Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 10

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 10
10 8. mars 2008 LAUGARDAGUR MENNTUN Mikill meirihluti fanga á Íslandi hefur ekki lokið menntun umfram grunnskóla. Ekki er hægt að finna marktækan mun eftir kyni eða aldri. Í nýlegri skýrslu um stefnumótun í menntunarmál- um fanga kemur meðal annars fram að litið sé þannig á að nám í fangelsi ásamt öðrum meðferðar- úrræðum gegni lykilhlutverki í endurhæfingu. Margar rannsókn- ir sýni að menntun í fangelsi hafi fyrirbyggjandi áhrif. Páll Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofn- unar, segir að mikill vilji sé til þess að bregð- ast við tillögum nefndarinnar eins og hægt sé og bendir á að í byrjun vikunn- ar hafi náms- og starfsráð- gjafi verið fenginn til að sinna föngum landsins. „Einn kom til mín og hafði áhyggjur af því hvort eitthvað stæði honum til boða þar sem hann hefði ekki einu sinni grunn- skólapróf. Ég benti honum á að það væru fleiri og þá væri bara að bæta úr því,“ segir Anna Fríða Bjarnadóttir, nýráðinn náms- og starfsráðgjafi fangelsanna. Í skýrslunni er vísað í rannsókn sem sýndi að af 77 föngum sem spurðir voru um menntun höfðu 28 þeirra, eða meira en þriðjung- ur, ekki lokið grunnskólaprófi, átta fanganna kváðust hafa byrj- að í framhaldskóla en ekki lokið námi. Aðeins 13 fanganna sögðust þó ekki hafa áhuga á því að stunda nám í fangelsinu. Niðurstöðurnar koma heim og saman við rann- sóknir sem sýna fylgni milli stuttrar skólagöngu og afbrota. Helstu fyrirstöður sem fangar töldu vera í vegi fyrir því að þeir hæfu nám voru slæmar námsað- stæður í fangelsinu, en einnig taldi þriðjungur fanganna sig eiga í erfiðleikum með lestur og skrift, meira en helmingur þeirra sagðist eiga í erfiðleikum með stærðfræði og tæplega þriðjung- ur taldi tölvukunnáttu sína slæma eða afar slæma. Margrét Frímanns dóttir, for- stöðumaður Litla-Hrauns, segir að með fyrirhugaðri stækkun fangelsisins batni aðstæður til verknáms til mikilla muna. Þá sé einnig áhugi á að auka viðveru Inga S. Ingasonar, kennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands og kennslustjóra á Litla-Hrauni, en með því gæfist föngum frekara tækifæri til þess að nota netið. Tími fanga á netinu til náms er í fangelsinu er takmarkaður við viðveru hans. karen@frettabladid.is Aukin áhersla á menntun fanga Búið er að ráða náms- og starfsráðgjafa fyrir fang- elsin fimm í landinu. Menntun fanga þykir líkleg til að draga úr endurkomum í fangelsi. MARGRÉT FRÍ- MANNSDÓTTIR PÁLL WINKEL LEIÐBEININGAR TIL NÁMS OG STARFS Ráðinn hefur verið náms- og starfsráðgjafi sem mun leiðbeina föngum í fimm fangelsum landsins. Menntun í fangelsum þykir gegna lykilhlutverki í endurhæfingu ásamt meðferðarúrræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 12.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 High Peak Sherpa 55+10 Góður göngupoki, stillanlegt bak og stækkanlegt aðalhólf. Einnig til 65+10 Fermingartilboð 10.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Einn kom til mín og hafði áhyggjur af því hvort eitt- hvað stæði honum til boða þar sem hann hefði ekki einu sinni grunnskólapróf. ANNA FRÍÐA BJARNADÓTTIR NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI UMFERÐARÓHAPP Ökumaður vöru- bifreiðar var fluttur á slysadeild með nokkra höfuðáverka eftir að hann ók bíl sínum á göngubrú við Álfahvarf í Vatnsendahverfi í Kópavogi laust fyrir klukkan níu í gærmorgun. Varð slysið með þeim hætti að ökumaðurinn ók vörubílnum með pallinn uppi og rakst hann þá upp- undir brúna. Var höggið slíkt við áreksturinn að pallurinn rifnaði af bílnum. Nokkurn tíma tók að ná pallinum í burtu þar sem hann sat fastur undir brúnni. Bíllinn er tal- inn mikið skemmdur. - ovd Vörubílstjóri slasaðist þegar hann ók á göngubrú: Höggið svo mikið að pallurinn fór af PALLUR VÖRUBÍLSINS UNDIR BRÚNNI Pallurinn rifnaði af við höggið og þurfti stórvirka vinnuvél til að ná honum burt. MYND/INGVAR ÖLVER SIGURÐSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.