Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 21
LAUGARDAGUR 8. mars 2008 21 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð- andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. HEKLA Laugavegi 172–174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi FÆST MEÐ TDI® DÍSILVÉL Passat kostar aðeins frá 2.650.000 kr. Eða 31.500 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,29%. Með hinni mögnuðu TDI® dísilvél eyðir Passat aðeins 5,6 lítrum á hundraðið. DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU HLAUT GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 5,6 l/100 KM Fáir bílar sameina jafn vel kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun og Passat. Og enginn þeirra fæst á sambærilegu verði. Volkswagen Passat færir þér búnaðinn, plássið og útlitið sem þig hefur alltaf dreymt um. Allt sem þú þarft að gera er að leggja blaðið frá þér, koma til okkar og prófa þennan frábæra lúxus. Opið í dag, laugardag, frá kl. 12 til 16. 1.9 TDI® dísilvél fjarlægðarskynjarar að framan og aftan aðkomuljós hiti í sætum 16" álfelgur, leðurklætt stýri leðurklædd handbremsa leðurklædd gírstöng vegleg VW regnhlíf TDI® vél og meiri lúxus f yrir 340.000 kr. Das Auto. ÚTBLÁSTUR AÐEINS 148 G/KM flokkslistum og einstaklingum atvkæði. Fólk verður að geta treyst því að kjörnir fulltrúar muni starfa fyrir það. Eftir þing- kosningarnar í desember afhentu 113 frambjóðendur úr forystu- sveitum sigurflokkanna þing- setuumboð sitt til lítt þekktra staðgengla. Eitt hundrað og þrett- án – það er fjórðungur þeirra sem kosnir voru! Kjósendur eiga meiri virðingu skylda. Ég tel að lækka verði þröskuld- inn, sem þingflokkar þurfa til að ná manni á þing, úr sjö prósent- um í fimm prósent, eins og það var fyrir kosningarnar 2003, áður en kosningalögum var breytt 2006. Héraðsstjóra þarf á ný að kjósa í almennri kosningu, frek- ar en að forseti ráði vali þeirra með samþykki héraðsþinga. Í kosningabaráttunni var nokk- uð rætt um utanríkismál. Nú orðið er viðurkennt að Rússland hefur á undanförnum árum að stórum hluta náð að endurreisa stöðu sína á alþjóðavettvangi. Þessu fylgir aukin ábyrgð – en um leið verður nauðsynlegt að endurskoða afstöðu okkar til nokkurra mála og um leið þurfum við að endur- skoða þann stíl sem við höfum á utanríkisstefnunni. Samstarfsríki Rússlands verða einnig að leggja sig meira fram um að komast að gagnkvæmum skilningi. Sum þeirra þráast við að saka Rússland um raunveruleg jafnt sem ímynduð vandamál, frekar en að kanna málin af óhlut- drægni. Og sumir vestrænir fjöl- miðlar eru hreinlega gagnteknir af andrússneskum staðalímynd- um og allsherjar gagnrýni á landið okkar. Þessu svara ég svona: Íbúar hér eru lýðræðislegri en þið haldið, þrátt fyrir erfiða sögu Rússlands. Þessi þjóð gekk í gegnum 250 ára tímabil mongólskra yfirráða, og því fylgdi þrældómur undir keis- urum og síðan áratugir ófrelsis undir stjórn kommúnista. En fólk- ið okkar er fært um að læra af fortíðinni. Það mun taka réttar ákvarðanir um það hvað skuli velja og hverju skuli hafna. Þetta mun taka tíma, en Rússland á sér aðeins eina framtíð – lýðræði. UMRÆÐAN Foreldrastarf Þann 5. febrúar varð Samtaka, svæðisráð foreldra barna í grunnskólum Akureyrarbæjar, eins árs. Í því sitja tólf manns. Svæðisráðið var stofnað til að sam- eina og styrkja raddir foreldra í Akureyrarbæ. Það er auðveldara fyrir sameinaðan hóp foreldra að koma sínum málum á framfæri við bæjaryfirvöld. Á sama hátt er auð- veldara fyrir bæjaryfirvöld að koma sínum málum til foreldra og fá þá til að starfa í ráðum og nefnd- um sem tengjast skólamálum. Arnheiður Jóhannsdóttir er full- trúi foreldra grunnskólabarna á fundum skólanefndar og er þar með tengiliður okkar við bæjar- yfirvöld. Undirrituð er svæðisfull- trúi Akureyrar í landssamtökun- um Heimili og Skóli og er þar með tengiliður svæðisráðsins þangað. Í vetur hefur Sam- taka hugað að umferðar- og öryggis málum barna. For- eldrar eiga fulltrúa í göngu- og hjólreiðastíganefnd og einnig í heilsueflingarráði bæjar ins. Fljótlega verður haldinn fræðslufundur fyrir for- eldra um örugga netnotkun barna og unglinga. Verður hann auglýstur betur síðar. Fyrir skömmu bað skólanefnd Samtaka um álit foreldra á læstum skápum fyrir unglingadeildir í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samtaka ákvað í kjölfarið að útbúa spurningakönnun með fleiri spurn- ingum sem svæðisráðið hefur hug á að fá svör foreldra við. Slíkt hefur ekki verið gert hér áður svo við vitum til. Á þennan hátt getum við séð viðhorf foreldra til ýmissa mála sem gerir okkur kleift að vinna enn betur að mál- efnum grunnskólabarna og foreldra þeirra. Samtaka hefur opnað nýja heimasíðu, http:// samtaka.org, þar sem finna má ýmsar upplýs- ingar um svæðisráðið og allar fundargerðir frá upphafi. Á þessum vef ætlum við líka að birta upplýsingar um allt sem er á döfinni fyrir foreldra í bæjarfélaginu og utan þess ef okkur þykir ástæða til. Við von- umst til að þetta verði mikilvæg upplýsingaveita fyrir foreldra í Akureyrarbæ. Tölvupóstfang Sam- taka er: samtaka@samtaka.org. Við vonumst til þess að foreldrar fylgist vel með störfum Samtaka og noti gott tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun mála hér í bæ. Höfundur er formaður Samtaka. Samtaka – svæðisráð foreldra foreldrar foreldrafærninámskeið FCT þar í landi á síðasta áratug. Ánægðir foreldrar og ánægð börn Hugmyndin að baki námskeiðinu er að hjálpa foreldrum til að fá betri yfirsýn og finna aðferðir til að verða ánægðara foreldri með ánægðari börn. Námskeiðið hefur verið haldið í leikskólum, á heimilum og einnig vinnustöðum við mikla ánægju þar sem for- eldrar fengu þarna tækifæri til að kynnast vinnustaðarmenn- ingu makans. Foreldrafræðsla eflir jafnrétti og er því öflugt tæki fyrir þá vinnuveitendur sem eru með metnaðarfulla jafn- réttisáætlun í sínum fyrir- tækjum. Foreldrar eru fyrstu og mikil- vægustu kennarar í lífi barna sinna. Samt hefur fólki almennt ekki verið boðin fræðsla um for- eldrahlutverkið. Auk ávinnings af betri skiln- ingi á ábyrgðinni af þessu merk- asta hlutverki í lífinu og ánægj- unni sem það felur í sér að vera gott foreldri, er það beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt að sinna því vel. Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin í geðheilbrigðismálum er að gera foreldra betur í stakk búna til að takast á við foreldra- hlutverkið. Auk þess þykir sýnt að hag- fræðilegur ávinningur af stuðn- ingi við foreldra ungra barna sé umtalsverður. Samkvæmt útreikningum Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands, tapar samfélagið meira fjár- magni vegna hvers einstaklings sem ekki farnast vel en það kost- ar að gefa öllum foreldrum og börnum veganestið sem hér er verið að vekja athygli á. Mikilvægustu störfin Menningarumhverfi okkar ætl- ast til að við getum smeygt upp- eldishlutverkinu inn á milli til- rauna til starfsframa, félagsstarfa og persónulegra áhugamála, án þess að fatast nokkurn tíma flugið. Allir foreldrar geta notið góðs af traustum upplýsingum og stuðningi við uppeldi barna sinna en sumir þurfa meiri aðstoð en aðrir. Þegar illa fer er foreldrum gjarnan kennt um, og þeir þjást af sjálfsásökunum. Niðurstöður rannsókna benda ótvírætt til þess að fræðslunám- skeið fyrir foreldra og stuðnings- áætlanir fyrir fjölskyldur stuðli að heilbrigðum þroska barna. Þess utan auka þau vellíðan for- eldra og eru afar hagkvæm þegar til lengri tíma er litið. Mikilvægustu störf samfélags- ins eru í raun unnin af foreldrum með ástinni, örygginu og skjólinu sem þau veita börnun sínum. Gerum nýtt ár að besta foreldra- ári fram að þessu, með því að kenna foreldrum í stað þess að kenna þeim um. Höfundur er fjölskylduráðgjafi hjá ÓB Ráðgjöf. HÓLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.