Fréttablaðið - 07.03.2008, Blaðsíða 54
12 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008
útlit
smáatriðin skipta öllu máli
H ver er lykillinn að því að líta sjúklega vel út án þess að hafa
farið í lýtaaðgerð? Auð-
vitað myndu flestallar
konur nefna nægan svefn,
hollt mataræði, prúð börn
og að drekka baðkar af
volgu vatni dag hvern. En
það er ekki alltaf tími í það og
þá getur gott meik bjargað málun-
um. Það er þó ekki bara nóg að meika sig,
maður verður að eiga hyljara líka sem er
notaður undir augun. Þegar hyljari er sett-
ur undir augun er mjög mikilvægt að hann
sé aðeins ljósari en húðin. Húðin í kring-
um augnsvæðið er miklu
þynnri og þurrari en húðin
á öðrum stöðum í andlitinu
og þess vegna er mikilvægt
að nota hyljara því það er
meiri raki í honum. Gott
er að bera hyljarann
á með sérstökum
bursta svo maður
nái alveg inn í
augnkrókana
og til að gera
áferðina jafn-
ari. Þá lýsist
augnsvæðið upp
og lætur
mann líta út
fyrir að vera
miklu snoppu-
fríðari.
Þegar rétti
meikliturinn er
valinn er málið
að gera það í
dagsbirtu,
setja
nokkr-
ar rendur á kinnina af mismunandi
litum og velja svo þann lit sem fell-
ur alveg inn í húðina. Það að velja sér
meik sem er stigi dekkra en húðin
er algert glapræði og gerir ekk-
ert annað en að búa til svo-
kallaða meikgrímu og það viljum við
alls ekki. Ef meikið sest í svita-
holur ertu ekki að nota rétta
tegund. Ef húðin er gróf
og misjöfn er nauðsyn-
legt að nota kornama-
ska einu sinni til tvisvar
í viku til að losna við dauð-
ar húðfrumur. Húðin verður
þá líflegri, áferðarfallegri og
tekur betur á móti raka. Þegar
meikið er borið á er gott að nota
meikbursta því hann gerir áferð-
ina fallegri og jafnari. Annars
hafa allir sína eigin ávana þegar kemur
að snyrtidóti. Ef þú kannt öll leynitrix-
in frá því í Hollywood í gamla daga er
um að gera að beita þeim en þær sem
voru ekki fæddar þegar sá skemmti-
staður var upp á sitt besta ættu að
lesa pistilinn aftur.
martamaria@frettabladid.is
Það er ekki sama hvernig meik er borið á andlitið
Burt með meikgrímurnar
• Notaðu
hyljara til að lýsa
upp augnsvæðið
• Hyljari felur bauga
• Veldu meik í dagsbirtu
svo þú lendir ekki í því
að fá meikgrímu
LEIKKONAN KATE BECKINSALE Ef þú vilt ná
jafnmiklum ljóma og leikkonan er nauðsynlegt að
velja rétta meikið. MYND/GETTYIMAGES
ESTÉE LAUDER Resili-
ence Lift Extreme gefur
húðinni fallega áferð.
MYND/VALLI
RAKA-
GJAFI ER
LYKILLINN
AÐ FRÍSKLEGRI HÚÐ OG
SKAPAR FULLKOMINN
GRUNN FYRIR FARÐANN
OG HYLJARANN. Sérstakur
„primer“ er í öllum kremum
frá Bobbi Brown þannig að
farði og hyljari koma sérstak-
lega vel út á húðinni og farð-
inn situr lengur. MYND/VALLI
Í frostinu og öllum veðurofsanum ríður á að verja húðina. Nýja rakakremið frá Estée Lau-
der, Revelation, lætur húðina líta betur út og hjálpar henni að vinna á fyrstu merkjum
öldrunar. Nú getur þú hrakið á brott fyrstu einkenni öldrunar húðarinnar, dauflega áferð,
þurrkalínur og smáhrukkur. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
HIMNASENDING Í KRUKKUFORMI
NÁTTÚRULEGT
OG SMART
Þykkur brúnn
eye-liner og
há kinnbein
eru áberandi
hjá MAC.
Varalitablýantur
Virkar rosalega
næntís en mótar
varirnar fallega.
Bronslitaður kinnalitur
Þetta er möst að eiga í
snyrtibuddunni í sumar.
Bronslitað
gloss
Flestar íslenskar konur elska náttúrulega liti því
þeir fara svo ansi vel við húðlitinn. Í nýju lín-
unni frá MAC er litaspjaldið brúnt og
bronsað og hentar því vel fyrir flest-
ar týpur, hvort sem þær eru dökk-
hærðar, ljóshærðar eða rauð-
hærðar. MAC leggur áherslu á
þykka línu í kringum augun í
brúnum tónum, bronslitaða
áferð í kinnarnar og ljósar
varir. Er þetta ekki bara
málið? -mmjVa t n s s t í g 3 I 1 0 1 R e y k j a v í k I 5 5 2 0 9 9 0
w w w. m u n t h e p l u s s i m o n s e n . c o m
Komdu á dömukvöld
í kvöld frá kl. 18 - 20.
Boðið verður upp á léttar veitingar,
tískusýningu* og
Karen Simonsen,
annar helmingur hönnunar
dúósins verður á staðnum og
mun að kynna nýju sumartískuna.
*Tískusýningin byrjar stundvíslega kl. 19.00