Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 22
8. mars 2008 LAUGARDAGUR
I
ndriði Haukur Þorláksson, fyrrverandi
ríkisskattstjóri, vakti mikla athygli í
vikunni, þegar hann birti grein um erlent
eignarhald á
íslenskum
fyrirtækjum og
áhrifum þess á
skattgreiðslur
hérlendis.
Indriði, sem er
hagfræðingur að
mennt, hefur lengi
verið viðriðinn
opinber fjármál og
starfaði meðal annars
lengi í fjármála-
ráðuneytinu.
Fjölskylda, jafnt
sem gamlir vinir og
vinnufélagar lýsa
Indriða sem
eldklárum manni,
fróðum, vel lesnum
og skemmtilegum. Þá
sé hann mikill
hagyrðingur. Hann sé
fljótur að setja sig
inn í hluti. Þá sé hann
framar öðru traustur
og rökfastur.
Börn Indriða bera
honum vel söguna.
Hann sé alltaf
tilbúinn til að aðstoða
þau. „Og barnabarnið
er í miklu uppáhaldi
og lætur afa sinn
snúast í kringum
sig,“ segir Júlíana
dóttir hans.
Yngri dóttirin
Úlfhildur lýsir
góðum minningum úr
æsku þegar hún
dundaði í garðinum í
Nökkvavoginum með
pabba sínum.
Hann þykir
handlaginn og geta
smíðað nánast hvað
sem er, innandyra
jafnt sem utan.
Börnin lýsa því enn
fremur að Indriði sé
bóngóður og
greiðvikinn.
Indriði fylgist vel
með og hefur mikinn
áhuga á því sem börn
hans hafa fyrir
stafni. Til að mynda
hefur hann heimsótt
son sinn Hauk til
Oxford, þar sem hann
er við störf. Síðan
þegar dóttir hans
hugðist læra
leiðsögumennsku, þá
dró hún Indriða með
sér, þeim báðum til
ánægju.
Aðrir ættingjar
segja einnig að
Indriði sé mikill en
lúmskur húmoristi.
Hann sé rólegur. Hafi
líka verið það í
uppeldinu. Alltaf hafi
verið gott milli elstu
systkinanna.
Hann eigi alltaf
góða sögu á
takteinum og sé
einnig mikill
hagyrðingur. Þá
rækti Indriði
fjölskylduna vel,
sérstaklega eftir að
hann fór á eftirlaun.
Hann sé líka
grúskari og gáfur
hans hafi snemma
komið í ljós. Sem
dæmi hafi hann strax
á fyrsta ári í
barnaskóla lesið
orðadæmin í reikningi sér til skemmtunar.
Indriði er mikill áhugamaður um náttúru, veiði
og hestamennsku. Þá hafi hann mikinn áhuga á
sögu og landafræði, að ógleymdum
efnahagsmálum og ýmsum þjóðfélagsmálum.
Einnig hefur hann í seinni tíð mikið stundað
tennis, bæði með eldri félögum og eignast þar
nýja. Hann er
formaður
Tennisdeildar Þróttar
og hefur verið það um
nokkurt skeið. Hann
hefur undanfarin ár
farið árlega með
félögum sínum til
útlanda til að spila
tennis. Næsta ferð
verður farin fljótlega.
Þá verður haldið til
Króatíu.
Sú einkunn sem
Indriði fær hjá öllum
viðmælendum er sú
að hann sé eldklár,
skemmtilegur og
traustur. Þá sé hann
rökfastur og fylginn
sér. Einnig að í
samningaviðræðum
sé betra að hafa hann
sín megin við borðið
en á móti.
Vinir hans og
kunningjar lýsa
Indriða sem traustum
og góðum vin. Hann
sé sannarlega
félagslyndur og
mannblendinn.
„Hann er mjög
sanngjarn og
séntilmaður að mörgu
leyti,“ segir
Guðmundur
Björnsson,
vinnufélagi Indriða til
margra ára og nú
tennisfélagi. Ekki er
langt síðan þeir
félagarnir unnu til
verðlauna á bikarmóti
Tennishallarinnar, í
flokki 40 ára og eldri.
„Hann er í
toppformi,“ segir
Bragi Leifur
Björnsson,
tennisfélagi. Fólk
segir raunar að
formið sé slíkt að ætla
megi að hann sé
tuttugu árum yngri en
hann er í raun.
„Indriði er
bráðskemmtilegur og
kann margar sögur,
bæði úr sveit og
stjórnsýslu,“ segir
Bragi Leifur.
Einnig er sagt um
Indriða að hann sé
góður yfirmaður sem
standi þétt við bakið á
sínu fólki. Þá sé hann
fljótur að setja sig inn
í hluti og tileinka sér
nýjungar.
Hann er
hörkuduglegur og
fylginn sér „og verður
ekki auðveldlega
haggað,“ sagði
fyrrverandi
samstarfsmaður í
fjármálaráðuneytinu,
sem sagðist brosandi
ekki vilja láta nafns
síns getið.
Snorri Olsen,
tollstjóri í Reykjavík
og fyrrum
samstarfsmaður,
segir að Indriði sé
ótrúlega fróður og vel
lesinn maður og
traustur og góður
vinur.
Sumir segja raunar
að Indriði sé
ólíkindatól. Það sjáist
til dæmis á því að hann hafi af miklu kappi farið
að stunda tennis á efri árum. Snorri bætir við:
„Ef honum dettur í hug að gera eitthvað, þá
hættir hann ekki fyrr en því er lokið.“
MAÐUR VIKUNNAR
INDRIÐI HAUKUR ÞORLÁKSSON
ÆVIÁGRIP
Indriði Haukur Þorláksson fæddist í Eyjahólum í Mýrdal 29.
september 1940. Hann er sá fjórði í röðinni í níu systkina
hópi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Indriðadóttir og Þorlákur
Björnsson.
Indriði ólst upp í sveit en fór svo í Skógaskóla. Síðan
lá leiðin norður í land og lauk hann stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið 1960. Þaðan fór hann
til Bolungarvíkur þar sem hann kenndi einn vetur, áður
en hann hélt utan til Þýskalands. Þar lagði hann stund á
hagfræði og lauk prófi frá Freie Universität í Berlín árið 1969.
Hann kenndi síðan við sama skóla veturinn 1969 til 70.
Þegar hann kom hingað til lands varð hann deildarstjóri
í menntamálaráðuneytinu og kenndi auk þess við Háskóla
Íslands.
Árið 1981 flutti hann sig yfir í fjármálaráðuneytið, þar sem
hann var skrifstofustjóri til ársins 1988, þegar hann varð
hagsýslustjóri.
Síðan var hann varafulltrúi Norðurlanda í stjórn
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og kom svo aftur til starfa
sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu árið 1991. Þar
starfaði hann til ársins 1999 þegar hann tók við embætti
ríkisskattstjóra. Hann gegndi embættinu þangað til á síðasta
ári, þegar hann fór á eftirlaun. Auk þessara starfa hefur hann
setið í ýmsum nefndum og stjórnum, auk þess að vera
formaður samninganefndar ríkisins á árunum 1982 til 1989.
Indriði er kvæntur Rakel Sigríði Jónsdóttur og eiga þau
þrjú börn og eitt barnabarn.
VANN SÉR TIL FRÆGÐAR
Indriði vakti mikla athygli í vikunni þegar birtar voru
athuganir hans á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja og
skattalegum áhrifum. Hann er líka hvað þekktastur fyrir
að hafa verið formaður samninganefndar ríkisins og fékk
á sig það orð að menn vildu heldur hafa hann sín megin
við borðið en á móti. Þá var hann ríkisskattstjóri og hófu
rafrænu skattframtölin göngu sína undir hans stjórn.
VISSIR ÞÚ ...
Að Indriði H. Þorláksson er hagyrðingur. Til er saga af honum
þegar hann mætti í afmæli til systur sinnar og færði henni
blóm, og þessa vísu:
Þeir sem sífellt mala og mala
margir gjarnan vita það
Að víst myndu blessuð blómin tala,
bara ef þau kæmust að.
Það fylgir sögunni að systirin eigi eftir að svara fyrir sig ...
Hagyrðingur, húmoristi,
traustur séntilmaður
og ólíkindatól
Skeifa
n
söluskr
ifstofur16
www.r
emax.
is
Einn ö
flugas
ti faste
ignave
fur lan
dsins
Allar
fastei
gnasö
lur eru
sjálfst
ætt re
knar o
g í ein
kaeign
Fasteig
nablað
156. T
ölublað
- 6. ár
gangur
- 2. m
ars 200
8
bls.
16
ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS
S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is
Ráðningarþjónusta
Leitar þú að starfsmanni?
SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrim dó Jón
HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort
sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga.
Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma
561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is
Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar,
tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við
finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er
ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á
að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er.
Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni
okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn
fyrir starfið.
Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna-
mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og
hagnýtri menntun.
Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð!
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita
afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks.
Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.:
Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Mars 2008
EGG UNDIRSTAÐA Í FJÖLBREYTTRI MATARGERÐ INNB
FALLEGA SKREYTT PÁSKABORÐ KOKTEILLIN
Pá
Heimagerð páskaegg Sollu, sælkeraegg Hafliða og
norræn hefð í páskaeggjum.
Þrenns konar súkkulaðipáskaegg
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Eftirréttur sem enginn
fær staðistNanna Rögnvaldardóttir skrifar
Páskabrauð – þrungin
merkingu og táknum
Súkkulaði á fóðraðan maga
Nokkrir góðir réttir
á dögurðarborðið
„Dómarar eiga að taka þátt í
þjóðfélagsumræðu”
Hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson
í helgarviðtali
Bestu rithöfundarnir að mati
þjóðarinnar
Að mati almennings er Arnaldur Indriðason
langbesti rithöfundur þjóðarinnar. Fréttablaðið
rýnir í niðurstöður nýrrar könnunar.
Matur fylgir blaðinu á morgun
Páskaegg á þrenns konar máta – Heimagerð
páskaegg Sollu, sælkeraegg Hafl iða og norræn
hefð í páskaeggjum. Eftirréttur sem enginn fær
staðist – Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir útbýr dýr-
lega köku með heimagerðum ís og jarðarberja-
sósu. Páskabrauð, þrungin merkingu og táknum
– Nanna Rögnvaldardóttir skrifar. Súkkulaði á
fóðraðan maga – nokkrir góðir réttir á dögurðar-
borðið.