Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 51
ingjusamur,“ segir hann og bætir því við að hann safni sér fyrir hlut- unum áður en hann kaupi þá. „Ég er alinn upp við það að góðir hlut- ir gerist hægt og að allt hafi sinn meðgöngutíma. Ég þakka fyrir í dag að hafa ekki verið alinn upp við allsnægtir og finnast það sjálf- sagt að eiga allt á raðgreiðslum.“ Mótlætið mótar mig CERES4 vill meina að uppeldið og mótlætið á æskuárunum hafi gert hann að þeim manni sem hann er í dag en honum finnst skemmtileg- ast að takast á við hluti sem hann er ekki góður í og sigrast á erfið- leikunum. „Allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur kostað mig blóð, svita og tár og þannig vil ég hafa það enda er ég átakasinni. Allt sem ég geri er „hardcore“ út í gegn. Ég er bestur þegar enginn annar trúir á mig. Ég var t.d. aldrei neinn sérstakur námsmaður. Ég villtist dálítið af leið í barnaskóla en rétti mig síðar af með harðri vinnu. Ég er alltaf tilbúinn að leggja mikið á mig, sama hvað það kostar, þegar ég veit hvað ég vil,“ bætir hann við en hann lauk kenn- araprófi frá Kennaraháskólanum fyrir 11 árum. „Þegar ég byrjaði til dæmis að skrifa fannst mér það mjög erfitt. Ég hef aldrei fundið neitt hjá mér sem sumir kalla með- fædda hæfileika. Kannski einna helst það að mér finnst óendan- lega gaman að hugsa. En ég ætl- aði mér að skrifa bók og hef nú lokið minni fyrstu skáldsögu sem heitir Klettafjörður. Það var sigur fyrir mig að klára hana og vonandi kemur hún einhvern tímann út,“ segir CERES4 sem er augljóslega margt til lista lagt. Klettafjörður er nú þegar komin til yfirlestrar hjá nokkrum bókaútgefendum en sagan segir frá manni á þrítugs- aldri sem lendir í flugslysi. Vélin hrapar á afskekktum stað í ímynd- uðum firði á Íslandi þar sem ein- ungis búa öldungar. „Bókin er að einhverju leyti byggð á minni reynslu og fjallar um innilokun, útþrá, átök, persónuleikabreyt- ingar, ástina og lífið. Hún gerist á Austurlandi en ég ólst upp á Eski- firði þar sem dimmur og djúpur fjörður umlukti hluta af bernsku minni,“ segir CERES4 sem útskýr- ir kannski að einhverju leyti hvers vegna honum líður vel einum. „Ég var einu sinni kvæntur en skildi fyrir sex árum og hef verið pipar- sveinn síðan. Hjónabandið gat af sér einn son sem er á tólfta ári og mér þykir óendanlega vænt um,“ segir CERES4 sem hefur ekki tíma í hefðbundið fjölskyldulíf eins og staðan er í dag þar sem hann er rokinn út fyrir klukkan sex á morgnana og kemur seint heim á kvöldin. „Líf mitt er mikið kapp- hlaup þar sem ég stekk úr einu hlutverkinu yfir í annað. Ég fer úr því að vera mjög skilningsrík- ur, mildur og akademískur í skól- anum yfir í það að vera agaður og ákveðinn knattspyrnuþjálfari, en ég er aðstoðarþjálfari 4., 5. og 6. flokks Hauka í Hafnarfirði. Þaðan þarf ég síðan að geta hoppað beint upp á svið, þar sem hlutverk mitt er að heilla fjöldann og gleðja fólk en inn á milli koma stundir þar sem ég sit einn löngum stundum og skrifa,“ segir Ceres en and- stæðurnar í lífi hans virðast henta margbrotnum persónuleika hans vel. „Ég á mjög auðvelt með að skipta um gír og er fljótur að laga mig að breyttum aðstæðum. Ég er eins og DVD-spilari sem hægt er að láta hoppa á milli atriða með fjarstýringunni,“ segir CERES4 hlæjandi að lokum. bergthora@365.is MORGUNMATURINN: Heitur hafra- grautur er málið í frostinu. SKYNDIBITINN: „Jamba Juice- smoothie“ með extra skammti af prót- índufti. Ég labbaði alltaf fram hjá Jamba Juice á leiðinni í skólann og oftar en ekki fékk ég mér „smoothie“ og risastóra graskers „muffin“ frá bakaríinu við hlið- ina á með. Ég sakna Jamba Juice því það er vonlaust að finna drykkjarhæfan „smoothie“ á Íslandi sem er ekki með skyri. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: W.A. Frost & Company í St. Paul er Hótel Holt borgarinnar. Alvöru veitingastaður með frönsku ívafi. Þarna fór ég oftar en einu sinni með kærastanum svo ég á góðar minningar frá þessum stað. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Það eru nokkr- ar skemmtilegar búðir í Uptown Minneapol- is en ef maður á leið í Mall of America er Nord- strom-magasínið flott. BEST VIÐ BORGINA: Fólkið í Minneapol- is/St. Paul er frjálslynt og svolítið evrópskt í hugsunarhætti svo manni er óhætt að segja nokkra Bush-brandara. Svo er veturinn mjög fallegur þrátt fyrir kuldann því oftast er algjört póstkortaveður í borginni, sól og logn. LÍKAMSRÆKTIN: Skokk eftir Summit Avenue upp að Mississippi-ánni (þó ekki í kaldasta veðrinu!). Ég átti heima við hliðina á Summit Avenue sem er fræg fyrir að hafa lengstu röð af íbúðarhúsum frá Viktoríutímabilinu í Bandaríkj- unum. borgin mín RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR kynningarstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands MINNEAPOLIS/ST. PAUL 7. MARS 2008 FÖSTUDAGUR • 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.