Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 46

Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 46
 7. MARS 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● útivera Jöklarnir geyma fönnina og þar er gaman að ferðast um og njóta fjallalofts og útsýn- is þegar vel viðrar. Hjónin Benedikt Bragason og Andrína Guðrún Erlingsdóttir hjá fyrirtækinu Arcanum eru með snjósleðaferðir á Mýrdalsjökul. „Yfir sumarið erum við með fjór- ar fastar ferðir á dag og fólk gengur að þeim vísum. Á öðrum árstímum þarf að panta en það er undantekning ef fellur úr dagur. Það er líka hægt að fara niður í fjöru ef snjór er á jafnsléttu og útlendingar hafa gaman af því að koma á okkar svörtu strönd,“ segir Benedikt spurður um áætl- anir sleðanna. Skyldu menn aldrei vera ragir við að stjórna þessum tækjum? „Jú, jú, það er til,“ svarar hann. „En við gefum góðar leiðbeiningar og það er undantekning ef einhver gefst upp. Við erum með frekar litla sleða sem auðvelt er að stjórna enda er þetta gert til að fólk hafi gaman af því.“ Þau Benedikt og Andrína Guð- rún búa í Sólheimakoti sem er nánast við rætur Mýrdalsjökuls. „Við búum á jörð sem heitir Sól- heimar II og foreldrar Andrínu bjuggu kúabúi á. Okkur finnst Sólheimakot notalegra nafn og við búum vélsleðabúi. Keypt- um þessa starfsemi 2001 en ég er búinn að vinna við hana síðan 1992. Ætlaði að vera tvær vikur í upphafi og er enn. Fyrirtækið var stofnað til að vera með ferðir inn á hálendið og Mýrdalsjökull var sem uppfylling en það hefur snúist við og jökullinn er orðinn aðalsvæðið. Svo erum við svo heppin að vera með Kötlu gömlu undir. Hún er ómælt söguefni og hefur heilmikið aðdráttarafl,“ lýsir Benedikt og bætir við: „Það sem heldur okkur gangandi eru ánægðir viðskiptavinir og hvað það er alltaf gaman.“ Arcanum á lítið hús sem er í 780 metra hæð. Þaðan er fagurt útsýni í góðu skyggni að sögn Benedikts. Spurður hvort hann hafi aldrei lent í hremmingum á jökli svarar hann því að vissu- lega hafi hann lent í byl en aldrei sé farið langt frá kofanum á þess- um klukkutíma sem venjulegur túr taki. „Við höfum verið lánsöm með það að enginn hefur slas- ast hjá okkur. Þar kemur reynsl- an til og endalaus aðgæsla. Við erum með átta tonna snjótroð- ara eins og eru á skíðasvæðunum og búum til braut sem við keyr- um eftir. Þá er hægara að stýra og engin hætta á að fólk villist af leið auk þess sem allir eru örugg- ir fyrir sprungum.“ Hann segir farið á snjótroðaranum um jökul- inn á hverjum degi til að jafna og slétta brautina, jafnvel þótt eng- inn gestur sé, enda þurfi þau að fylgjast með jöklinum sem sé á stöðugri hreyfingu. „Ég var nú svo hræddur við jökulinn fyrst að ég ætlaði varla að þora upp,“ viðurkennir Benedikt. „En okkar lán byggist líka á því. Við berum virðingu fyrir jöklinum og um- göngumst hann með kurt og pí.“ Þótt erlendir ferðamenn séu í meirihluta viðskiptavina að sögn Benedikts eru sleðaferð- irnar líka vinsælar af íslensk- um starfsmannahópum og einnig segir hann landsmenn koma með útlenda vini sína. „Áhugaverðir staðir eru svo nálægt okkur Ís- lendingum að okkur finnst við alltaf hafa möguleika á að fara seinna,“ segir hann. „En fólk er rosalega ánægt þegar það kynnist þessu og kemur gjarnan aftur.“ - gun Söguefni með aðdráttarafl Brunað um ísbreiðuna. Heimsókn í íshelli eykur á ævintýrið. Við skálann eru leiðbeiningar gefnar áður en lagt er í hann. Benedikt Bragason og Andrína Guðrún Erlingsdóttir reka fyrir- tækið Arcanum sem býður snjósleðaferðir á Mýrdalsjökul. Fjölbreyttar sumarleyfisferðir með Útivist í sumar. www.utivist.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.