Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 6
6 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Vaxtastefna Seðla- bankans er sjálfstætt efnahags- vandamál sem flestir gagnrýna með gildum rökum en ekkert fæst ráðið við að mati Samtaka iðnaðar- ins. Samtökin krefjast þess að stefnunni verði breytt og óttast að annars verði ofkólnun í efnahags- lífinu. Þetta kom fram í ávarpi Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins, SI, á Iðnþingi í gær. Helgi benti á að stýrivextir Seðlabankans væru langt umfram það sem atvinnulífið og almenn- ingur gætu búið við. Samtök iðnað- arins og atvinnurekenda hefðu krafist þess að stefnunni, vinnu- brögðum bankans eða lögum um Seðlabankann yrði breytt því ann- ars gæti orðið ofkólnun með afleið- ingum sem menn vilja helst ekki hugsa til enda. „Ef raunveruleg verðmæta- sköpun skreppur saman er lítið við því að gera en menn eiga ekki að sætta sig við sjálfskaparvíti,“ sagði Helgi. „Verðmætasköpun er grundvöllur þess að hér sé unnt að standa undir öflugu heilbrigðis- kerfi, menntakerfi og velferðar- þjónustu eins og best gerist.“ Helgi benti á að horfur í atvinnu- lífi og efnahagsmálum hefðu gjör- breyst frá því að vera býsna góðar yfir í dökkar. Hagkerfið hraðkólni, að hluta til vegna erlendra áhrifa sem Íslendingar ráði ekki við. Verðmæti hlutabréfa í Kauphöll- inni hefðu lækkað úr 3.600 millj- örðum þegar mest var í fyrrasum- ar niður í 2.000 milljarða eða um 45 prósent. Verðmæti upp á rúm- lega einn og hálfan milljarð hefðu horfið úr viðskiptalífinu á átta mánuðum. Bankarnir hefðu ekki farið varhluta af ástandinu. „Eitt brýnasta verkefni efna- hagsstjórnarinnar er að rjúfa þennan vítahring með öllum tiltækum ráðum,“ sagði hann og taldi mögulegt að flýta för Íslend- inga upp úr öldudalnum með því að rjúfa vítahring ofurvaxta, atvinnu- líf og stjórnvöld taki höndum saman um að bæta orðspor Íslend- inga erlendis, bankarnir nái vopn- um sínum og losni undan háu og ósanngjörnu skuldatryggingaálagi, ekkert lát verði á uppbyggingu atvinnufyrirtækja og opinber starf- semi þenjist ekki endalaust út. Iðnþing skoraði á ríkisstjórnina að taka aðild Íslands að ESB á dag- skrá og fela nýrri Evrópunefnd það hlutverk að móta samnings- markmið, fara í saumana á samn- ingaferlinu, undirbúa rök vegna sérstöðu þjóðarinnar og hefjast handa við að finna viðunandi lausnir. ghs@frettabladid.is Vaxtastefnan er sjálfstætt vandamál Vaxtastefna Seðlabankans er sjálfstætt efnahagsvandamál. Verði vinnubrögð- um Seðlabankans ekki breytt getur það leitt til ofkólnunar í efnahagslífinu með afleiðingum sem menn vilja ekki hugsa til enda, að sögn formanns SI. LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri rændi útibú Kaupþings í verslunarmiðstöðinni Firði um hádegi í gær. Hann hafði á brott með sér lítilræði af peningum en náðist fljótlega eftir ránið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu gekk maðurinn inn í bank- ann um klukkan hálf tólf og til- kynnti að um rán væri að ræða. Hann var ekki vopnaður og ógn- aði engum með ofbeldi. Gjaldkeri afhenti manninum peninga og hann gekk út. Neyðarkall barst frá bankanum klukkan 11.39 og tók lögreglu nokkrar mínútur að komast á staðinn. Þá var bankaræninginn enn fyrir utan verslunarmiðstöð- ina, ráfandi um á bílastæðinu. Að sögn varðstjóra lögreglu var hann handtekinn, og kvaðst þá hafa ætlað að skila peningunum. Maðurinn er góðkunningi lög- reglunnar og virðist sem banka- ránið hafi lítið sem ekkert verið skipulagt. Hann var yfirheyrður hjá lögreglu í gær og sleppt að því loknu. Svali Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Kaupþingi, segir starfsfólk bankans hafa brugðist hárrétt við. „Þarna fór í gang viðbragðs- áætlun sem stóðst mjög vel, og starfsfólkið gerði allt rétt.“ Hann segir starfsmönnum hafa verið boðna áfallahjálp, en ekki sé enn vitað hversu margir hafi nýtt sér hana. - sþs Bankarán í útibúi Kaupþings í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði um hádegi í gær: Ráfaði um á bílastæðinu eftir bankarán BANKARÁN Útibúi Kaupþings var lokað í rúmar tvær klukkustundir eftir að ránið var framið. Á meðan ræddu lögreglumenn við starfsfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki IÐNAÐUR Forsvarsmenn Papco hafa áhuga á því að reisa umhverfis væna pappírsverk- smiðju á Hengilssvæðinu. Nú er unnið að forkönnun á því hvort slík verksmiðja væri hagkvæm. „Þetta er klárlega spennandi verkefni,“ segir Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco. Hann tekur þó fram að verkefnið sé afar skammt á veg komið og of snemmt að gera sér væntingar. Verksmiðjan myndi flytja inn hráefni, unnið úr nytjaskógum, og vinna úr því pappírsvörur í neyt- endapakkningum. „Það er ekki mikið um þetta að segja á þessu stigi, vinnan er á viðræðustigi,“ segir Þórður. „Hagræðið er í umhverfisþátt- unum,“ segir Þórður. Pappírs- framleiðsla er orkufrekur iðnaður, og erlendis þarf að brenna kolum eða olíu til að knýja verksmiðjurnar. Þórður segir möguleika á því að nýta betur orkuna úr jarðvarmavirkjunum. Auk þess er líklegt að orkan yrði ódýrari hér á landi en í samkeppnis- löndunum. Þórður segir verkefnið ekki komið svo langt að hægt sé að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um orkukaup. Enn sé of margt óljóst, en mögulega skýrist þessi mál frekar í vor eða sumar. Orkuveita Reykjavíkur áformar virkjanir á Hengilssvæðinu, en Skipulagsstofnun hefur nú athuga- semdir við umhverfismat vegna virkjananna til meðferðar. - bj Forsvarsmenn Papco kanna fýsileika umhverfisvænnrar pappírsverksmiðju: Vilja verksmiðju á Hengilssvæði HENGILSSVÆÐIÐ Áform eru uppi um jarðhitavirkjanir á Hengilssvæðinu, en Skipulagsstofnun fjallar nú um athugasemdir við umhverfismat vegna virkjananna. MYND/RAFN HAFNFJÖRÐ Vilt þú að eitt eða fleiri álver rísi hér á landi fyrir árslok 2012? Já 43,5% Nei 56,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að breyta eigi lögum um eftirlaun ráðherra, þing- manna og hæstaréttardómara? Segðu þína skoðun á visir.is BRÝNT AÐ RJÚFA VÍTAHRINGINN „Eitt brýnasta verkefni efnahagsstjórnarinnar er að rjúfa þennan vítahring,“ sagði Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðar- ins, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEIRIHLUTINN VILL EVRU Meirihluti landsmanna vill taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Þar kemur fram að 55,8 prósent svarenda vilja taka upp evru en 44,2 prósent vilja halda íslensku krónunni. Fleiri karlar en konur vilja taka upp evru og þeir yngstu og elstu frekar en hinir aldurshóparnir. Stuðningurinn við evru er mestur í aldurshópnum 25- 34 ára. Íbúar á höfuðborgarsvæð- inu eru jákvæðari gagnvart evru en íbúar á landsbyggðinni. Sextíu prósent íbúa á höfuðborgarsvæð- inu vilja taka upp evru. Þá er afgerandi meirihluti fyrir því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.