Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 82
46 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason var á dögunum gerður að aðalfyrirliða danska stórliðsins Bröndby eftir að hafa aðeins verið í herbúðum félagsins í rúmlega hálft ár. Bröndby má reyndar muna sinn fífil fegri og félagið hefur átt undir högg að sækja síðan knattspyrnustjórinn Michael Laudrup og aðstoðarmaður hans John „Faxe“ Jensen hættu í júni árið 2006, en Stefán kvaðst bjartsýnn á framhaldið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Það er náttúrlega mikill heiður fyrir mig að vera beðinn um að taka við fyrirliðabandinu og þó að þetta hafi komið frekar óvænt upp, þar sem ég er nú ekki búinn að vera lengi hjá félaginu, þá er ég vitaskuld ánægður. Mér fannst and- rúmsloftið ekki vera sérstaklega gott hjá félaginu þegar ég kom fyrst en Tom Køhlert, knattspyrnustjóri Bröndby, er búinn að hreinsa aðeins til hjá félaginu. Mér finnst mórallinn vera allt annar núna, leikmennirnir eru búnir að leggja hart að sér við æfingar í vetrarfríinu og við verðum vonandi tilbúnir þegar lokaátökin í deildinni hefjast 16. mars næstkomandi,“ sagði Stefán. Félagið er sem stendur í 9. sæti deildarinnar, sem er vitanlega algjörlega óviðun- andi á þeim bænum og það þótti til að mynda algjört hneyksli þegar liðið endaði í 6. sæti í deildinni í fyrra. „Harðkjarna stuðningsmenn Bröndby létu óánægju sína í ljós út af slöku gengi liðsins í upphafi þessa tímabils og það var mjög sérstakt að upplifa það að við leikmennirnir þurftum lög- reglufylgd úr rútunni og inn á leikvang Bröndby út af okkar eigin stuðningsmönnum eftir tapleik á útivelli. Þetta voru auðvitað bara örfáir ólátabelgir og megnið af aðdáend- um félagsins studdi liðið í gegnum súrt og sætt og hafa verið frábærir á þessu tímabili en kröfurnar eru vissulega til staðar. Bröndby er náttúrlega búið að vera í baráttunni um titla meira og minna undanfarin tuttugu og fimm ár ef frá er talið tímabilið í fyrra og markmiðin voru því skýr fyrir tímabilið. Úr þessu stefnir félagið hins vegar á að ná fjórða sætinu í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppn- inni að ári auk þess sem stefnan er sett á að vinna bikarkeppnina í Danmörku,“ sagði Stefán bjartsýnn. STEFÁN GÍSLASON: ER BJARTSÝNN Á AÐ BRÖNDBY NÁI AÐ BJARGA TÍMABILINU EFTIR ERFIÐA BYRJUN Í UPPHAFI MÓTS Þurftum lögreglufylgd eftir einn leikinn í vetur N1-deild karla í handbolta Fram-Afturelding 28-26 (15-12) Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 9/4 (14/5), Rúnar Kárason 5 (13), Haraldur Þorvarð- arson 4 (5), Stefán Baldvin Stefánsson 3 (4), Jón Björgvin Pétursson 3 (6), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (3), Brjánn Guðni Brjánsson 1 (1), Einar Ingi Hrafnsson 1 (3) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (30/3 43,3%), Magnús Gunnar Erlendsson 8/1 (17/3 47,1%) Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Brjánn, Rúnar, Haraldur) Fiskuð víti: 5 (Andri, Einar, Rúnar, Halldór, Stefán) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Aftureldingar: Daníel Jónsson 7 (12), Magnús Einarsson 5 (9), Hrafn Ingvarsson 3 (4), Ásgeir Jónsson 3 (5), Einar Örn Guðmundsson 3/3 (11/3), Davíð Ágústsson 2 (4), Ingimar Jónsson 2/1 (5/2), Hilmar Stefánsson 1/1 (1/1), Jón Andri Helgason (1) Varin skot: Davíð Svansson 19 (46/3 41,3%), Oliver Kiss (1/1 0%) Hraðaupphlaup: 5 (Ásgeir 2, Daníel, Davíð, Magnús) Fiskuð víti: 6 (Ásgeir 2, Magnús 2, Einar, Daníel) Utan vallar: 6 mínútur N1-deild kvenna í handbolta Valur-Fylkir 28-19 Iceland Express-deild karla Njarðvík-Skallagrímur 113-83 (54-48) Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 29, Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Jóhann Ólafsson 11, Guðmundur Jónsson 11, Sverrir Þór Sverrisson 10, Damon Bailey 10, Friðrik Stefánsson 9, Daníel Guðmundsson 5, Egill Jónasson 2, Elías Kristjáns- son 2, Hjörtur Einarsson 2 Stig Skallagríms: Darrell Flake 23, Allan Fall 19, Florian Miftari 11, Pálmi Þór Sævarsson 11, Axel Kárason 7, Pétur Sigurðsson 7, Ómar Helgason 5 ÍR-Stjarnan 84-87 (43-49) Stig ÍR: Tahirou Sani 25 (8 frák.), Nate Brown 16 (10 frák., 7 stoðs.), Eiríkur Önundarson 13, Hreggviður Magnússon 10, Sveinbjörn Claessen 10, Ólafur Jónas Sigurðsson 5, Steinar Arason 2, Ómar Sævarsson 2, Þorsteinn Húnfjörð 1. Stig Stjörnunnar: Dimitar Karadzovski 26 (6 af 9 í 3ja), Jarrett Stephens 26 (11 frák.), Jovan Zdravevski 15, Fannar Freyr Helgason 9 (9 frák., 6 stoðs.), Sævar Ingi Haraldsson 5 (6 stoðs), Kjartan Atli Kjartansson 2, Ottó Þórsson 2, Guð jón Hrafn Lárusson 2 Keflavík-Tindastóll 106-85 KR-Hamar 95-66 (48-37) Stig KR: Joshua Helm 25, Jeremiah Sola 15, Pálmi Sigurgeirsson 13, Avi Fogel 12, Darri Hilmarsson 11, Skarphéðinn Ingason 8, Fannar Ólafsson 6, Ellert Arnarsson 2, Eldur Ólafsson 2, Helgi Már Magnússon 1. Stig Hamars: Roman Moniak 27, Svavar Pálsson 14, Bojan Bojovic 11, Lárus Jónsson 4, Roni Leimu 4, Ari Gunnarsson 3, Viðar Hafsteinsson 3. Hamarsmenn og Fjölnismenn féllu niður í 1. deild í gær. Hjá báðum félögum var það sigur Stjörnumanna á ÍR-ingum í Seljaskóla sem gerði útslagið. Hamarsmenn eru með 8 stig en eiga aðeins tvo leiki eftir og geta því ekki náð Stjörn- unni og Tindastól að stigum. Fjölnismenn sem mæta Þór í kvöld, geta náð bæði Stjörnunni og Tindastól að stigum en eru með verri innbyrðisár angur gegn báðum liðum. Evrópukeppni félagsliða: Bolton-Sporting 1-1 1-0 Gavin McCann (25.), 1-1 Simon Vukcevic (69.). Heiðar Helguson var í byrjunarliði Bolton. Fiorentina-Everton 2-0 1-0 Zdravko Kuzmanovic (70.), 2-0 Riccardo Montolivo (81.). Tottenham-PSV 0-1 0-1 Jefferson Farfán (34.). Anderlecht-Bayern München 0-5 0-1 Hamit Altintop (10.), 0-2 Luca Toni (45.), 0-3 Lukas Podolski (57.), 0-4 Miroslav Klose (67.), 0-5 Franck Ribery (86.). Meistaradeildin í körfubolta Lottomatica Roma-CSKA Moskva 54-82 Jón Arnór Stefánsson skoraði tvö stig fyrir Roma og tók tvö fráköst á tæpum 25 mínútum. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Njarðvík vann Skalla- grím 113-83 í Iceland Express- deild karla í gærkvöld. Skallagrímur var ekki lengi að finna fjölina í Ljónagryfjunni og komst í 3-11 eftir aðeins þrjár mínútur. Á meðan gestirnir voru vel frískir rann vart blóðið í heimamönnum og mátti sjá á töfl- unni stöðuna 14-26 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leik- hluta. Leikur heimamanna hresst ist verulega með innkomu Sverris Þórs Sverrissonar en gest- irnir leiddu eftir fyrsta leikhluta, 27-31. Skallarnir voru einnig mun sterkari í upphafi annars leikhluta og réðu Njarðvíkingar ekkert við Darrell Flake, sem frákastaði og skoraði að vild. Staðan var 39-43 þegar rúmar fjórar mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Þessar fjórar mínútur voru eign Njarðvíkur frá upphafi til enda. Liðið pressaði úti um allan völl og stal ófáum boltum og í kjölfarið leiddi Njarðvík eftir fyrri hálfleik, 54-48. Njarðvíkingar komu mun frísk- ari til leiks en í þeim fyrri. Liðið byggði hægt og rólega upp forskot í leikhlutanum og var staðan 67-58 þegar hann var hálfnaður. Skömmu áður var Florian Miftari leikmanni Skallagríms hent út úr húsi fyrir að hrópa „fuck you“ að Björgvini Rúnarssyni, öðrum dómara leiks- ins. Gjörsamlega óafsakanlegt og hárréttur dómur. Staðan að lokn- um þrem leikhlutum var 90-70 fyrir Njarðvík. Í fjórða leikhluta mátti sjá greinilega að Skalla- grímsmenn voru búnir að gefast upp. Í stað þess að reyna að minnka forskot Njarðvíkur og einbeita sér að því fór öll orka þeirra í að mót- mæla dómum og í raun tuða yfir öllu. Þegar lokaleikhlutinn var hálfnaður var staðan 102-77 fyrir Njarðvík og leiknum löngu lokið. Lokamínúturnar var sýning að hálfu Njarðvík og sigruðu heima- menn að lokum 113-83. Brenton Birmingham var gríðar- lega öflugur í kvöld sem og Hörður Axel Vilhjálmsson. Hörður var sáttur í leikslok. „Þetta var bara virkilega góður leikur af okkar hálfu. Við vildum senda ákveðin skilaboð fyrir úrslitakeppnina þar sem við byrj- um hana í fjórða sæti og endum sem Íslandsmeistarar.“ Hjá Skalla- grími var meðalmennskan í fyrir- rúmi og baráttuhundurinn Pálmi Þór Sævarsson var ómyrkur í máli eftir leikinn. „Þetta var skelfilegur leikur. Í raun var fyrri hálfleikurinn ágæt- ur en í þeim síðari fórum við að hlaupa með þeim, sem er alls ekki okkar leikur og nokkuð sem við ráðum engan vegin við.“ - höþ Kennslustund hjá Njarðvík Njarðvík átti ekki í miklum erfiðleikum gegn Skallagrími í Iceland Express-deild karla í gærkvöld og sigraði örugglega 113-83 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Stigin tvö eru heimamönnum í Njarðvík afar dýrmæt í baráttunni um fjórða sætið. MIKILVÆGUR SIGUR Njarðvíkingar standa vel að vígi í baráttunni um fjórða sætið, sem gefur heimaleikjarétt þegar kemur í úrslitakeppnina, eftir yfirburðasigur gegn Skallagrími í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. JÓN BJÖRN/VÍKURFRÉTTIR HANDBOLTI Fram marði Aftureld- ingu, 28-26, í hörkuleik og minnk- aði forystu Hauka á toppi N1- deildarinnar í tvö stig. Afturelding hóf leikinn af krafti. Daníel Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir tuttugu sek- úndur og Davíð Svansson varði fjögur skot í fyrstu sókn Fram. Engu að síður var lítil stemning í liði Aftureldingar og Fram náði fljótt góðum tökum á leiknum og eftir 18 mínútna leik munaði fimm mörkum á liðunum, 10-5. Afturelding hóf þá að sýna þann baráttuanda sem liðið hefur verið þekkt fyrir í vetur og minnkaði muninn í eitt mark, 13-12, þegar innan við mínúta var til leikhlés. Síðustu mínútuna nýtti Fram vel og staðan var 15-12 í hálfleik. Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu fyrstu mínútur síð- ari hálfleiks en um miðbik hálf- leiksins náði Afturelding að skora þrjú mörk í röð og jafna leikinn, 21-21. Skömmu síðar var Aftureld- ing komin yfir, 22-23 og spennan í Safamýrinni rafmögnuð. Afturelding virtist líkleg til að sækja óvænt stig þar til leikmenn liðsins réðu ekki við spennuna á lokasprettinum. Fram skoraði þrjú síðustu mörkin og sigraði 28- 26, en Afturelding skoraði ekki fimm síðustu mínútur leiksins. Stórskyttan Andri Berg Har- aldsson hjá Fram var mjög góður í fyrri hálfleik en var ekki sáttur við leik sinn í síðari hálfleik. „Ég náði þó að skora sigur- markið í lokin en þetta var ekkert sérstakt. Ég trúði því aldrei að við myndum tapa fyrsta leik eftir bikar úrslitin en það má segja að taugarnar hafi verið sterkari okkar megin,“ sagði Andri í leiks- lok. - gmi Fram styrkti stöðu sína í toppbaráttu N1-deildar karla þegar liðið vann Aftureldingu 28-26 í gærkvöld: Fram í vandræðum með Aftureldingu NAUMUR SIGUR Framarar áttu í erfiðleikum gegn Aftureldingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Stjörnumenn unnu mikilvægan útisigur á ÍR, 84-87, í Seljaskóla í gær og eiga því enn möguleika á að komast í úrslita- keppnina. Stjörnumenn höfðu tapað sex útileikjum í röð fyrir leikinn í gær en eftir leikinn eru þeir tveimur stigum á eftir Þór, sem situr í áttunda og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslita- keppninni. Með sigrinum felldu Stjörnumenn líka bæði Hamar og Fjölni. Stjarnan var með frumkvæðið allan tímann, 24-26 yfir eftir fyrsta leikhluta, 45-49 yfir í hálfleik og náði mest 11 stiga forskoti, 64-75, í upphafi fjórða leikhluta. Í lokaleikhlutanum voru Garðbæingar nærri því búnir að henda frá sér leiknum því þeir töpuðu þá 11 boltum, þremur fleiri en ÍR-ingar gerðu allan leikinn. Stjörnumenn héldu þó út og Makedónarnir Dimitar Karadzovski og Jovan Zdravevski gulltryggðu sigurinn með því að skora úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. ÍR-ingar reyndu hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í lokin en aðeins 2 af 15 þeirra skiluðu sér í körfuna í 4. leikhluta og Breiðhyltingar misstu því af tækifærinu á að komast upp að Skallagrím í 6. sætið. - óój Mikilvægt hjá Stjörnunni: Vann á útivelli ENN MÖGULEIKI Kjartan Kjartansson og félagar í Stjörnunni eru enn í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Viggó tekur við Fram Samkvæmt frétt á Vísi í gærkvöldi mun Viggó Sigurðsson hafa náð samkomulagi við handknattleiksdeild Fram um að taka við þjálfun liðsins næsta sumar og skrifa undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta gekk nokkuð skjótt að og við vorum bara tvo daga að ganga frá þessu,“ sagði Viggó í viðtali við Vísi í gær- kvöld. Ferenc Antal Buday, þjálfari Fram, stýrir Safamýrarliðinu út núverandi keppnistímabil. sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.