Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 12
12 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR SVEITASTJÓRNARMÁL „Greiðslur handa foreldrum halda foreldrum heima, einkum konum, og leysa með engu móti leikskólavandann í borginni,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, um greiðslur til foreldra sem bíða þess að börnin þeirra komist inn á leikskóla. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og F-lista hefur boðað að hann muni „segja skilið við biðlista- stefnuna“ í leikskólamálum. Tæplega 1.200 börn frá eins árs aldri eru á biðlista eftir leikskóla- plássi í borginni en 700 hundruð þeirra eru þó með pláss hjá dag- foreldri. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri kynnti áformin á blaða- mannafundi fyrir borgarstjórnar- fund á þriðjudag. „Þetta á eftir að skipta foreldra gríðarlega miklu máli [...] Greiðslan mun að líkind- um nema tugum þúsunda,“ sagði Ólafur F. meðal annars. Stefnt er að því að fjölga leik- skólaplássum í Reykjavík veru- lega á næstu árum. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa bent á að pláss- um muni ekki fjölga umfram mannfjöldaspá samkvæmt áætl- uninni, nema sem nemur á fjórða tug plássa. Þá hefur gengið erfið- lega undanfarin ár að fullmanna störf leikskólakennara. Óljóst er enn hve greiðslan til foreldra verður há en gert er ráð fyrir um 200 milljónum í greiðsl- urnar á þriggja ára fjárhags- áætlun. magnush@frettabladid.is Leikskólavandinn í borginni óleystur Greiðslur til foreldra eyða ekki biðlistum eftir leikskólaplássi, segir borgarfull- trúi Samfylkingarinnar. Leikskólapláss í Reykjavík eru 5.796 en þurfa að vera að minnsta kosti 1.200 fleiri til þess að anna eftirspurn að fullu. BÖRN AÐ LEIK Bið eftir leikskólaplássi kemur illilega við fjölskyldufólk í Reykja- vík. Tæplega 1.200 börn frá eins árs aldri bíða þess að komast inn á leikskóla í Reykjavík. Flestir leikskólar á vegum borgarinnar taka börn inn við átján mánaða aldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Kanadíski læknirinn Joan M. Johnston heldur fyrirlestur um átröskun á Háskólatorgi Háskóla Íslands á morgun klukkan eitt. Joan rekur meðferðarstofnun fyrir átröskunarsjúklinga og hefur haldið fyrirlestra um átröskun um allan heim frá 1992. Fyrirlestrana byggir hún á hugmyndum um átröskun sem fíkn og deilir hún með áheyrend- um margra ára faglegri reynslu auk eigin sögu, en hún notaði tólf spora kerfið til þess að ná tökum á átröskun sem hún þjáðist af sjálf. - eö Fyrirlestur á Háskólatorgi: Átröskun getur líka verið fíkn WWW.N1.ISN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Nú hefur N1 hafið sölu á Biodísel sem er lífrænt endurnýjan- legt eldsneyti, blandað í venjulega díselolíu. Biodísel er á sama verði og venjuleg díselolía en mengar mun minna og smyr bílinn betur. N1 Hringbraut í Reykjavík N1 Skógarseli í Reykjavík N1 Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði Biódísel fæst á eftirtöldum þjónustustöðvum: IÐNAÐUR Helgi Magnússon var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi með 97 prósentum atkvæða, auð og ógild atkvæði voru um þrjú prósent. Helgi verður formaður fram að Iðnþingi 2009. Í stjórn voru kjörin þau Þor- steinn Víglundsson, BM Vallá, Ingvar Kristinsson, Marel, og Anna María Jónsdóttir, Laugar Spa. - ghs Samtök iðnaðarins: Helgi formaður endurkjörinn HELGI MAGNÚS SON UTANRÍKISMÁL „Hvaða skilaboð eru íslensk stjórnvöld að senda á svæðið með því að halda uppi vin- samlegu stjórnmálasambandi við árásaraðilann en neita að hafa nokkurt samband við lýðræðis- lega kjörin stjórnvöld Palestínu- manna?“ spyr Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Íslands-Palestínu. Hann bregst hér við ákvörðun utanríkisráðherra um að verða ekki við áskorun félagsins og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Þau stjórnvöld sem Sveinn vísar til eru Hamas-samtökin, sem ráð- herrann heimsótti ekki í ferð sinni til Ísraels í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í Frétta- blaðinu í gær að hún sæi ekki ávinninginn af því að slíta sam- bandinu, þrátt fyrir að Ísraels- menn væru að „hóprefsa“ Palest- ínumönnum á óafsakanlegan hátt. Fullreyna þyrfti opinberar leiðir, svo sem öryggisráðið. Og að alþjóðasamfélagið léti í sér heyra. „En er verið að hlusta?“ spyr Sveinn og bendir á að neitunar- vald Bandaríkjanna geri öryggis- ráðið máttlaust. „Tillaga okkar er tilkomin af því að þrátt fyrir öll tilmæli og mót- mæli, til dæmis fordæmingu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hóta ísraelsk stjórnvöld enn harðari aðgerðum. Þetta er eins og að tala við steininn.“ - kóþ Formaður Íslands-Palestínu spyr hvaða skilaboð Íslendingar sendi til Palestínu: Vinasamband við árásaraðila Í HEIMSÓKN Í ÍSRAEL Ráðherra hitti Ísraelsmenn að máli í ferð sinni til Pal- estínu. Síðan ræddi hún við Fatah-hreyf- inguna en hún hitti engan í Hamas- samtökunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN UTANRÍKISMÁL Íslenskir friðar- gæsluliðar munu snúa aftur til Faryab-héraðs í norðurhluta Afganistan í apríl, um tveimur og hálfu ári eftir að þeir voru kvadd- ir á brott frá héraðinu þar sem öryggi þeirra þótti ekki tryggt. „Við teljum að það sé búið að gera þær öryggisráðstafanir sem til þurfi, og ástandið sé slíkt að okkar fólk sé öruggt. Það er klárt mál að þeirra öryggis verður gætt mjög vandlega,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Búðir friðargæsluliða í Faryab eru við höfuðstað héraðsins, Maymana. Ráðist var á búðirnar í febrúar 2006, en engan sakaði. Búðirnar voru færðar í kjölfarið. Þrettán friðargæsluliðar eru í landinu nú, og er miðað við að fjöldi gæsluliða verði á bilinu þrettán til fimmtán á næstunni. Gæsluliðarnir sem fara til Faryab verða borgaralegir þróunar- fulltrúar sem munu vinna að upp- byggingarstarfi. Þeir verða ekki vopnaðir og munu ekki klæðast ein- kennisbúningum, segir Urður. Ekki er ljóst hvaða verkefni gæsluliðarnir munu sinna í hérað- inu. Þeir sem fyrstir fara munu skipuleggja verkefnin. Fjölgun í liðsafla friðargæsl- unnar í Afganistan kemur í kjölfar þess að hætta varð verkefni í Srí Lanka í byrjun árs. Stefnan er að friðargæsluliðum fækki ekki þó að því verkefni sé lokið, segir Urður. - bj Íslenskir friðargæsluliðar munu snúa aftur til Faryab-héraðs í Afganistan í apríl: Borgaralegir og bera ekki vopn GÆSLUSTÖRF Friðargæsluliðar hafa unnið að ýmsum verkefnum í Afganist- an. MYND/ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLANÁ LEIÐINNI ÚT Í BÚÐ Þetta er ekki óalgeng sjón í Simbabve þessa dagana þar sem verðbólgan er komin vel yfir 100 þúsund prósent. Maðurinn er á leiðinni út í búð að kaupa sér í matinn, sæmilega birgur af ódýrum seðlabúntum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 6 Hverfi 12-18 mánaða 18 mánaða + 1. Árbær/Grafarholt 80 155 2. Breiðholt 62 105 3. Grafarvogur/Kjalarnes 76 13 4. Laugardalur/Háaleiti 128 119 5. Miðborg/Hlíðar 89 62 6. Vesturbær 77 46 5 2 1 3 4 SAMGÖNGUMÁL Sjötíu og fimm ökumenn óku yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöng- unum á 47 klukkustundum frá mánudeginum til miðvikudagsins. Alls fóru tæplega fjögur þúsund ökutæki um göngin á þessum tíma og voru um 1,9 prósent ökumanna brotleg. Í göngunum er 70 kílómetra hámarkshraði. Var meðalhraði brotlegra ökumanna 84 kílómetrar á klukkustund, sex óku á 90 og sá sem hraðast ók var á 100 kílómetra hraða. Er þetta nokkur fækkun hraðakstursbrota frá því í janúar 2007 þegar 4 prósent ökumanna óku of hratt á sama stað í göngunum. - ovd Akstur í Hvalfjarðargöngunum: Hraðaksturs- brotum fækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.