Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 34
34 8. mars 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is GARY NUMAN NÝBYLGJUROKK- ARI ER FIMMTUGUR Í DAG „Ég sem Bowie-aðdáandi var fyrir pönkbylgjuna í endalausum vandræðum vegna útlits. Margsinnis barinn í klessu og átti fótum fjör að launa vegna skríls sem elti mig uppi hvert sem ég fór. Það var hryllingur.“ Gary Numan sló í gegn með laginu „Cars“ 1980. Hann er haldinn vægri einhverfu og er enn virkur í tónlistarsköpun og tónleikahaldi. Í dag verður haldin ráðstefna í Háskóla Íslands í tilefni af al- þjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Krist- ín Ingólfsdóttir rektor setur ráðstefnuna en á henni flytja ávörp meðal annars Olubanke king-Akerele, utanríkisráð- herra Líberíu, Joanne Sandler, framkvæmdastýra Unifem, og utanríkisráðherra Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á ráðstefnunni mun liggja frammi framkvæmdaáætlun ís- lenska utanríkisráðuneytisins um ályktun Sameinuðu þjóð- anna um konur, frið og öryggi. „Þessi ályktun öryggisráðsins er frá árinu 2000 og við hjá utanríkisráðuneytinu gefum nú út framkvæmdaáætl- un íslenskra stjórnvalda á henni, um þátttöku Íslands í al- þjóðastarfi en einnig innan utanríkisþjónustunnar,“ útskýr- ir Edda Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu íslensku frið- argæslunnar hjá utanríkisþjónustunni. Hún segir helstu áhersluatriði ályktunarinnar sjálfrar vera aukna þátttöku kvenna í ákvarðanatöku í friðarferl- um, öryggi kvenna og stúlkna á átakasvæðum og jafnréttis- fræðslu í friðargæslu. „Ályktunin er orðin átta ára gömul og komin ákveð- in reynsla á notkun hennar en margar kvennahreyfingar hafa tekið hana upp á sína arma. Til dæmis má nefna kon- urnar í Líberíu en þar höfðu verið átök lengi þegar konur tóku sig til og fóru í setuverkfall. Þær kröfðust réttar síns á grundvelli ályktunarinnar en þær áttu heimtingu á að frið- argæslulið kæmi til landsins og rétt á að taka þátt í frið- arumræðum. Það eru mörg önnur dæmi þar sem kvenna- hreyfingar hafa notað ályktunina eins og í Srí Lanka og á Balkanskaga og konur víða í Afríku og Asíu til að ná fram rétti sínum og svona mætti lengi telja.“ Edda segir íslenska friðargæsluliða hafa gegnum árin hlotið fræðslu um inntak ályktun öryggisráðsins um jafn- réttismál og sérstöðu kvenna á átakasvæðum en með þess- ari framkvæmdaráætlun utanríkisráðuneytisins fá frið- argæsluliðar viðurkennt plagg í hendurnar sem þeir geta notað á vettvangi. „Íslensk stjórnvöld eru þarna að gefa ákveðin loforð um hvað þau ætla að gera og þetta eru mjög hnitmiðuð mark- mið. Meðal annars ætla íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að fleiri konur taki við ábyrgðarstöðum á sviði friðar og öryggismála en það hefur sýnt sig að með því að koma konum að í ábyrgðarstöður gæta þær að verndun kvenna og barna á átakasvæðum. Einnig ætla íslensk stjórnvöld að efla þekkingu og rannsóknir á sviði friðar- og öryggis- mála og við erum með ákvæði um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í alla starfsemi og stefnumörkun sem snertir friðar- og öryggismál,“ segir Edda. Hún segir kynjajafnréttissjónarmiðin og ákvæði ályktun- arinnar þurfa að vera til hliðsjónar við val á friðargæslu- verkefnum sem Ísland á aðild að. „Það þurfa að vera jöfn tækifæri fyrir bæði kynin innan íslensku friðargæslunnar og kynjahlutfallið á ávallt að vera sem jafnast. Núna er hlutfallið nokkuð nálægt því en konur eru um 45 prósent íslenskra friðargæsluliða,“ segir Edda. Viðbúið er að ráðstefnan verði vel sótt enda mikilvæg mál á dagskrá sem snúa að konum, friði og öryggi. Ráðstefnan fer fram í dag á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á neðri hæð, sal 105 milli klukkan 12 og 13.30 í dag. heida@frettabladid.is UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ: NÝ ÁÆTLUN Baráttudagur kvenna í dag EDDA JÓNSDÓTTIR SÉRFRÆÐINGUR HJÁ UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU Ráðuneytið kynnir nýja áætlun fyrir íslenska friðargæsluliða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elskulega dóttir okkar, móðir, barnabarn, systir, mágkona, móðursystir og fyrrum sambýliskona, Margrét Magnúsdóttir andaðist þann 24. febrúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 15.00. Magnús Björnsson Hallfríður Kristín Skúladóttir Oddur Þór Þórisson Sindri Dagur Þórisson Elsa L. Magnúsdóttir Björn Sigurðsson Elsa Lyng Magnúsdóttir Stefán Torfi Höskuldsson Krista Karólína Stefánsdóttir Þórir Ófeigsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Jónsdóttur Múlavegi 3, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Guðlaug Vigfúsdóttir Gunnar Ragnarsson Grétar Vigfússon Jóhanna Sigurjónsdóttir Borghildur Vigfúsdóttir Árni Arnarson Ólafur Vigfússon Gunnar Árni Vigfússon Ágústa Berg Sveinsdóttir og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Aldísar Jónu Ásmundsdóttur Lindargötu 57, Reykjavík. Sigríður Jóhannesdóttir Ásgeir Árnason Ásmundur Jóhannesson Margrét Guðbjartsdóttir Auður Jóhannesdóttir Haraldur Lárusson Guðni Jóhannesson Bryndís Sverrisdóttir Arnbjörn Jóhannesson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas G. Sigurðsson frá Brekkum í Holtum, andaðist á heimili sínu þann 6. mars síðastliðinn. Guðný A. Hammer Herdís Albertsdóttir Kristjana Sigurðardóttir Gunnlaugur Gunnlaugsson Herdís R. Þorgeirsdóttir Davíð B. Sigurðsson Sigríður S. Jónasdóttir Flosi Ólafsson Ragnheiður Jónasdóttir Sigurður Jónasson Ásdís G. Jónasdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Sveinfríður S. Jóhannesdóttir Einilundi 2, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 5. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Hinrik Matthíasson Matthías Hinriksson Kristín Guðmundsdóttir Sigrún H. Hinriksdóttir Kristján T. Sveinbjörnsson Kristín T. Hinriksdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, Hrafnkels Helgasonar Holtabyggð 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa EJS, starfsmannafélagi EJS og starfsfólki Hvaleyrarskóla fyrir ómetanlegan stuðning og vináttu á erfiðum tímum. Guð geymi ykkur. Helgi Kristjánsson Edda Guðmundsdóttir Steinar Helgason. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Freygerðar Guðrúnar Bergsdóttur Austurbyggð 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Bakkahlíð og Asparhlíð fyrir góða umönnun. Sigrún Finnsdóttir Daníel Þórðarson Guðmundur Finnsson Greta Stefánsdóttir Bergur Finnsson Sumarrós Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Helgason fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma Stykkishólmi, sem lést þann 27. febrúar síðastliðinn verður jarðsung- inn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju - Heimahornið s. 438 1110 og Kristniboðssamband Íslands s. 533 4900. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 sama dag. Gunnlaugur A. Árnason Sigrún Valtýsdóttir Halldór Árnason Anna Björg Eyjólfsdóttir Helgi Árnason Aðalbjörg Jónasdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jón Trausti Jónsson afa- og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Árný Guðríður Enoksdóttir Suðurhóp 1, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 5. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Þorsteinn Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir Þorvaldur Guðmundsson Birgir Ingi Guðmundsson Þórlaug Guðmundsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fríða Guðbjartsdóttir frá Kvígindisdal, Kjartansgötu 15, Borgarnesi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 28. febrúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 13.00. Valur Thoroddsen Haukur Valsson Kristín Einarsdóttir Hildur Valsdóttir Snædís Valsdóttir Ólafur Sigurðsson Anna Valsdóttir Árni Magnússon Magnús Valsson Guðrún Ásgeirsdóttir ömmu- og langömmubörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.