Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 54
12 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008 útlit smáatriðin skipta öllu máli H ver er lykillinn að því að líta sjúklega vel út án þess að hafa farið í lýtaaðgerð? Auð- vitað myndu flestallar konur nefna nægan svefn, hollt mataræði, prúð börn og að drekka baðkar af volgu vatni dag hvern. En það er ekki alltaf tími í það og þá getur gott meik bjargað málun- um. Það er þó ekki bara nóg að meika sig, maður verður að eiga hyljara líka sem er notaður undir augun. Þegar hyljari er sett- ur undir augun er mjög mikilvægt að hann sé aðeins ljósari en húðin. Húðin í kring- um augnsvæðið er miklu þynnri og þurrari en húðin á öðrum stöðum í andlitinu og þess vegna er mikilvægt að nota hyljara því það er meiri raki í honum. Gott er að bera hyljarann á með sérstökum bursta svo maður nái alveg inn í augnkrókana og til að gera áferðina jafn- ari. Þá lýsist augnsvæðið upp og lætur mann líta út fyrir að vera miklu snoppu- fríðari. Þegar rétti meikliturinn er valinn er málið að gera það í dagsbirtu, setja nokkr- ar rendur á kinnina af mismunandi litum og velja svo þann lit sem fell- ur alveg inn í húðina. Það að velja sér meik sem er stigi dekkra en húðin er algert glapræði og gerir ekk- ert annað en að búa til svo- kallaða meikgrímu og það viljum við alls ekki. Ef meikið sest í svita- holur ertu ekki að nota rétta tegund. Ef húðin er gróf og misjöfn er nauðsyn- legt að nota kornama- ska einu sinni til tvisvar í viku til að losna við dauð- ar húðfrumur. Húðin verður þá líflegri, áferðarfallegri og tekur betur á móti raka. Þegar meikið er borið á er gott að nota meikbursta því hann gerir áferð- ina fallegri og jafnari. Annars hafa allir sína eigin ávana þegar kemur að snyrtidóti. Ef þú kannt öll leynitrix- in frá því í Hollywood í gamla daga er um að gera að beita þeim en þær sem voru ekki fæddar þegar sá skemmti- staður var upp á sitt besta ættu að lesa pistilinn aftur. martamaria@frettabladid.is Það er ekki sama hvernig meik er borið á andlitið Burt með meikgrímurnar • Notaðu hyljara til að lýsa upp augnsvæðið • Hyljari felur bauga • Veldu meik í dagsbirtu svo þú lendir ekki í því að fá meikgrímu LEIKKONAN KATE BECKINSALE Ef þú vilt ná jafnmiklum ljóma og leikkonan er nauðsynlegt að velja rétta meikið. MYND/GETTYIMAGES ESTÉE LAUDER Resili- ence Lift Extreme gefur húðinni fallega áferð. MYND/VALLI RAKA- GJAFI ER LYKILLINN AÐ FRÍSKLEGRI HÚÐ OG SKAPAR FULLKOMINN GRUNN FYRIR FARÐANN OG HYLJARANN. Sérstakur „primer“ er í öllum kremum frá Bobbi Brown þannig að farði og hyljari koma sérstak- lega vel út á húðinni og farð- inn situr lengur. MYND/VALLI Í frostinu og öllum veðurofsanum ríður á að verja húðina. Nýja rakakremið frá Estée Lau- der, Revelation, lætur húðina líta betur út og hjálpar henni að vinna á fyrstu merkjum öldrunar. Nú getur þú hrakið á brott fyrstu einkenni öldrunar húðarinnar, dauflega áferð, þurrkalínur og smáhrukkur. Er hægt að biðja um eitthvað meira? HIMNASENDING Í KRUKKUFORMI NÁTTÚRULEGT OG SMART Þykkur brúnn eye-liner og há kinnbein eru áberandi hjá MAC. Varalitablýantur Virkar rosalega næntís en mótar varirnar fallega. Bronslitaður kinnalitur Þetta er möst að eiga í snyrtibuddunni í sumar. Bronslitað gloss Flestar íslenskar konur elska náttúrulega liti því þeir fara svo ansi vel við húðlitinn. Í nýju lín- unni frá MAC er litaspjaldið brúnt og bronsað og hentar því vel fyrir flest- ar týpur, hvort sem þær eru dökk- hærðar, ljóshærðar eða rauð- hærðar. MAC leggur áherslu á þykka línu í kringum augun í brúnum tónum, bronslitaða áferð í kinnarnar og ljósar varir. Er þetta ekki bara málið? -mmjVa t n s s t í g 3 I 1 0 1 R e y k j a v í k I 5 5 2 0 9 9 0 w w w. m u n t h e p l u s s i m o n s e n . c o m Komdu á dömukvöld í kvöld frá kl. 18 - 20. Boðið verður upp á léttar veitingar, tískusýningu* og Karen Simonsen, annar helmingur hönnunar dúósins verður á staðnum og mun að kynna nýju sumartískuna. *Tískusýningin byrjar stundvíslega kl. 19.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.