Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 16
16 8. mars 2008 LAUGARDAGUR V ísindasamfélagið og framleiðendur í þorskeldi eru ekki sammála um hvort tímabært sé að hefja stórfellda framleiðslu á eldisþorski. Vísindamenn hvetja til varkárni þar sem eftir er að leysa erfið vandamál vegna sjúk- dóma. Stjórnvöld og einkaaðilar verja háum fjárhæðum til að finna lausnir. Sjúkdómar á Íslandi Þorskur er mjög streitunæm fisk- tegund en streita veikir ónæmis- svörun fiska og minnkar þannig þol gegn sýkingum. Mikil afföll hafa orðið á þorski í sjókvíum vegna sjúkdóma. Svo rammt kveður að þessu vandamáli að fjölmargir sér- fræðingar telja óráðlegt að hefja framleiðslu á þorski í miklu magni fyrr en búið er að leysa helstu við- fangsefni innan fisksjúkdómamála. Vegna þessa vanda hafa sérfræð- ingar í þorskeldi hér á landi bent á að mikilvægt sé að byggja upp aðstöðu til sýkingatilrauna strax á þessu ári. Umhverfismál Vegna erfiðra umhverfisaðstæðna hér á landi er talið sérstaklega mikilvægt að rannsóknum verði beint markvisst að þeim þáttum þar sem aðstæður hér við land eru sérstakar og ekki hægt að nýta beint reynslu annarra. Öll verkefni sem flokka má sem umverfis- aðstæður eru flokkuð sem séríslensk viðfangsefni. Önnur rannsóknarverkefni þar sem mikið er hægt að sækja til nágrannalanda flokkast sem alþjóðleg viðfangsefni. Það á við um verkefni eins og hugsanleg áhrif eldisþorska á villta þorskstofna, mengunarrannsóknir og eldistækni. AVS-rannsóknasjóðurinn Fiskeldishópur AVS, sem er rann- sóknasjóður í sjávarútvegi á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins, leggur til að á tímabilinu 2008- 2010 verði opinbert framlag sem úthlutað er úr rannsóknasjóðum til Rannsókna- og þróunarstarfs í þorskeldi 100 milljónir króna á ári. Til viðbótar kemur síðan 25 millj- óna árlegt framlag til kynbóta á þorski, 500 tonna árlegar afla- heimildir til þorskeldis, framlag ríkissjóðs til stofnana, styrkir úr erlendum rannsóknasjóðum og framlag fyrirtækja sem stunda til- raunareldi á þorski. Í Noregi er tveimur milljörðum íslenskra króna varið til þessa málaflokks og Helga Pedersen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sagði í viðtali við Fréttablaðið að því yrði haldið áfram eins lengi og nauðsynlegt þætti. Kollegi hennar, Einar K. Guðfinnsson, útilokar ekki aukin framlög til rannsókna. Sjónarmið eldismanna Sérfræðingar í þorskeldi hér á landi benda á að leysa verði sjúk- dómavandann áður en farið verði í þorskeldi í stórum stíl. Framleið- endur eru þessu ósammála og telja tímabært að hefja slíka fram- leiðslu, sem byggir á þeirri miklu þekkingu sem hér hefur orðið til á síðustu árum. Framleiðendur í Noregi taka í sama streng. Margir norskir þorsk- eldismenn telja óleyst vandamál sem steðja að þorskeldinu í Noregi og annars staðar fyrirstöðu sem verði einfaldlega ýtt úr vegi. Bjart- sýni þeirra byggir á laxeldis- ævintýri Norðmanna þar sem öll vandamál voru leyst, með þeim árangri að árleg framleiðsla á eldis- laxi í Noregi er talin munu fara í eina milljón tonna innan fárra ára. Í eldi verður þorskur fyrr kyn- þroska en gerist við náttúrulegar aðstæður. Þegar eldisþorskur verður kynþroska dregur úr vexti þrátt fyrir nægilega fóðrun, vegna uppbyggingar á kynkirtlum. Þetta getur valdið framleiðendum verulegu fjárhagstjóni þar sem fiskurinn vex nánast ekkert í allt að sex mánuði. Mögulegt er talið að hafa áhrif á kynþroska með kynbótum í framtíðinni. Eina raunhæfa leiðin í dag til að snúa þessu náttúrulega ferli við er lýsing ofan í kvíunum, sem er þó vand- kvæðum bundin. Ljósið rýfur samhengi árstíðanna og fiskurinn verður ekki kynþroska á þeim tíma sem gerist í náttúrunni. Erfið vandamál herja á þorskeldið Þrátt fyrir að eldistækni fleygi fram í þorskeldi eru mörg vandamál, aðallega sjúkdómar. Rannsóknir og þróunarstarf er gríðarlega umfangsmikið og dýrt. Íslensk stjórnvöld hafa stutt við slík verkefni. Norðmenn verja tveimur milljörðum til slíkra verkefna á ári. 1 Mikið hefur verið rætt um áhrif flutnings á þorskstofnum á milli svæða og bent á hugsanleg erfðafræðileg áhrif á staðbundna stofna. Einnig er sníkjudýraflóra mismunandi á milli stofna og hugsanlegt að staðbundnir stofnar þoli ekki sníkjudýr sem kæmu með fiski sem er fluttur á milli svæða. Norskar rannsóknir sýna að erfðafræðilegur munur er á milli þorskstofna. Erfðafræðilegar rannsóknir sýna að erfðaefni sleppifisks er í litlum mæli að finna í villtum þorski. Stundaðar eru rannsóknir á áhrifum hrygninga í kvíum á staðbundna stofna. 2 Þorskur sleppur í miklu magni úr sjókvíum; mun oftar en lax. Þetta veldur eldismönnum miklum vandræðum og heilabrotum. Skiptar skoðanir eru um hvort þorskur nagi göt á næturnar en sumir fyllyrða að svo sé. Helsta ástæðan er talin vera lélegur búnaður og ýmislegt er gert til að til að koma í veg fyrir slysasleppingar. ■ Notaður er tvöfaldur netapoki en komi gat á innri pokann getur mikið magn safnast saman á milli byrða. ■ Auka þykkt þráða og eða efni. ■ Nota böðunarefni með fráhrindandi bragðefnum. 3 Í sjókvíaeldi er notuð flókin tækni. Ýmsir nemar eru notaðir til að fylgjast með fiskinum sem alinn er. Má nefna myndavélar sem telja þurrfóðurkorn þegar fiskurinn er fóðraður. Ef fiskurinn tekur ekki fóður vel stöðvar tölva fóðrunina, sem er tölvustýrð. Einnig eru nemar sem mæla hita, straum og súrefni. Á fullkomnum stöðvum er þráðlaus búnaður sem sendir upplýsingarnar áfram til starfsmanna. Einnig er sjálfvirkt fóðrunarkerfi. 4 1. Aukin framleiðni í lirfueldi. 2. Auðgun fæðudýra í lirfueldi. 3. Vansköpun seiða. 4. Kynbótakerfi í þorskeldi. 5. Þróun bóluefna. 6. Ónæmiskerfi þorsks. 7. Uppbygging aðstöðu til sýkingartilrauna. 8. Lagnaðarís og sjókvíar. 9. Marglyttur og sjókvíar. 10. Sökkvanlegar sjókvíar. 11. Strauma- og öldumælingar. 12. Skaðlegir þörungar. 13. Ótímabær kynþroski. 14. Framleiðsla stórseiða. 15. Sjálfrán þorsks í kvíum. 5 Kynþroskavandinn Náttúrulegir stofnar Slysasleppingar Tækni í þorskeldi Rannsóknir og þróun Ógnir sem steðja að sjókvíum Afræningjar MarglytturSjávarhiti Skaðlegir þörungar Straumar Ísrek / lagnaðarísHafís ÍsingVindálag / öldur Þorskeldiskynbætur á Íslandi Frá því á vormánuðum 2003 hefur verið unnið skipulega að söfnun hrogna úr hrygningarþorski við strendur Íslands til myndunar grunnstofns þorskkynbóta. Upphafið að þessari vinnu má rekja til stofnunar fyrirtækisins IceCod ehf. sem er í eigu Stofnfisks hf., Hafrannsóknastofnunar, Prokaria hf., Fiskey ehf. og ÞÞL ehf. Frá 2003 hefur verið safnað hrognum úr 698 hrygnum frá ellefu hrygn- ingarsvæðum við Ísland. Mest hefur verið safnað við suðurströndina, en einnig var safnað við norðaustur- og norðvesturströndina. Er áætlað að 350 fjölskylduhópar muni nýtast í grunnstofn þorskkynbóta. Þorskseiðin sem klakin voru 2003 og 2004 eru komin í áframeldi í kvíum hjá samstarfsaðilum IceCod, HB-Granda og Hraðfrystihúsinu Gunnvör. Það er mat IceCod að söfnun í grunnstofn hafi tekist og raunhæft er talið að kynbætur eigi eftir að bæta arðsemi þorskeldis. Þar er horft til reynslu frá öðrum tegundum, svo sem laxeldi, þar sem kynbætur hafa skilað verulegum árangri til aukinnar framleiðslu og lækkunar framleiðslukostnaðar. ÞRIÐJA GREIN AF FIMM Á morgun: Markaðir fyrir eldisþorsk FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Fréttaskýring: Þorskurinn er næsta eldisævintýri 3. hluti 1. ár 2. ár 3. ár Seiðaeldi Strandeldi Sjókvíaeldi Aleldi Eldi á villtum þorskaseiðum Áframeldi Föngun seiða (3-10 kg) Föngun á 1-2 kg þorski Eldisaðferðir á þorski Slátrun 3+ kg Sjúkdómurinn er verulegt vandamál. Sjúkdómurinn er til staðar en tjón af hans völdum er óverulegt. Sjúkdómurinn hefur ekki fundist í eldisþorski. Helstu sjúkdómar í þorskeldi á Íslandi og í Noregi Þorskur í Kanada myndar frostlög í blóði við lágan sjávarhita. Þorskur er talinn geta lifað í sjó sem er undir frostmarki svo lengi sem ískristallar myndast ekki. Ekki er vitað hvort þorskur við Ísland hefur sömu eiginleika. Draga tekur úr getu þorsks til að viðhalda súrefnisjafnvægi í blóði þegar hitinn nálgast 16 gráður. Stór þorskur í sjókvíum þolir hita verr en smærri fiskurinn. Takmarkað magn af fiskimjöli og lýsi er nú til fóður- gerðar til fiskeldis. Árið 2003 var um 53% af öllu mjöli og 87% af öllu lýsi sem var framleitt notað í fiskeldi. Fiskeldi á Vesturlöndum hefur sætt gagnrýni fyrir að nýta hágæða fiskimjöl í fiskafóður. 82% 4% 8% 5% 1% Búnaður gefur sig Meðhöndlun Afræningjar Reki Annað Orsakir slysasleppinga í eldi sjávarfiska í Noregi á árunum 2003-2006 Hugtök í þorskeldi: Aleldi: Skipulagt eldi allt frá klaki til slátrunar. Áframeldi: Eldi á þorski sem fangaður er 1-2 kg að stærð og alinn í kvíum þar til hentugri sláturstærð er náð. Klakfiskur: Fiskur nýttur til undaneldis. Kynbætur: Markvisst val með tilliti til ákveðinna arfgengra eiginleika. Til undaneldis eru valdir fiskar sem sýna ákjósanlega eiginleika umfram aðra fiska í stofninum. Kví: Netpoki sem hangir í fljótandi grind eða er festur á grind sem komið er fyrir undir yfirborði sjávar. Kvíaeldi: Fiskeldi í netkvíum í fersku vatni, ísöltu eða sjó. Matfiskeldi: Eldi á fiski frá seiðastigi til slátrunar. Ótímabær kynþroski: Þegar fiskur verður kynþroska áður en sláturstærð er náð. Seiðaeldi: Klak og eldi á fyrstu stigum vaxtarferils. Sjókvíaeldi: Eldi fisks sem fram fer í kvíum í sjó eða í söltu vatni. Sjúkdómur Ísland Noregur Víbríuveiki Kýlaveikibróðir Franciselluveiki Rauðmunnaveiki Vetrarsár Fiskiberklar Blöðruþekja Vibrio-tegundir M YN D /A K VA G R O U P G R A FÍK /JÓ N A S U N N A R SSO N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.