Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 45

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 45
Hvítur svanur á hvítu svelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008 7 Ríflega 130 manna hópur gekk á hæsta tind Vesturlands, Heiðar- horn (1.053 metrar), hinn 1. mars síðastliðinn. Gangan var liður í undirbúningi hópsins fyrir göngu á Hvannadalshnúk í byrjun sum- ars en hópurinn hittist einu sinni í viku og æfir fyrir ferðina. Hvanna- dalshnúkur er 2.110 m hár og því má segja að hálfur sigur sé unninn fyrir hópinn á leið sinni á toppinn. Gangan var skipulögð af Íslensk- um fjallaleiðsögu mönnum. Menn voru almennt ánægðir með för- ina enda veðrið með besta móti og útsýnið af toppnum einstakt. Fyrst var gengið á Skarðshyrnu og þaðan yfir á Heiðarhornið og tók gangan alls um sjö tíma. Nú þegar hafa um 250 manns skráð sig í ferðina á Hvannadals- hnúk og enn er laust pláss svo þeim sem hafa áhuga á að slást í hópinn er bent á að hafa sam- band við Íslenska fjallaleiðsögu- menn (587-9999). Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heima- síðum Íslenskra fjallaleiðsögu- manna www.mountainguide.is og 66°Norður www.66north.is. Stór hópur á Heiðarhorn Veðrið var yndislegt og útsýnið einstakt. ● ÖRYGGISNÁMSKEIÐ Í HESTAMENNSKU Vanir knapar, jafnt sem óvanir, detta af hestbaki, oft með slæmum afleiðingum. Vátryggingafélag Íslands stendur fyrir námskeiði um öryggismál í hestamennsku, í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landssam- band hestamannafélaga, á laugardaginn kemur, 8. mars, á Hvanneyri og í hestamiðstöð Landbúnaðar háskólans að Mið-Fossum í Borgarfirði. Námskeiðið er ætlað hestamönnum á öllum aldri en ekki síst þeim sem bjóða upp á hestaferðir og reiðkennslu. Námskeiðið er tvíþætt. Annars vegar verður bókleg fræðsla um öryggismál og hins vegar sýnikennsla. Á námskeiðinu verður sýnt hvernig á að „detta af baki“ með lágmarks afleiðingum og jafnframt verður kennt hvað hægt er að gera á slysstað til að hlúa að slösuðum einstaklingi þar til hjálp berst. Námskeiðið hefst kl. 9.45 með bóklegri fræðslu. Sýnikennslan fer fram að Mið-Fossum í Borgarfirði frá kl 13.30 til 16.00. Hádegisverður er innifalinn í námskeiðinu. Hægt er að skrá þátttöku á netfanginu endurmenntun@lbhi.is ● NÝLIÐA- OG AFMÆLIS- FERÐ Nýliðanefnd Ferðafélags 4x4 klúbbsins stendur fyrir dagsferð um Reykjanes laugardaginn 15. mars. Ferðin verður farin í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins og í framhaldi af nýliðakynningu sem haldin var fyrir stuttu. Eknar verða tvær leiðir, önnur fyrir öflugri jeppa og hin fyrir lítið eða ekki breytta, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um leiðar- val og brottfarartíma verða birtar á vefnum www.f4x4.is þegar nær dregur. Casall fatnaður Opnunartilboð: 20% afsláttur Jamis reiðhjól Árgerð 2007 Opnunartilboð: 40%afsláttur Chrysalis dúnsvefnpoki frá The North Face Verð: 25.990 kr. Opnunartilboð: 17.990kr. Nike T-bolir Opnunartilboð: 20%afsláttur unarhátíð um helgina Nike Pro hátæknifatnaður – aðeins það besta til íþróttaiðkunar – kynning á fimmtudag og laugardag. útivera ● fréttablaðið ●
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.