Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 26
26 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 741 4.896 +1,82% Velta: 6.613 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,00 +0,00% ... Bakkavör 41,20 +2,49% ... Eimskipafélagið 28,90 -0,69% ... Exista 11,98 +1,18% ... FL Group 9,15 +1,33% ... Glitnir 17,00 +1,19% ... Icelandair 24,80 -0,40% ... Kaupþing 741,00 +2,07% ... Landsbankinn 27,40 +3,01% ... Marel 89,00 +1,14% ... SPRON 5,15 -1,15% ... Straumur-Burðarás 11,20 +1,82% ... Teymi 5,00 0,20% ... Össur 90,20 -0,55% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI +5,63% LANDSBANKINN +3,01% BAKKAVÖR +2,49% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -2,67% SPRON -1,15% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,69% LOSNA ÚR FJÖTRUM SKULDATRYGGINGAR- ÁLAGS Í gær birtist þessi skopmynd af fulltrúa Kaupþings í líki víkings í tímaritinu EuroWeek, sem er alþjóðlegt tímarit um skuldabréf. Er vísað til nýlegrar fjármögnunar bankans þar sem betri kjör buðust, að sögn stjórnenda, en svokall- að skuldatryggingarálag hafði gefið til kynna dagana á undan. Um leið og skuldatryggingar- kúlunni er sparkað fær efasemdarmaðurinn fingurna í augun. Myndin gefur til kynna að bankinn hafi sterkari stöðu á markaðnum en margir hafi viljað vera láta. MYND/EUROWEEK Kaupþing hefur frestað því til næsta árs að breyta starfrækslumynt bankans í evrur og dregið til baka umsókn þar að lútandi. Ekki reynir á úrskurð fjármálaráðherra. Á aðal- fundi bankans í gær samþykktu hluthafar að færa hlutabréf bankans yfir í evrur. Breytingu starfrækslumyntar Kaupþings úr krónum í evrur hefur verið frestað þar til í janúar á næsta ári samkvæmt ákvörðun stjórnar. Þetta kom fram á aðalfundi bankans í gær. Bankinn hefur dregið til baka umsókn sína um breytinguna sem taka átti gildi í ár. Því reynir ekki á ákvörðun fjármálaráðherra varðandi stjórnsýslukæru sem bankinn lagði fram eftir að umsókninni var hafnað af Ársreikningaskrá. Bankinn hefur þó langt því frá gefið upp á bátinn fyrirætlanir um að færa sig yfir í evrur. Aðalfundur- inn samþykkti í gær að hlutafé bankans skyldi fært yfir í evrur. „Ríkisstjórn Íslands vinnur ötullega að því að gera möguleg viðskipti með hlutabréf í erlendri mynt fyrir árslok. Stjórnin telur því viðeigandi að breyta starfrækslumyntinni og hlutabréfaskráningunni á sama tíma,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, en í ræðu hans á fundinum kom jafnframt fram að þrátt fyrir mikilvægi breytingar starfrækslumyntarinnar væri óvarlegt að gera of mikið úr henni, því bankinn beiti markaðsvörnum sem kæmu í veg fyrir að sveiflur á gengi krónunnar hefðu áhrif eiginfjárstöðu bankans. Á aðalfundinum var stjórn bankans jafnframt heimiluð útgáfa breytanlegra skuldabréfa að upphæð 1,5 milljörðum evra, en slíkum bréfum má að skilyrðum uppfylltum breyta í hlutabréf, auk þess sem heimiluð var hlutafjáraukning til nýrra hluthafa upp á allt að 1.750 milljónir króna að nafnverði. Aðgerðirnar eru til að auka svigrúm við fjármögnun. Kaupþing greiðir síðar í mánuðinum út arð til hluthafa upp á 14,8 milljarða króna, en það samsvar- ar 20 krónum á hlut, eða 21 prósenti af hagnaði síðasta árs. Kaupþing fór ekki að fordæmi Glitnis sem á aðalfundi sínum fyrir nokkru tilkynnti um lækkun þóknunar stjórnarmanna og forstjóra. Hjá Kaupþingi fá stjórnarmenn greiddar 400 þúsund krónur á mánuði fyrir setuna og formaður stjórnar 800 þúsund krónur. Í hádegisviðtali Markaðarins við Sigurð Einarsson á Stöð 2 í gær kom fram að honum finnst röng stefna að lækka laun stjórnar og stjórnenda, jafnvel þótt fjármálaskilyrði kölluðu á aðhald í rekstri bankans, en að því segir hann líka stefnt. „Ef menn vilja hafa óháða, faglega og metnaðarfulla stjórnar- menn þá get ég ekki séð að umbun eigi að vera lægri en hún er.“ Í máli hans kom jafnframt fram að miðað við starfsmannaveltu mætti allt eins gera ráð fyrir að skorið yrði niður í mannahaldi Kaupþings um sem næmi allt að 150 stöðugildum, enda væri ljóst að skorið yrði niður hjá öllum bönkunum. Sigurður hafnar því þó að krísa sé hjá Kaupþingi þótt erfiðleikar steðji víða að á fjármálamörkuðum. „Ég veit ekki um annan banka í Evrópu sem er í betri stöðu en Kaupþing hvað varðar laust fé,“ segir hann og bendir á að síðasta ár hafi arðsemi eigin fjár bankans numið 23,5 prósentum, vöxtur hafi verið góður og starfseiningar gangi vel. olikr@frettabladid.is Kaupþing frestar bókhaldi í evrum SIGURÐUR EINARSSON Stjórnarformaður Kaupþings telur misráðið að lækka laun stjórnenda og stjórnarmanna stórra banka. Fremur ætti að gera vel við þá og tryggja sér þar með hæfasta fólkið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.