Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 76
40 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Þegar hljómsveitin Arctic Monkeys kom fram á sjónarsviðið var sveit- inni hampað sem bjargvætti alheimsins. „Það sem heimurinn hefur beðið eftir“ var slegið upp á forsíðu tónlistartímaritsins NME. En eins og svo oft áður á undanförnum árum þá skjátlaðist NME nokkuð hrapallega. Nú, rétt rúmum tveimur árum og breiðskífum seinna, (Arctic Monkeys fá reyndar plús fyrir að vera iðnir við kolann) virðist sem Arctic Monkeys hafi ekki reynst sú bylting sem pressan ætlaði í byrjun. Í raun virðist Arctic Monk- eys einfaldlega hafa bætt sér í hóp þeirra hljómsveita sem böðuðu sig í sviðsljós- inu eftir bylgju sem sveitir á borð við The Libertines og Franz Ferdinand hrundu af stað. Til þessa hóps teljast til dæmis, auk Arctic Monkeys, Razorlight, Bloc Party, The Kooks, Future- heads, Maximo Park, The Rakes og Babyshambles, Vá, til hamingju Arctic Monkeys. Það má einfaldlega fullyrða að ekkert stór- vægilegt hafi gerst í bresku rokki síðan í upphafi áratugarins. Klaxons og neu-rave bylgjan virtist reyndar ætla að tröllríða öllu en virðist nú ætla að hverfa jafnvel enn skjótar en hún skaust fram á sjónarsviðið. Hljómsveitirnar Foals, Does It Offend You, Yeah? og Friendly Fires gætu þó rétt úr kútnum. Sérstaklega finnst mér Friendly Fires vera að gera áhugaverða hluti. Úr aðeins rokkaðri átt má nefna þrjár efnilegar hljómsveitir; Gallows, The Horrors og These New Puritans. The Horrors sendu frá sér hinn fínasta frumburð í fyrra en These New Puritans gaf út sína fyrstu skífu um daginn og sannaði rækilega að þar er mikið efni á ferð. Athyglisvert pönk þar sem er ekki síður litið til forms og strúktúrs en grípandi laglína. These New Puritans er allavega mitt lið í ensku deildinni um þessar mundir. Auðvitað má ekki gleyma stelpunum í þessari umfjöllun. Kate Nash, Lily Allen, Adele, Duffy, Amy Winehouse og allar hinar stelpurnar hafa verið að slátra strákunum og því ber að fagna. Fleiri stelpur í rokkið væri hins vegar ákjósanleg þróun. Koma svo stelpur, bjargið líka breska rokkinu, strákarnir virðast ekki alveg vera þess megnugir. Stöðnunin í bresku rokki THESE NEW PURITANS Athyglisverð bresk pönks- veit. Þó að Nick Cave hafi fagn- að fimmtíu ára afmæli sínu síðasta haust hefur hann engu tapað af snerpunni og sköpunargleðinni. Í vik- unni kom út fjórtánda plata hans með The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!! og eins og Trausti Júlíusson komst að þegar hann hlustaði á gripinn er mikið snilldar- verk þar á ferðinni. Dig, Lazarus, Dig!!! er fyrsta platan sem Nick Cave gerir með Tha Bad Seeds síðan hin tvöfalda Abattoir Blues/The Lyre of Orp- heus kom út árið 2004. Í fyrra kom samt platan Grinderman með samnefndri sveit. Hún inni- hélt hrátt og æst bílskúrsrokk og var að sögn Nick Cave „afsökun til þess að fara niður í kjallara og öskra“. Þó að Dig, Lazarus, Dig!!! sé flóknari og dýpri, bæði text- arnir og tónlistin, heldur en Grinderman-platan þá er hún samt miklu rokkaðri en plötur Nick Cave & The Bad Seeds síð- ustu ár. Nick Cave segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að fjalla ekkert um ástina í textunum á nýju plötunni. Sú ákvörðun gerir umfjöllunarefnin kannski fjöl- breyttari og yfirbragðið grodda- legra og það er greinilegt að höf- undurinn er í miklum ham. Skemmtilegir karakterar vaða uppi og textarnir eru fullir af til- vísunum, t.d. í Biblíuna, menning- arsögu Vesturlanda síðustu ára- tuga, fyrri verk Cave sjálfs og svo framvegis... Það lak þó ein ekta Nick Cave ballaða í gegnum síuna; lagið Jesus of the Moon sem var einfaldlega of gott til að henda því ruslið að sögn Nick Cave. Áhrif frá æskuhetjunum Eins og áður segir er Dig, Lazar- us Dig!!! full af rokkslögurum. Píanóið sem hefur sett sterkan svið á ballöðuplötur Nicks Cave er komið aftarlega í mixið og trommur, bassi og gítar mynda rokkgrunn sem hinir fjölhæfu meðlimir The Bad Seeds hlaða síðan ofan á. Áhrifin frá æsku- hetjum Nicks Cave, Iggy og The Stooges og Lou Reed og Velvet Underground, eru augljós í mörg- um laganna. Gítarsándið í Today’s Lesson minnir t.d. mikið á fyrstu Stooges-plötuna og viðlagið vitn- ar í lagið Real Cool Time af þeirri plötu. We Call Upon the Author byrjar ekki ósvipað Sister Ray með Velvet Underground og svo er nettur Waiting for the Man fíl- ingur í lokalaginu, More News from Nowhere svo nokkur dæmi séu tekin... Málið að semja lög Nick Cave and The Bad Seeds eru nú að undirbúa tónleikaferð til að fylgja Lazarusi eftir. Þó að Nick Cave hafi komið til Íslands og spilað nokkrum sinnum þá getur maður ekki annað en vonað að hanni komi enn og aftur. Það væri ekkert smá gaman að heyra Bad Seeds renna í gegnum Dig, Lazar- us Dig!!! plötuna. Og það góða við þetta allt saman er að karlinn er ekkert að fara að hætta að gera plötur. Hann lifir fyrir þetta: „Ég vil gera eins margar plötur og ég mögulega get,“ segir hann. „Ég vil semja fullt af lögum. Það er málið. Að semja lög er það sem gerir mig hamingjusaman, heldur mér á beinu brautinni og heldur mér ánægðum...“ Jibbí! Engar ástarballöður NICK CAVE Grinderman-verkefnið vakti rokkarann í Nick Cave til lífsins. Dig, Lazarus, Dig!!! er stappfull af rokkslögurum. „Ég hlusta mikið á eldri tónlist þessa dagana. Þar er eitthvað í gangi sem mér finnst vanta í það nýja. Mikil ástríða og frábær flutningur,“ segir söngkonan Mar- grét Eir Hjartardóttir um brennsl- una sína. 1. The Songs That We Sing - Char- lotte Gainsbourg „Heyrði þennan disk fyrir tilvilj- un. Hef hlustað stundum á Serge Gainsbourg og þetta er dóttir hans.“ 2. Dreams - Fleetwood Mac „Af plötunni Rumours. Bara frá- bær plata og algjör nauðsyn að kynnast.“ 3. Polly Come Home - Robert Plant og Alison Krauss „Þetta er af plötunni Raising Sand. Ég féll algjörlega fyrir þeim. Frá- bærir söngvarar.“ 4. I´ve Been Loving You - Otis Redding „Ég á þetta í tón- leikaútgáfu. Þetta kalla ég að syngja með tilfinningunni.“ 5. At Last - Etta James „Ég er svolítið að hlusta á gamalt þessa dagana og það er mikill innblástur að hlusta á svona flutning.“ 6. Sveitin milli sanda - Ellý Vilhjálms „Stundum er fínt að hlusta á textalausar laglínur, þær hljóma svo vel.“ 7. Cecila - Thomas Dybdal „Þetta er norskur tónlistarmaður sem ég var kynnt fyrir og hann hefur ekki farið úr tækinu síðan.“ 8. I Want You (She´s so Heavy) - The Beatles „Algjör gredda í þessu lagi, eitthvað fyrir mig.“ 9. Don´t Bring Me Down - Sia (Color the Small One) „Eitthvert kæru- laust þunglyndi yfir þessu lagi sem er uppáhaldslagið mitt af þessari plötu með söng- konu sem ekki margir þekkja hérna.“ 10. Across the Universe - Rufus Wainwright „Flott útgáfa á góðu lagi og hlakka mikið til að fara á tónleika með honum.“ BRENNSLAN - MARGRÉT EIR MARGRÉT EIR HJARTARDÓTTIR Margrét Eir hlustar mikið á eldri tónlist þessa dagana. > Í SPILARANUM Stephen Malkmus - Real Emotional Trash Presidents of the United States of America - These are the Good Times People Simon & Garfunkel - Live 1969 Snoop Dogg - Ego Trippin’ Plants And Animals - Parc Avenue STEPHEN MALKMUS PLANTS AND ANIMALS Hljómsveitin <3 Svanhvít! mætti með afmælistertu upp á svið á tónleikum á Organ um síðustu helgi þar sem hún hit- aði upp fyrir The Pains of Being Pure at Heart frá Bandaríkjunum. Sveitin átti eins árs afmæli sama dag og kunnu tón- leikagestir vel að meta uppátækið. „Afmæli kallar á afmælisköku. Við erum vön að fá hugmyndir og fram- kvæma þær einn, tveir og þrír og við gerðum það,“ segir gítarleikarinn Daði Helgason. Með tertunni sló sveitin tvær flugur í einu höggi, eða í raun þrjár, því sama dag varð söngvarinn Halldór Kristján Þorsteinsson nítján ára auk þess sem jafnmörg ár voru liðin síðan bjórinn var lögleiddur á Íslandi. Tíu meðlimir eru í <3 Svanhvít!, þar á meðal pottaleikari, töfragítarleikari og ræstitæknir sem spilar á ryksugu og kúst. Daði segir sveitina þó ekki algjöra grínsveit. „Við erum mikið að sprella og gera grín en þetta er alvöru grín skulum við segja.“ Hann kvartar heldur ekki yfir þrengslum uppi á sviði. „Við höfum spilað á ótrúlega litlum sviðum. Því þrengra, því skemmtilegra.“ <3 Svanhvít!, sem varð í öðru sæti á Músíktilraunum í fyrra, er skírð í höfuð- ið á fyrrverandi forseta nemendafélags MR. „Það var mikil ást á henni sem kviknaði í fyrra og við skírðum hljóm- sveitina í höfuðið á henni. Við bjóðum henni á flesta tónleika og hún er mikill aðdáandi,“ segir Daði. Sveitin er um þessar mundir að undir- búa sína fyrstu plötu sem kemur út í haust. - fb Með afmælistertu á sviðinu <3 SVANHVÍT! Hljómsveitin <3 Svanhvít! með afmæliskökuna uppi á sviði. M YN D /KO LB R Ú N K A R LSD Ó TTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.