Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 08.03.2008, Síða 28
28 8. mars 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 29. FEBRÚAR. Óáreiðanlegur dagur Ég er alls ekki hjátrúarfullur. Samt hætti ég við að byrja á nýjum kafla í bókinni minni í dag. Maður á ekki að byrja á neinu á hlaupársdegi. Þetta er ekki einn af þessum traustu dögum sem koma aftur og aftur, heldur lætur hann sig hverfa árum saman og börn sem fæðast á þessum degi fá ekki almennilega afmælisgjafir nema á fjögurra ára fresti. Samt var gaman í vinnunni í dag. Það verður nefnilega líf og fjör þegar ósköp venjulegar aukapersónur sem maður hefur ekki ætlað til stórafreka rísa úr öskustónni og fara að hasla sér völl í sögunni. Persónan sem gerði uppreisn heitir Eelco Cornelis te Linden og er tungumálasnillingur sem hefur því meiri áhuga á tungumálum sem færri tala þau. Hann er íslenskur ríkisborgari og talar íslensku svo vel að ómögulegt er að greina af framburði hans að hann sé ekki innfæddur. Eitt er það þó sem gerir það að verkum að menn sjá fljótt að íslenskan er ekki móðurmál Cornelis. Hann er ákaflega blótsamur en í staðinn fyrir að segja fokk og sjitt eins og sannur Íslendingur notar hann orð eins og rækalli, déskoti, horngrýtis, ahngotans, bévaður, grefilsins og fleira af því tagi sem sjaldan eða ekki heyrist lengur í daglegu máli. Cornelis kom til Íslands til að læra íslensku og settist að á Íslandi af þeirri einföldu ástæðu að hann eignaðist íslenska konu. Að henni og börnum þeirra undanskildum hefur hann fremur lítið álit á Íslendingum, enda sjálfur kominn af þeim göfuga kynstofni sem var að langfeðgatali kominn af Marsbúum og bjó á eyjunni Atlantis sem var undan strönd Hollands þar til hún sökk fyrirvaralaust í sæ og hefur ekki bólað á henni síðan. Út í svona vangaveltur getur ein aukapersóna leitt mann – sem er góð tilbreyting frá hvunndagsraunum og ævintýrum aðalpersónanna. Loksins kom að því að veðrið hérna sýndi einhver skapbrigði. Í gær var súld og rigning, og um níuleytið í morgun brast á haglél og þrumuveður með svo miklum gauragangi að ég hélt að þakið myndi fara af húsinu. Þrumurnar voru svo rosalegar að það var eins og það væri verið að skjóta af fallbyssum hérna á hæðinni fyrir ofan og snjóhöglin voru á stærð við magnyltöflur (frá þeirri sælu tíð þegar slíkar töflur voru kringlóttar). Þetta óveður stóð yfir í tuttugu mínútur. Þá fór sólin aftur að skína. LAUGARDAGUR, 1. MARS. Þvagleggshetjur Það er tvennt ljótt sem ég sé í fjölmiðlum heima. Í heila viku er búin að standa frétt á vefsetrinu visir. is sem heitir „Þvagleggskonan“. Þar segir frá konu sem var grunuð um ölvun og læknir lét sýslumann eða lögreglu skipa sér að nauðga þvaglegg í konuna til að ná þvagsýni. Þessi manneskja hefur ekkert til þess unnið að hún sé uppnefnd. Frekar ætti að tala um þvagleggssýslumanninn, þvagleggslögguna eða þvagleggslækninn. Og til að bíta höfuðið af skömminni birtir vefsetrið líka mynd af fórnarlambi þvagleggshetjanna á Selfossi. Svona tilfinningadauð ósmekkleg heit eru blaðamannastéttinni til skammar. Hin leiðindafréttin er sú að erfingjar Kjarvals töpuðu máli sínu gegn Reykjavíkurborg um að Kjarval hefði í rauninni alls ekki gefið borginnni verk sín. Það er met í tilfinningaleysi og þjösnagangi að mál eins og þetta skuli yfirleitt koma fyrir dómstóla. Um svona mál eiga borgarstjórnarmenn að semja ef þeir þekkja mun á skömm og heiðri. Svona mál getur enginn unnið. Reykvíkingum og landsmönnum öllum mun finnast það slæm tilfinning að lögerfingjar Kjarvals skuli vera þeirrar skoðunar að verkum hans hafi verið stolið. Á þessu máli verður að finna einhverja lausn sem allir geta verið vel sæmdir af. Annað væri að misbjóða minningu Kjarvals. MÁNUDAGUR, 3. MARS. Svissneski frankinn og ráðherradómur Sigurðar Kára „Það gæti verið góður kostur fyrir Íslendinga að taka upp svissneskan franka,“ er haft eftir Sigurði Kára alþingismanni á visir.is. Við þetta bætist að Sigurður Kári segist vilja verða ráðherra. Báðir þessir kostir eru ólíklegir – og tæplega þjóðþrifamál. Að taka upp svissneska frankann sem gjaldmiðil myndi ekki bjarga íslenskum efnahag frekar en taka upp kúgildi eða merkur silfurs. Verðum við ekki bara að halda áfram að pissa í skóinn okkar þar til við tökum upp evru? Vissulega gæti verið til breyting í að gera Sigurð Kára að ráðherra, þeir hafa margir verið hirðulausari en hann í klæðaburði. Samt held ég að það sé ekki í spilunum þessa stundina. Ekki vegna þess að ríkisstjórnin sé svo vel mönnuð, heldur vegna þess að menn eins og Illugi og Bjarni Ben virðast vera nær ljósinu en Sigurður Kári í þeim meltingarvegi Flokksins sem skilar nýjum ráðherrum út á akurinn. ÞRIÐJUDAGUR, 4. MARS. Óþægilega minnugur kvenmaður „Alþingi hefur nægan tíma til að ræða kjör alþingismanna þegar til stendur að bæta þau en ekki þegar verkefnið er að færa kjörin nær því sem gerist hjá almenningi, sagði Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag þegar hún spurðist fyrir um afgreiðslu frumvarps sem hún lagði fyrir þingið í október um að sérréttindi þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins í lífeyrismálum verði afnumin.“ Ég tek ofan fyrir Valgerði Bjarnadóttur. Maður rekur upp stór augu þegar maður sér að einhver á Alþingi Íslendinga man eftir því að á Íslandi eiga aðeins ein lög að gilda um alla – jafnvel Alþingismenn. Vissulega getur það samt verið pirrandi hvað kvenfólk er stundum langminnugt. MIÐVIKUDAGUR, 5. MARS. Björk í öryggisráðið! Hilary vann í Texas og Ohio. Nú ættu þau Obama að taka „íslensku aðferðina“ á restina: Semja um að vera forseti og varaforseti til skipt- is. Alveg er ég viss um að fleiri þjóð- ir væru til í að styðja hið víðáttu- ruglaða framboð Íslands í öryggis- ráðið – ef við tilkynnum að Björk eigi að verða fastafulltrúi Íslands í því ráði. Stuðningskveðjur Bjarkar söng- konu í Tíbet voru einhvern veginn einlægari en hvatningarskeyti utan- ríkisráðherra Íslands til fólks sem hélt fund um Palestínu á Lækjar- torgi og höfðu örugglega þarfari pólitísk áhrif. Björn Bjarnason er alltaf góður! Núna vill hann fá ökklabönd á saka- menn sem sennilega er hægt að fá með góðum afslætti þegar löggan fær loksins rafmagnsbyssurnar. Það er hins vegar fullkominn óþarfi – ef einhverjum skyldi detta það í hug – að kaupa ökklabönd á stjórnmálamenn til að fylgjast með því hvar þeir eru staddir í heimin- um á kostnað skattborgara, því að flestir þeirra eru með gsm-síma sem gera sama gagn og ökklabönd- in og gefa mun meiri upplýsingar um ferðir og athafnir eigendanna – auk þess sem hægt er að tala í sím- ana en ekki ökklaböndin. FIMMTUDAGUR, 6. MARS. Síðustu forvöð! Bankar hafa aldrei notið verðugs trausts meðal íslenskra ræningja sem hafa fremur kosið að ræna víd- eóleigur, pitsustaði og smáverslan- ir. Í morgun var þó gerð tilraun til að ræna Kaupþing í Hafnarfirði. Kannski hefur ræninginn hafi haft áhyggjur af efnahagsástand- inu og ákveðið að ræna banka – áður en það verður um seinan. Óþægilega minnugur kvenmaður Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um hjátrú, afkomendur Marsbúa á Atlantis, þvagleggshetjur, þrumuveður og óþægilega minnugan kvenmann á Alþingi – sem líka virðist vera með óbrenglaða siðferðiskennd. Þar að auki er stungið upp á Björk í örygg- isráðið. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.