Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 6

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 6
6 8. mars 2008 LAUGARDAGUR ORKA „Húsakaup fyrir þessar upp- hæðir eiga ekki að vera efst á dag- skrá Orkuveitunnar. Ef það vantar svona mikið pláss geta þeir bara smækkað aðeins skrifstofurnar þarna á efstu hæðunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar. Svandís var spurð um afstöðu hennar til hugsanlegra lóðakaupa Orkuveitunnar, sem greint var frá hér í gær. Hún ætlar ekki að greiða atkvæði með þeim, en meirihlut- inn mun að líkindum leggja tillög- una fyrir næsta stjórnarfund. Rætt er um 33.000 fermetra lóð Osta- og smjörsölunnar, við hlið- ina á höfuðstöðvum Orkuveitunn- ar. Með fylgir 4.700 fermetra hús. Fasteignamat ríkisins metur þetta samtals á tæpar 940 milljón- ir króna, en verðhugmyndir Orku- veitu og Smjörsölu eru trúnaðar- mál. Þær eru líklega hærri. Sigrún Elsa Smáradóttir Sam- fylkingu tekur ekki afstöðu til kaupanna. Ekki fyrr en meirihlut- inn hafi fengið „tækifæri til að færa rök fyrir því hvað hafi breyst frá því hann gagnrýndi harðlega að húsnæði Orkuveitunnar væri allt of dýrt og stórt.“ „Ég hlakka til að sjá þann rök- stuðning,“ segir hún. Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akranesskaupstaðar í stjórn fyrir- tækisins, tekur heldur ekki beina afstöðu. Hann vill „hvetja menn til að fara hægt í þetta og meta vand- lega hvað er hagkvæmt og hvað ekki. Ég vil svo skoða þetta þegar öll gögnin eru komið á borðið.“ Hann minnir þó á að horfa þurfi til framtíðar og þarfa fyrirtækis- ins, sem hafi vaxið mikið og eflst á síðustu árum. Einnig geti verið gott fyrir fyrirtækið að hafa eitt- hvað að segja um hverjir verði nágrannar þess. Spurður hvort ekki hafi komið til tals að lækka frekar reikninga við- skiptavina, segir Gunnar það alltaf til umræðu. klemens@frettabladid.is Svandís vill ekki sjá að lóðin verði keypt Fulltrúi VG er mótfallinn lóðakaupum Orkuveitunnar, fulltrúi Samfylkingar hlakkar til að heyra rök meirihluta fyrir þeim og fulltrúi Akraness hvetur stjórnina til að fara varlega. Alfreð Þorsteinsson er ósammála kostnaðartölum. OSTAHÚSIÐ Húsnæðið sem rætt er um hýsti áður Ostabúðina. Á bak við á mynd- inni sést í hús Orkuveitu Reykjavíkur. Ostabúðina mun eiga að leigja út eða rífa. Aðalfengurinn með kaupunum er lóðin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, kveður þær tölur af og frá, sem hafðar voru til upprifjunar í blaðinu í gær um kostnað við Orkuveituhúsið. Tölurnar voru teknar úr viðtali við þáverandi stjórnarformann fyrirtækis- ins, Guðlaug Þór Þórðarson. „Sjálfstæðismenn hafa verið dug- legir við að hækka kostnaðinn upp í skýjahæðir. Þar hafa þeir meðal annars tekið inn í reikninga stóra byggingu sem var fyrir á lóðinni. Svo hafa þeir framreiknað allan kostnað, en ekki kostnaðaráætlanir, á verðlag dagsins í dag,“ segir Alfreð. Því hafi verið haldið fram að kostnaður við húsið hafi verið 5,8 milljarðar og hann farið 300 til 400 prósent fram úr áætlun. Þetta sé ótrúleg firra, því húsið hafi kostað 3,2 milljarða á verðlagi ársins 2005, en uppfærð kostnaðaráætlun á sama tíma hafi numið 2,7 milljörðum. „Kostnaður fór því 20 prósent fram úr áætlun og skýrist helst af því að húsið var stækkað um 1.000 fermetra frá upphaflegri áætlun,“ segir hann. Söluandvirði gamalla fasteigna hafi svo ekki átt að dekka byggingarkostnað hússins, heldur ganga upp í hann. „Það er bara ein bygging á vegum borgarinnar sem kemst nálægt þess- um útreikningum sjálfstæðismanna. Það er Ráðhúsið, sem átti að kosta 500 milljónir, en endaði í rúmum þremur milljörðum!“ segir hann. ÁRÓÐURSKENNDAR KOSTNAÐARTÖLUR LÖGREGLUMÁL Annþór Kristján Karlsson var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjaness til að ljúka eftirstöðvum 360 daga fangelsisrefsingar sem hann átti óafplánaða af þriggja ára dómi fyrir hrottalega líkamsárás. Hann var á reynslulausn þegar lögregla handtók hann vegna rannsóknar á svokölluðu hraðsendingarmáli. Þá var Tómas Kristjánsson, starfsmaður hraðsendingafyrirtækisins UPS, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl vegna sama máls. Málið kom upp þegar reynt var að smygla tæplega fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni með hraðsendingu um miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lagði Tollgæslan á Suðurnesjum hald á efnin sem komu hingað til lands frá Þýskalandi. Gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum rann út í gær. Annþór er kominn í afplánun, eins og áður sagði, en gæsluvarðhald yfir Tómasi var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. Það þýðir að sakborningi er gert að sitja í gæsluvarðhaldi þar til rannsókn lýkur, ákæra er gefin út og jafnvel þar til dómur gengur og afplánun getur hafist. Þetta er algengt ferli í stærri fíkniefnamálum. - jss Úrskurðir Héraðsdóms Reykjaness vegna gæsluvarðhalds í hraðsendingarmáli: Annar sakborninga farinn í afplánun og framlengt á hinn HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dómari sendi Annþór í afplánun og framlengdi gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni. AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður haldinn laugardaginn 8. mars kl. 13.00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Stjórnin HEKLA vélasvið Klettagörðum 8-10, sími 590 5000, www.hekla.is, velasvid@hekla.is. Opið í dag, laugardag, frá 12 til 18. Tilboðsverð í dag: 5.400.000 + vsk Ein af tilboðsvélum dagsins: KOMATSU D61PX Árgerð 2000, ekin 8.400 klst. Á GÓÐUM NOTUÐUM TÆKJUM HJÁ VÉLASVIÐI HEKLU ERU SAMNINGADAGAR NÚ A Finnst þér að breyta eigi lögum um eftirlaun ráðherra, þing- manna og hæstaréttardómara? Já 92,2% Nei 7,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Trúir þú að hægt sé að leiðrétta launamun kynjanna? Segðu skoðun þína á vísir.is VIÐSKIPTI „Það verður aldrei þannig að einhverjir verði ekki til þess að leita út fyrir hið hefð- bundna umhverfi. Við getum aldrei stoppað allt,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Indriði H. Þorláksson, fyrrver- andi ríkisskattstjóri, hefur bent á að þriðjungur eignar í Kauphöll- inni sé skráður erlendis. Vera kunni að ríkið verði af miklum skatttekjum vegna þess. „Við höfum verið að gera skatt- kerfið okkar samkeppnishæfara,” segir Árni. Hann bendir á að nýlega hafi verið ákveðið að lækka skatta á fyrirtæki í fimm- tán prósent auk þess liggi fyrir frumvarp um söluhagnað af hluta- bréfum. Indriði hefur lagt til að meðal annars verði tekin upp svonefnd CFC-löggjöf. Árni segir yfirvöld hér hafi ekki komist að þeirri niður stöðu að slík löggjöf „yrði til stórkostlegra bóta“. Fram kemur í tölum frá Seðla- bankanum að fé sem Íslendingar geyma í Hollandi, Lúxemborg og í skattaparadísum og fjárfesta svo aftur hér á landi, hefur marg- faldast frá árinu 2004. Þessi upp- hæð nemur hátt í 500 milljónum króna að markaðsvirði. Árni seg- ist engar skýringar kunna á því. Árni væntir þess ennfremur að nefnd sem falið var að fara yfir skattkerfið og kanna skattkerfi í ýmsum löndum fari að skila skýrslu. - ikh Fjármálaráðherra telur ómögulegt að hindra að fé sé geymt í skattaparadísum: Getum aldrei stoppað allt ÁRNI M. MATHIESEN Fjármálaráðherra bíður eftir skýrslu frá nefnd sem kanna á ýmis skattkerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Reykvískur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að ráðast með ofbeldi og hótunum á tvo lögreglumenn á veitingahúsi í Reykjavík. Maðurinn sló til annars lögreglumannsins krepptum hnefa en hinum síðarnefnda tókst að koma sér undan högginu. Þá hótaði maðurinn báðum lögreglumönnunum lífláti og að hann gæti látið drepa þá. Loks reyndi hann að skalla annan lögreglumanninn í andlitið. - jss Reykvískur karlmaður dæmdur: Hótaði lögreglu- mönnum lífláti KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.