Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 8
8 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Sprengitilboð mánaðarins Tilboð fyrir e-korthafa 8.–9. mars Kringlunni 8-12 / Sími 568 9400 / Smáralind / Sími 554 7760 Ath. Takmarkað magn af: Kitchen Aid vörum Sjálfvirkum kaffikerfum Senseo kaffivélum Soda Stream Ergo Rapido iRobot Byggt og búið 20% endurgreiðsla af öllum vörum 8. og 9. mars F í t o n / S Í A F I 0 2 5 3 0 5 1 Hvað kosta framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun? 2 Hvað heita pönktónleikarnir sem fara fram á Grand Rokk í kvöld? 3 Hver er ríkasti maður heims? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 70 STJÓRNMÁL „Það þolir ekki bið að stjórnvöld skerist í leikinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sem í gær kynnti frum- varp um sérstakar ráðstafanir í efnahagsmálum. Í því er kveðið á um margvísleg- ar aðgerðir, ekki síst styrkingu Seðlabankans. „Það er mikilvægt að senda út þau skilaboð að við ætlum okkur í gegnum þann brimgarð sem þjóð- arskútan er í og til þess þarf sam- stillt og öflug viðbrögð,“ sagði Steingrímur. Frumvarpið gerir ráð fyrir heimildum til beinna útgjalda upp á rúma fjórtán milljarða króna á þessu ári og því næsta. Viðamestu aðgerðir þess lúta að Seðlabankanum. VG leggur til að heimilt verði að auka gjaldeyris- varaforða hans um 80 milljarða króna í formi styrkingar eigin fjár. Slíkt myndi styrkja stöðu krónunn- ar og draga úr hættu á stórfelldum sveiflum á gengi hennar, að sögn Steingríms sem óttast gjaldeyris- þurrð. „Við rekum landið með tólf til fimmtán milljarða viðskipta- halla á mánuði,“ segir hann og bendir á að fjármögnun sé nú dýr- ari vegna óhagstæðra vaxta og lánskjara. Þá á að auka eigið fé Seðlabank- ans um 40 milljarða til viðbótar með innlendu skuldabréfaútboði sem um leið myndi dýpka skulda- bréfamarkaðinn. Steingrímur segir ríkissjóð ekki þurfa að afla fjár með skuldabréfaútgáfu en mikilvægt sé að hafa virkan skulda- bréfamarkað. Ennfremur leggur VG til að boðin verði út sérstök sparnaðar- skuldabréf til almennings, að hámarki tvær milljónir króna á mann. Slík bréf yrðu til minnst fimm ára og vaxtatekjur undan- þegnar fjármagnstekjuskatti. Steingrímur segir þessa aðgerð miða að því að efla innlendan sparnað sem farið hafi minnkandi. Í frumvarpi VG er líka gert ráð fyrir að fjárhagsstaða sveitar- félaga verði bætt um fimm millj- arða og aðrir fimm milljarðar renni til jöfnunaraðgerða þar sem meðal annars yrði hugað að vinnumark- aðnum og möguleikum á að skapa störf fyrir konur. Þá vill VG að lagaheimilda verði aflað til að stöðva um sinn stóriðju- og stórframkvæmdir. Heimilt verði að greiða fyrirtækjum upp í útlagðan kostnað vegna undirbún- ingsverkefna sem þau þá slá á frest eða falla frá. bjorn@frettabladid.is Efnahagurinn þolir ekki bið Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur óumflýjan- legt að grípa til aðgerða til varnar efnahagskerfinu og leggur fram frumvarp um ýmsar ráðstafanir. ÓTTAST GJALDEYRISÞURRÐ Steingrímur J. Sigfússon hefur þungar áhyggjur af efna- hagsástandinu og leggur til margvíslegar tillögur til úrbóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans verði aukinn um allt að 80 milljarða og eigið fé hans um allt að 40 milljarða til viðbótar með innlendu skuldafjárútboði. ■ Sparnaðarskuldabréf til almenn- ings með skattfrjálsum vaxtatekjum verði boðin út. ■ Fimm milljörðum verði veitt til illa settra sveitarfélaga og fimm milljörðum til jöfnunaraðgerða. ■ Milljarður renni til Nýsköpunar- sjóðs, milljaður til Tækniþróunar- sjóðs, 500 milljónir til atvinnu- þróunarfélaga, 250 milljónir til markaðsstarfs á sviði ferðamála og 250 milljónir til umhverfisaðgerða og uppbyggingar þjóðgarða. ■ Þjóðhagsráð, skipað fulltrúum þingflokka og hagsmunaaðila, verði sett á stofn til að veita stjórnvöldum ráðgjöf. ■ Fjármálaeftirlitið verði eflt með allt að 100 milljónum króna. SEÐLABANKI OG SVEITARFÉLÖG STYRKT Sigur Hillary Clinton í Texas, Ohio og Rhode Island hleypti nýju lífi í framboð hennar og hún stefnir nú ótrauð áfram að prókjörinu í Pennsylvaníu 22. apríl. Í millitíðinni verður kjörfundur í Wyoming í dag og svo prófkjör á þriðjudag í Missis- sippi. Barack Obama verður að teljast líklegur til að sigra í báðum ríkjum. Þar sem væntingar allra eru að Obama sigri í Wyoming og Mississippi mun ósigur þar ekki hafa mikil áhrif á framboð Hillary. Pennsylvanía er ríkið sem litið er til núna, þar verður kosið um 158 fulltrúa á lands- þing demókrata og eins og með Ohio þá skiptir það öllu fyrir Hillary að sigra þar. Obama hefur réttilega bent á að forskot hans í fulltrúatölu sé nánast óyfirstíganlegt þótt það sé einungis rétt um 100 fulltrúar af 3000. Reglur demókrataflokksins um skiptingu fulltrúa milli frambjóðanda gerir það að verkum að Hillary þarf að sigra stórt til að ná yfirhöndinni. Því er það stefna hennar að sjálfkjörnir fulltrúar, svokallaðir ofurfulltrúar, muni ýta henni upp fyrir Obama. Til þess hefur framboð hennar hafið áróðursstríð þar sem bent er á gott gengi hennar í þeim ríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í haust. Hernaðaráætl- un hennar virðist vera að reyna að sannfæra meirihluta þeirra 350 „ofurfull- trúa“ sem enn hafa ekki tekið afstöðu um að hún ein geti sigrað Ohio, Florida og Penn- sylvaníu og tryggt þannig demókrötum Hvíta húsið í haust. Obama hafnar þessu og bendir á að hann hafi dregið svo marga nýja kjósendur inn í kjörklefann að hann sé líklegastur til að sigra í haust. Á meðan situr John McCain rólegur og hefur tíma til að skipuleggja kosningabaráttu sína og safna peningum fyrir lokaslaginn. Þessa dagana er Hillary besti bandamaður hans því áframhaldandi barátta heldur demókröt- um uppteknum með tilheyrandi kostnaði. Baráttan heldur áfram FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum BARACK OBAMA VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.