hljómsveit en ætli Sigur Rós sé ekki í fyrsta sæti.“ Uppáhaldssjónvarpsþáttur (fyrir utan Gettu betur!)? „Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli Seinfelds og Vesturálmunn- ar.“ Fara í sund á keppnisdag HEFÐI FREKAR VILJA MÆTA MR Í ÚRSLITALEIK Gettu betur-lið Borgarholtsskóla. SKEMMTILEGT AÐ MÆTA BÆÐI MA OG MH Í ÚRSLITALEIK Gettu betur-lið MR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.